Ferill 221. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 221 . mál.


286. Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um framhaldsnám fatlaðra.

Frá Ástu B. Þorsteinsdóttur.



    Hversu margir nemendur luku grunnskólaprófi vorið 1996?
    Hversu margir nemendur hófu nám í framhaldsskólum landsins haustið 1996?
    Hvert er meðaltal kennslustunda á viku tvö fyrstu ár framhaldsskólanáms?
    Hversu margir nemendur, sem eru fatlaðir samkvæmt skilgreiningu laga um málefni fatlaðra, luku grunnskólanámi vorið 1996?
    Hversu margir nemendur, sem eru fatlaðir samkvæmt skilgreiningu laga um málefni fatlaðra, hófu nám á framhaldsskólastigi haustið 1996?
    Hvert er meðaltal kennslustunda sem fatlaðir nemendur fá á viku í framhaldsskólum?
    Hversu margir nemendur, sem eru fatlaðir og luku grunnskólanámi 1996, eru í námi í fullorðinsfræðslu? Hvert er meðaltal kennslustunda sem þeir nemendur fá á viku?
    Verða settar á stofn starfsnámsbrautir fyrir fatlaða nemendur við Borgarholtsskóla í Reykjavík eins og lofað var og þá hvenær? Hvert verður skipulag og lengd þess náms?






















Prentað upp.