Ferill 179. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 179 . mál.


200. Fyrirspurn



til samgönguráðherra um reglur fyrir flugfarþega um notkun tækja sem senda frá sér rafsegulbylgjur.

Frá Hjörleifi Guttormssyni.



    Hvert er mat íslenskra flugmálayfirvalda á því hvort hætta geti skapast í flugi vegna notkunar á tækjum sem senda frá sér rafsegulbylgjur?
    Hafa stjórnvöld eða íslensk flugfélög, sem reka farþegaflug, sett reglur um notkun slíkra tækja?
    Eru dæmi þess að slík tæki hafi valdið truflun eða hættuástandi í farþegaflugi á vegum íslenskra flugfélaga? Sé svo óskast þau tilgreind.
    Er talin þörf á að flugfélög komi sér til öryggis upp skynjurum sem greini slíkar rafsegulbylgjur meðan á flugi stendur?