Ferill 222. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 222 . mál.


287. Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um samning um frjálst námsval milli Norðurlanda.

Frá Sigríði Jóhannesdóttur.



    Eru Íslendingar aðilar að samningi um frjálst námsval milli Norðurlanda sem undirritaður var af menntamálaráðherrum Norðurlanda síðasta haust? Ef svo er, er þegar byrjað að vinna eftir honum?
    Hversu háa upphæð á ríkið að borga á ári með hverjum námsmanni?
    Er fjöldi námsmanna ótiltekinn eða takmarkaður? Ef hann er takmarkaður, hafa verið gerðar einhverjar áætlanir um hverjir skuli eiga rétt á slíkri skólavist?





























Prentað upp.