Ferill 205. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 205 . mál.


244. Fyrirspurn



til viðskiptaráðherra um fasteignir í eigu banka og sparisjóða.

Frá Guðmundi Hallvarðssyni.



    Hve margar fasteignir eru í eigu banka og sparisjóða sem yfirteknar hafa verið til að tryggja fullnustukröfur og hvert er verðmæti þeirra? Óskað er sundurliðunar á fjölda fasteigna eftir iðnaðar-, verslunar-, skrifstofu- og íbúðarhúsnæði, svo og húsnæði tengdu landbúnaði og sjávarútvegi.


Skriflegt svar óskast.