Ferill 170. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 170 . mál.


187. Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um afhendingu á niðurstöðum úr samræmdum prófum.

Frá Svanfríði Jónasdóttur.



    Hver er tilgangur þess að heimila að öðrum en skólayfirvöldum, nemendum og forráðamönnum þeirra verði afhentar niðurstöður úr samræmdum prófum í grunnskóla, en í vetur hafa þegar verið haldin samræmd próf í íslensku og stærðfræði í 4. og 7. bekk?
    Gerir ráðherra ráð fyrir að foreldrum verði gert kleift að flytja börn sín milli skóla ef niðurstaðan verður sú að skólar verða dæmdir góðir eða slæmir eftir samanburð á niðurstöðum úr samræmdum prófum?