Ferill 220. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 220 . mál.


513. Svar

umhverfisráðherra við fyrirspurn Hjörleifs Guttormssonar um losun gróðurhúsalofttegunda.

    Hver var losun gróðurhúsalofttegunda hérlendis árið 1990 og hvað er áætlað að hún verði mikil árið 2000, að teknu tilliti til stækkunar álbræðslu Ísals?
    Útstreymi gróðurhúsalofttegunda árin 1990 og 1995 og áætlað útstreymi árið 2000 er sem hér segir:

1990

1995

2000


Útstreymi gróðurhúsalofttegunda í ígildi koltvíoxíðs

þús. tonn

þús. tonn

þús. tonn



Koltvíoxíð (CO 2
)     
2.147
2.282 2.457
Metan (CH 4
)     
254
233 233
Tvíköfnunarefnisoxíð (N 2
O)     
148
143 152
Vetnisflúorkolefni (HFC)     
28 107
Flúorkolefni (CF 4 og C 2 F 6
)     
311
58 88
Sexflúorbrennisteinn (SF 6 )     
Samtals     
2.860
2.744 3.036


1990

1995

2000


Útstreymi gróðurhúsalofttegunda

þús. tonn

þús. tonn

þús. tonn



Koltvíoxíð (CO 2
)     
2.147
2.282 2.457
Metan (CH 4
)      23
,1 21 ,2
21 ,2
Tvíköfnunarefnisoxíð (N 2
O)      0
,55 0 ,53
0 ,56
Vetnisflúorkolefni (HFC-134a)     
0 ,0031 0 ,0120
Vetnisflúorkolefni (HFC-125)     
0 ,0039 0 ,0147
Vetnisflúorkolefni (HFC-152a)     
0 ,0009 0 ,0032
Vetnisflúorkolefni (HFC-143a)     
0 ,0026 0 ,0100
Flúorkolefni (CF 4 og C 2 F 6
)      0
,04 0 ,008
0 ,013
Sexflúorbrennisteinn (SF 6
)     

Nituroxíð (NOx)      20
,6 22 ,8
23 ,3
Rokgjörn lífræn efni (NMVOC)      6
,0 6 ,3
6 ,1
Kolmónoxíð (CO)      25
,9 23 ,3
19 ,3


