Ferill 161. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 161 . mál.


178. Tillaga til þingsályktunar



um samstarf Íslendinga, Dana, Færeyinga og Grænlendinga um nýtingu fiskstofna í Norður-Atlantshafi.

Flm.: Árni Steinar Jóhannsson, Svavar Gestsson.



    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að hefja viðræður við Dani, Færeyinga og Grænlendinga með það í huga að treysta samstarf þessara þjóða í sjávarútvegsmálum, ekki síst að því er varðar nýtingu þess kvóta sem Grænlendingar selja til Evrópusambandsins.

Greinargerð.


    Tillagan miðar að því að hafnar verði viðræður við Dani, Færeyinga og Grænlendinga um sameiginlega nýtingu þjóðanna á fiskveiðikvóta Grænlendinga í Norður-Atlantshafi.
    Sala Grænlendinga á kvóta til Evrópusambandsins og fleiri aðila er að hluta forsenda fyrir veiðum þessara þjóða og eykur það álagið við lögsögumörk Íslands, m.a. á Reykjaneshrygg. Náist samkomulag um að Íslendingar, Danir og Færeyingar gangi inn í kaup á kvóta sem Grænlendingar selja til annarra mun það án efa styrkja stöðu Íslands í framtíðinni við gerð tillagna um nýtingu fiskstofna utan lögsögu suður af landinu.
    Nánari grein verður gerð fyrir málinu í framsögu.