Ferill 134. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


.
1996. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 134 . mál.


145. Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um greiðslur í lífeyrissjóði og almannatryggingar.

Frá Tómasi Inga Olrich.



    Er fylgst með því að allir launamenn og þeir sem stunda atvinnurekstur eða sjálfstæða starfsemi eigi aðild að lífeyrissjóði eins og skylt er samkvæmt lögum nr. 55/1980, um starfskjör launafólks og skyldutryggingu lífeyrisréttinda?
    Er misbrestur á því að lagaskyldan sé virt? Hve margir greiða ekki í lífeyrissjóði?
    Getur það ekki valdið miklum árlegum útgjöldum fyrir almannatryggingar á komandi árum og áratugum ef menn sinna ekki tryggingarskyldu sinni? Hve mikill gæti sá útgjaldaauki orðið að mati ráðuneytisins?
    Falla stjórnar- og nefndalaun undir framangreind lög?
    Getur það reynst hagkvæmara fyrir einstakling, skattalega séð og með tilliti til ráðstöfunarfjár á eftirlaunaaldri, að kaupa sér fremur t.d. spariskírteini eða tryggja sig með söfnunartryggingu hjá einkatryggingafélagi en að greiða lögbundið iðgjald í lífeyrissjóð?



Skriflegt svar óskast.