    Hvaða mótvægisaðgerðir eru þegar ákveðnar og fjárhagslega tryggðar til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda hérlendis til ársins 2000, sbr. 1. lið, hver er áætlaður kostnaður við þær og hverju eiga þær að skila í minna heildarmagni gróðurhúsalofttegunda?
    Ríkisstjórnin samþykkti á haustmánuðum 1995 framkvæmdaáætlun vegna rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. Með henni var ætlunin að sporna við auknu útstreymi gróðurhúsalofttegunda þannig að það yrði ekki meira árið 2000 en það var árið 1990. Í áætluninni er einkum lögð áhersla á fjórar leiðir, hvetjandi aðgerðir, fræðslu, hagstjórnaraðgerðir og þvingunaraðgerðir. Annars vegar er um að ræða almennar og hagrænar aðgerðir og hins vegar sértækar sem eiga við einstakar atvinnugreinar eða þjónustusvið samfélagsins.
    Almennar aðgerðir felast einkum í fræðslu og er fyrirhugað að efla hana enn frekar á næstu missirum og auka þekkingu almennings á gróðurhúsaáhrifum. Þá er fyrirhugað að endurskoða skattlagningu eldsneytis og leggja sérstakan CO 2 -skatt á þá notkun jarðefnaeldsneytis sem ekki tengist starfsemi í alþjóðlegri samkeppni, svo og gjaldtöku af bifreiðum til að auka hlutfall sparneytinna bifreiða. Stefnt er að því að vörugjöld á mengunarlausa bíla, s.s. rafbíla, verði felld niður. Loks má nefna að umhverfisráðherra mun innan skamms setja reglugerð um ákveðin efni sem valda gróðurhúsaáhrifum og er henni ætlað að takmarka frekari notkun flúorkolefna, vetnisflúorkolefna og sexflúorbrennisteins.
    Sértækar aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda snúa að fiskveiðum, samgöngum, iðnaði og sorphirðu- og úrgangsmálum.
    Sjávarútvegsráðherra skipaði sl. haust starfshóp sem vinnur nú að áætlun um hvernig draga megi úr útstreymi gróðurhúsalofttegunda frá fiskiskipaflotanum. Enn fremur hefur ríkisstjórnin falið sjávarútvegsráðuneytinu að beita sér fyrir aðgerðum sem stuðla að orkusparnaði hjá fiskiskipaflotanum og kanna möguleika á að skip geti í öllum höfnum fengið rafmagn úr landi á samkeppnisfæru verði við rafmagn frá ljósavélum.
    Þá hefur ríkisstjórnin falið samgönguráðuneytinu að vinna heildstætt skipulag samgangna með tilliti til umhverfis- og orkumála, koma á samstarfi við sveitarfélög um efldar almenningssamgöngur og bætta aðstöðu fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Þá er enn fremur fyrirhugað að draga úr notkun leysiefna við vegagerð. Einnig er stefnt að því að settar verði reglur sem skylda seljendur nýrra bifreiða til að veita væntanlegum kaupendum með samræmdum hætti upplýsingar um eldsneytisnotkun bifreiðanna.
    Á sviði iðnaðar er unnið að eldsneytis- og orkusparnaði og aukinni notkun jarðvarma og raforku úr vatnsafli í stað jarðefnaeldsneytis, m.a. með rafvæðingu katla, t.d. í fiskimjölsverksmiðjum.
    Í sorphirðumálum hafa orðið verulegar umbætur á liðnum missirum í samræmi við framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar. Förgun úrgangs hefur minnkað mjög með aukinni endurnýtingu og jarðgerð. Þá hefur stórlega dregið úr opinni brennslu úrgangs og er stefnt að því að hætta henni alveg. Loks má geta þess að nokkru fyrir áramót var byrjað að brenna metangas á urðunarstað Sorpu bs. í Álfsnesi. Verið er að kanna leiðir til nýtingar þess.
    Kostnaður við aðrar aðgerðir hefur ekki verið reiknaður út enda oft illmögulegt eða ógerlegt. Samkvæmt framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar verður leitast við að halda í lágmarki kostnaði þjóðfélagsins við að ná settu markmiði.
    Í framkvæmdaáætluninni er gert ráð fyrir að aðgerðir í samgöngumálum dragi úr árlegu útstreymi koltvíoxíðs um 15 þús. tonn, breytingar á eldsneytisverði leiði til 35 þús. tonna minnkunar, aðgerðir í iðnaði til 50 þús. tonna minnkunar og að loks náist 10 þús. tonna minnkun hjá fiskiskipum. Útstreymi metans frá urðunarstöðum mun að öllum líkindum dragast nokkuð saman til aldamóta en útstreymi tvíköfnunarefnisoxíðs lítið breytast.

    Hvaða mótvægisaðgerðir eru fyrirhugaðar fram til ársins 2000 til viðbótar því sem fram kemur í 2. lið, hvað er talið að þær kosti og hverju eiga þær að skila í minna heildarmagni?
    Í lok síðasta árs samþykkti ríkisstjórnin að veita til aldamóta 450 millj. kr. í viðbótarframlag til landgræðslu- og skógræktarverkefna. Er þetta gert til að fylgja eftir því ákvæði framkvæmdaáætlunarinnar að árið 2000 verði binding koltvíoxíðs í gróðri 100.000 tonnum meiri en hún var árið 1990. Munu 260 millj. kr. fara til landgræðslu og 190 millj. kr. til átaks í skógrækt. Gerð hafa verið drög að landgræðsluáætlun með nýrri forgangsröðun verkefna, byggð á nýjum upplýsingum um jarðvegsrof og gróðureyðingu. Landbúnaðarráðherra mun innan skamms leggja fyrir Alþingi frumvarp til laga um Suðurlandsskóga. Í frumvarpinu er m.a. gert ráð fyrir að hafin verði ræktun nytjaskóga á Suðurlandi. Enn fremur verður lögð aukin áhersla á nytjaskógrækt á bújörðum og skjólbeltarækt og á starf einstaklinga og félagasamtaka í landgræðslu og skógrækt.

    Hversu mikil losun gróðurhúsalofttegunda má ætla að verði frá orkufrekum iðnaði sem stjórnvöld eða aðrir vinna að og áforma að geti hafist hérlendis í náinni framtíð eða innan tíu ára:
         
    
    álbræðslu á Grundartanga með allt að 180 þús. tonna ársframleiðslu,
         
    
    stækkun járnblendiverksmiðju á Grundartanga um allt að 50 þús. tonna ársframleiðslu,
         
    
    álbræðslu á Keilisnesi með allt að 300 þús. tonna ársframleiðslu,
         
    
    magnesíumverksmiðju á Reykjanesi,
         
    
    öðrum orkufrekum iðnaði sem unnið er að á vegum MIL eða annarra?

