Ferill 212. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 212 . mál.


259. Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um rannsóknir á náttúrufræðikennslu í grunnskólum.

Frá Svanfríði Jónasdóttur.



    Hvernig brást menntamálaráðuneytið við niðurstöðum ítarlegra rannsókna Allyson Macdonald á kennslu í náttúrufræði (raungreinum) í grunnskólum sem kynntar voru árið 1993 þar sem m.a. kom fram að kennsla í eðlis- og efnafræði hefði farið minnkandi, mikið af námsefni væri orðið úrelt og að almennt ríkti áhugaleysi um grundvallarþekkingu í náttúrufræði og tækni hér á landi?