Ferill 220. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 220 . mál.


285. Fyrirspurn



til umhverfisráðherra um losun gróðurhúsalofttegunda.

Frá Hjörleifi Guttormssyni.



    Hver var losun gróðurhúsalofttegunda hérlendis árið 1990 og hvað er áætlað að hún verði mikil árið 2000, að teknu tilliti til stækkunar álbræðslu Ísals?
    Hvaða mótvægisaðgerðir eru þegar ákveðnar og fjárhagslega tryggðar til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda hérlendis til ársins 2000, sbr. 1. lið, hver er áætlaður kostnaður við þær og hverju eiga þær að skila í minna heildarmagni gróðurhúsalofttegunda?
    Hvaða mótvægisaðgerðir eru fyrirhugaðar fram til ársins 2000 til viðbótar því sem fram kemur í 2. lið, hvað er talið að þær kosti og hverju eiga þær að skila í minna heildarmagni?
    Hversu mikil losun gróðurhúsalofttegunda má ætla að verði frá orkufrekum iðnaði sem stjórnvöld eða aðrir vinna að og áforma að geti hafist hérlendis í náinni framtíð eða innan tíu ára:
         
    
    álbræðslu á Grundartanga með allt að 180 þús. tonna ársframleiðslu,
         
    
    stækkun járnblendiverksmiðju á Grundartanga um allt að 50 þús. tonna ársframleiðslu,
         
    
    álbræðslu á Keilisnesi með allt að 300 þús. tonna ársframleiðslu,
         
    
    magnesíumverksmiðju á Reykjanesi,
         
    
    öðrum orkufrekum iðnaði sem unnið er að á vegum MIL eða annarra?
    Hver gæti orðið heildarlosun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi, að úthafsveiðum meðtöldum, að teknu tilliti til framangreindra áforma samkvæmt 4. lið?
    Hvernig samrýmast þessi áform:
         
    
    framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar vegna rammasamnings um loftlagsbreytingar,
         
    
    þjóðréttarlegum skuldbindingum af Íslands hálfu,
         
    
    þeim stefnumiðum sem nú er rætt um á alþjóðavettvangi til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda?


Skriflegt svar óskast.






Prentað upp.