Ferill 107. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 107 . mál.


115. Fyrirspurn



til utanríkisráðherra um hafsbotnsréttindi Íslands í suðri.

Frá Guðmundi Hallvarðssyni.



    Hvaða umræður hafa farið fram milli aðila frá samþykkt þingsályktunar 14. mars 1983 um að ríkisstjórnin vinni að samkomulagi við Færeyinga, Breta og Íra um yfirráð Hatton-Rockall hafsbotnssvæðisins í samræmi við ákvæði hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna?
    Hver er staða málsins nú og árangur viðræðna?
    Hvert verður framhald málsins?
    Hver eru landgrunnsréttindi Íslendinga samkvæmt hafréttarsáttmálanum?


Skriflegt svar óskast.