    Á meðfylgjandi töflu má sjá hversu mikil losun kann að verða frá hugsanlegum orkufrekum iðnaði, sem tilgreindur er í fyrirspurninni, en rétt er að taka fram að ekki liggja fyrir ákvarðanir um frekari stóriðju en stækkun álversins í Straumsvík. Sótt hefur verið um starfsleyfi fyrir álbræðslu á Grundartanga en það hefur ekki verið gefið út. Ráðuneytinu er ekki kunnugt um aðrar hugmyndir um stjóriðju hér á landi, hvorki á vegum MIL né annarra.

    

Samtals


    

Árs-

CO 2

FC

SF 6

þús. tonn


    Orkufrekur iðnaður

framleiðsla

þús. tonn

tonn

tonn

CO 2 -ígildi



a.     Álver á Grundartanga     
180.000
270 15 373      1
b.     Stækkun ÍJ á Grundartanga     
50.000
167 167
c.     Álver á Keilisnesi     
300.000
449 25 622      1
d.     Magnesíumverksmiðja á Reykjanesi     
50.000
369 91 2.544      2
     Samtals     
1.255 40 91 3.706

1 Flúorkolefni CF 4 hefur ígildisstuðulinn 6300 (CO 2 -ígildi) og C 2F 6 12500 (CO 2 -ígildi).
2 Sexflúorbrennisteinn hefur ígildisstuðulinn 23900 (CO 2 -ígildi).


    Hver gæti orðið heildarlosun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi, að úthafsveiðum meðtöldum, að teknu tilliti til framangreindra áforma samkvæmt 4. lið?
    Sé miðað við áætlaða losun árið 2000 fyrir útstreymi vegna annarrar starfsemi og að hugsanleg aukin stóriðja samkvæmt 4. lið kæmi þar til viðbótar má áætla að heildarlosun gróðurhúsalofttegunda í byrjun næstu aldar yrði eins og sjá má á meðfylgjandi töflu. Rétt er þó að ítreka að ekki liggja fyrir aðrar ákvarðanir um nýjar framkvæmdir en stækkun álversins í Straumsvík. Ekki er búist við að fiskiskipaflotinn auki losunina umtalsvert meira en gert er ráð fyrir í spá fyrir árið 2000. Þó gæti orðið mikil aukning á áætlaðri losun vetnisflúorkolefna (HFC) skipti frysti- og kæliskip út kælimiðlum sínum fyrir HFC-efni.

Útstreymi gróðurhúsalofttegunda í ígildi koltvíoxíðs með aukningu í orkufrekum iðnaði

þús. tonn



Koltvíoxíð (CO 2
)     
3.712

Metan (CH 4
)     
233

Tvíköfnunarefnisoxíð (N 2
O)     
152

Vetnisflúorkolefni (HFC)     
107

Flúorkolefni (CF 4 og C 2 F 6
)     
364

Sexflúorbrennisteinn (SF 6
)     
2.175

Samtals     
6.743



Útstreymi gróðurhúsalofttegunda

þús. tonn



Koltvíoxíð (CO 2
)     
3.711

Metan (CH 4
)     
21
,2
Tvíköfnunarefnisoxíð (N 2
O)     
0
,56
Vetnisflúorkolefni (HFC-134a)     
0
,0120
Vetnisflúorkolefni (HFC-125)     
0
,0147
Vetnisflúorkolefni (HFC-152a)     
0
,0032
Vetnisflúorkolefni (HFC-143a)     
0
,0100
Flúorkolefni (CF 4 og C 2 F 6
)     
0
,053
Sexflúorbrennisteinn (SF 6
)     
91

Nituroxíð (NOx)     
23
,3
Rokgjörn lífræn efni (NMVOC)     
6
,1
Kolmónoxíð (CO)     
19
,3


    Hvernig samrýmast þessi áform:
         
    
    framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar vegna rammasamnings um loftlagsbreytingar,
         
    
    þjóðréttarlegum skuldbindingum af Íslands hálfu,
         
    
    þeim stefnumiðum sem nú er rætt um á alþjóðavettvangi til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda?

