Ferill 155. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 155 . mál.


172. Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um framtíð Hússtjórnarskólans á Hallormsstað.

Frá Hjörleifi Guttormssyni.



    Hvaða ástæður hefur ráðuneytið til að leggja til við fjárlagagerð að miða skuli við, eins og segir í texta fjárlagafrumvarps, „að starfsemi Hússtjórnarskólans á Hallormsstað verði hætt í núverandi mynd um mitt næsta ár og húsnæði hans afhent Menntaskólanum á Egilsstöðum. Gert er ráð fyrir að skólinn geti m.a. starfrækt þar nám í samráði við hagsmuna- eða áhugahópa sem greiðist af þátttakendum“?
    Er ráðherra reiðubúinn, með tilliti til þess að nám í hússtjórnarfræðum er nú óvíða í boði á framhaldsskólastigi og Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað annar ekki eftirspurn, að stuðla að því að skólinn geti orðið hagkvæmari rekstrareining með því að kennslurými við hann verði aukið?