Ferill 52. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 52 . mál.


167. Svar


heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra við fyrirspurn Ástu R. Jóhannesdóttur um skerðingu bótagreiðslna frá Tryggingastofnun ríkisins vegna fjármagnstekna.

    Hjá hversu mörgum öryrkjum skertust greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins vegna fjármagnstekna þeirra eftir að lög um fjármagnstekjur tóku gildi 1. september sl. og hversu hátt hlutfall er það af öllum öryrkjum sem fá greidda tekjutryggingu?
    Upplýsingar um tekjur eru ekki í gagnagrunni TRYGGVA (tölvukerfis Tryggingastofnunar) nema ef um tekjuyfirlýsingu er að ræða. Í daglegri vinnslu TRYGGVA eru þessar upplýsingar lesnar úr skrám RSK (skrám um skattframtöl frá ríkisskattstjóra), en starfsfólk Tryggingastofnunar hefur aðeins uppflettiaðgengi að þeim skrám. Það tekur langan tíma og er mikil fyrirhöfn að keyra þessa tvo gagnagrunna saman í runuvinnslu auk þess sem kostnaðurinn yrði verulegur. Það er því útilokað að svara spurningunni innan tilskilins tíma.
    Heildarfjöldi örorkulífeyrisþega með skerta tekjutryggingu var sem hér segir (skerðing er vegna allra tekjubreytingaþátta í heild):

                                  

Maí 1996

Október 1996

              Einstaklingar
3.045
2.915
              Hjón     
635
600

    Hjá hversu mörgum ellilífeyrisþegum skertust greiðslur frá Tryggingastofnun vegna fjármagnstekna á sama tíma og hversu hátt hlutfall er það af þeim ellilífeyrisþegum sem fá greidda tekjutryggingu?
    Um gagnagrunn Tryggingastofnunar vísast til 1. liðar.
    Heildarfjöldi ellilífeyrisþega með skerta tekjutryggingu var sem hér segir (skerðing er vegna allra tekjubreytingaþátta í heild):

                                  

Maí 1996

Október 1996

              Einstaklingar
4.881
5.222
              Hjón     
5.042
5.401

    Hver er sparnaður Tryggingastofnunar á mánuði vegna þessara aðgerða?
    Sparnaður Tryggingastofnunar nemur u.þ.b. 11 millj. kr. á mánuði. Hann var fundinn út þannig að greiðslur fyrir septembermánuð voru keyrðar út tvisvar sinnum, fyrst án fjármagnstekjutengingar og svo með fjármagnstekjutengingu.