Ferill 117. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 117 . mál.


128. Fyrirspurn



til landbúnaðarráðherra um sölu á lambakjöti.

Frá Svanfríði Jónasdóttur.



    Hvert er viðhorf ráðherra til þeirra samninga um sölu lambakjöts sem bændur, t.d. í Húnavatnssýslu, hafa gert beint við afurðastöðvar og verslanir á öðru verði en sexmannanefnd og fimmmannanefnd hafa ákvarðað samkvæmt lögum um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum?
    Telur ráðherra að hér sé um lögbrot að ræða? Ef svo er, til hvaða ráðstafana hyggst hann grípa?