Ferill 156. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 156 . mál.


220. Svar



landbúnaðarráðherra við fyrirspurn Svanfríðar Jónasdóttur um beingreiðslur til bænda.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hversu margir bændur (lögbýli) fengu beingreiðslur á síðasta verðlagsári:
    undir 50 þús. kr. á mánuði,
    50–100 þús. kr. á mánuði,
    100–150 þús. kr. á mánuði,
    150–200 þús. kr. á mánuði,
    yfir 200 þús. kr. á mánuði?


    Eftirfarandi upplýsingar eru fengnar úr skrám sem Framleiðsluráð landbúnaðarins færir um beingreiðslur til framleiðenda mjólkur og kindakjöts á verðlagsárinu 1995–96.
    1.106 lögbýli og 1.175 bændur (handhafar).
    816 lögbýli og 926 bændur (handhafar).
    488 lögbýli og 554 bændur (handhafar).
    360 lögbýli og 418 bændur (handhafar).
    476 lögbýli og 563 bændur (handhafar).
    Tekið skal fram að fleiri handhafar eru að greiðslum en nemur fjölda lögbýla sökum fleirbýlis og þess að fleiri en einn aðili standa að rekstrinum. Í nokkrum tilvikum þar sem er félagsbúskapur er samt skráður einn handhafi þó svo að fleiri fjölskyldur hafi framfæri sitt af rekstrinum.

















Prentað upp.