Ferill 196. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 196 . mál.


420. Svar



landbúnaðarráðherra við fyrirspurn Kristins H. Gunnarssonar um beingreiðslur til bænda, sundurliðað eftir kjördæmum.

    Hve margir bændur í hverju kjördæmi og samtals fengu beingreiðslur á síðasta verðlagsári, hve há var fjárhæðin í hverju kjördæmi og samtals? Hvernig skiptast beingreiðslurnar milli sauðfjárbænda og mjólkurframleiðenda í hverju kjördæmi og samtals?
    Fjöldi bænda sem fengu beingreiðslur á verðlagsárinu 1995/96 eftir kjördæmum og samtals var eftirfarandi:

Kjördæmi

Fjöldi lögbýla

Fjöldi handhafa




Reykjanes     
50
54
Vesturland     
528
594
Vestfirðir     
280
302
Norðurland vestra     
572
661
Norðurland eystra     
596
641
Austfirðir     
399
437
Suðurland     
821
947
Landið allt     
3.246
3.636

    Fjárhæðir sem greiddar voru í hverju kjördæmi skiptust á þann hátt sem hér greinir eftir búgreinum í þúsundum króna og samtals. Í öðrum dálki eru taldar greiðslur til sauðfjárræktar, í þriðja dálki til mjólkurframleiðslu og í fjórða dálki eru taldar greiðslur samtals.

Kjördæmi

Kindakjöt

Mjólk

Alls



Reykjanes     
10.644
35.315 45.959
Vesturland     
232.459
349.296 581.755
Vestfirðir     
166.645
73.286 239.931
Norðurland vestra     
284.719
369.002 653.721
Norðurland eystra     
243.003
651.131 894.134
Austfirðir     
240.733
143.074 383.807
Suðurland     
274.722
905.690 1.180.412
Allt landið     
1.452.925
2.526.794 3.979.719








Prentað upp.
    Hve margir bændur, sundurliðað eftir kjördæmum, fengu beingreiðslur á síðasta verðlagsári:
         
    
    undir 50 þús. kr. á mánuði,
         
    
    50–100 þús. kr. á mánuði,
         
    
    100–150 þús. kr. á mánuði,
         
    
    150–200 þús. kr. á mánuði,
         
    
    yfir 200 þús. kr. á mánuði?
        Hver er samtala beingreiðslunnar í hverjum tekjuflokki?




Reykjanes

Vesturland

Vestfirðir

Norðurland vestra

    

Fjöldi

Fjöldi

Fjöldi

Fjöldi

Fjöldi

Fjöldi

Fjöldi

Fjöldi


lögbýla

handhafa

lögbýla

handhafa

lögbýla

handhafa

lögbýla

handhafa




a.     
30
31 185 192 104 109 190 205
b.     
2
21 46 169 114 123 172 198
c.     
6
8 85 100 38 44 76 91
d.     
4
5 63 73 16 17 57 72
e.     
8
8 49 60 8 9 77 95
Samtals
50
54 528 594 280 302 572 661


Norðurland eystra

Austfirðir

Suðurland


Fjöldi

Fjöldi

Fjöldi

Fjöldi

Fjöldi

Fjöldi


lögbýla

handhafa

lögbýla

handhafa

lögbýla

handhafa





a.     
192
200 129 134 276 304
b.     
107
113 153 173 122 148
c.     
92
98 72 80 120 134
d.     
69
76 22 25 128 149
e.     
136
154 23 25 175 212
Samtals
596
641 399 437 821 947

    Skipting á samtölu beingreiðslna eftir tekjuflokkum miðað við greiðslu til lögbýlis (í þús. kr.):
    <50
298.444

    50–100
720.781

    100–150
718.704

    150–200
747.791

    >200
1.493.999

     Samtals
3.979.719


    Í úrvinnslunni eru beingreiðslurnar flokkaðar niður á lögbýli sem er skilgreint hugtak í 1. gr. ábúðarlaga, nr. 64/1976, enda er stofn þeirra, greiðslumarkið, bundið við lögbýli. Innan lögbýlis geta verið einn eða fleiri beingreiðsluhafar sem uppfylla það skilyrði skattyfirvalda fyrir sjálfstæðum rekstri að hafa virðisaukaskattsnúmer. Að baki hverju virðisaukaskattsnúmeri eru oftast tveir einstaklingar, sjaldnar einn eða fleiri en tveir. Í úrvinnslunni er valinn sá kostur að raða lögbýlum í fjárhæðarflokka og geta síðan um fjölda beingreiðsluhafa sem skipt hafa með sér greiðslunum innan hvers flokks.