Ferill 167. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 167 . mál.


184. Fyrirspurn



til sjávarútvegsráðherra um frákast á afla fiskiskipa.

Frá Magnúsi Stefánssyni.



    Hefur ráðuneytið látið gera úttekt á hve miklum veiddum afla er kastað af fiskiskipum í hafið í stað þess að færa hann að landi eins og lög gera ráð fyrir?
    Ef upplýsingar liggja fyrir, hvaða aflatölur er um að ræða?
    Ef upplýsingar liggja ekki fyrir, hefur ráðherra þá áform um að lagt verði mat á frákast á afla?
    Taka fiskifræðingar tillit til áætlaðs frákasts á afla fiskiskipa við gerð tillagna um leyfilegan heildarafla einstakra fisktegunda?