    Í 4. gr. rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar er fjallað um þær skuldbindingar sem íslensk stjórnvöld tóku á sig þegar samningurinn var staðfestur. Í grein 4.1 er fjallað um almennar skuldbindingar og í grein 4.2 er fjallað um skuldbindingar sem sérstaklega eiga við vestræn iðnríki, hin svokölluðu Annex I ríki, en Ísland er að sjálfsögðu í þeim hópi. Grein 4.2 (b) fjallar sérstaklega um útstreymi gróðurhúsalofttegunda en þar segir: „Til þess að stuðla að framförum í þessu skyni skal hver aðili senda, innan sex mánaða frá gildistöku samningsins gagnvart honum og reglulega eftir það og í samræmi við 12. gr., nákvæmar upplýsingar um stefnumið hans og aðgerðir sem getið er um í staflið (a) hér að framan sem og um áætlað útstreymi gróðurhúsalofttegunda af manna völdum, sem ekki er undir eftirliti Montreal-bókunarinnar, eftir uppsprettum og fjarlægingu þeirra eftir viðtökum, á því tímabili sem getið er um í staflið (a), í þeim tilgangi að hverfa aftur, hver fyrir sig eða sameiginlega, að því útstreymismagni sem var 1990 á koltvísýringi og öðrum gróðurhúsalofttegundum af manna völdum, sem ekki eru undir eftirliti Montreal-bókunarinnar. Þessar upplýsingar mun þing aðila skoða á fyrsta fundi sínum og reglulega eftir það, í samræmi við 7. gr.“
    Túlkun íslenskra stjórnvalda á þessari grein var kynnt í greinargerð með tillögu til þingsályktunar um fullgildingu rammasamningsins sem lögð var fyrir Alþingi á 116. löggjafarþingi 1992–93. Þar segir m.a.: „Þess ber þó að geta að ofangreint markmið, sem vísað er til í samningnum, felur ekki í sér lagalega skuldbindingu.“ Þessi túlkun íslenskra stjórnvalda er í samræmi við túlkun flestra annarra Annex I ríkja á þessum ákvæðum samningsins og hefur skrifstofa samningsins ekki gert athugasemdir við hana, en nýlokið er úttekt á framkvæmdaáætlun íslenskra stjórnvalda vegna samningsins á vegum skrifstofunnar. Þannig hafa íslensk stjórnvöld litið svo á að rammasamningurinn sé fyrst og fremst sameiginleg skuldbinding allra Annex I ríkjanna um að heildarlosun gróðurhúsalofttegunda verði ekki meiri árið 2000 en hún var frá þessum ríkjum sameiginlega árið 1990 og að ríkin beri sameiginlega ábyrgð á að þessu marki verði náð. Við nánari útfærslu aðgerða að þessu marki, sem samið yrði um sérstaklega milli ríkjanna, þyrfti að taka tillit til sérstakra aðstæðna einstakra ríkja, sbr. grein 4.2 (a) í samningnum.
    Í samræmi við ákvæði fyrrnefndrar 4. gr. samþykkti ríkisstjórnin framkvæmdaáætlun um aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi, eins og áður hefur komið fram. Í áætluninni segir m.a. að skuldbindingar um takmörkun útstreymis gróðurhúsalofttegunda eigi ekki að koma í veg fyrir að reist verði ný stóriðjufyrirtæki í landinu, sem nýta sér hreinar orkulindir landsins, jafnvel þó að það kunni í einhverjum tilvikum að auka losun gróðurhúsalofttegunda.
    Á fyrsta þingi aðildarríkja samningsins árið 1995 var samþykkt að hefja samningaviðræður til að styrkja ákvæði samningsins. Í samþykkt ríkisstjórnarinnar um þátttöku í samningaviðræðunum segir m.a. að vinna skuli að því „að nýjar skuldbindingar takmarki ekki möguleika aðildarríkjanna til að auka nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa vegna iðnaðarframleiðslu jafnvel þó framleiðsluferlin ykju losun gróðurhúsalofttegunda staðbundið, enda komi hún í stað framleiðslu sem hefði í för með sér meiri losun í alþjóðlegu samhengi. Á sama hátt verði það metið jákvætt ef ríki stuðlar að útflutningi á orku sem framleidd er með hreinum og endurnýjanlegum orkugjöfum.“
    Samingaviðræðurnar eru nú komnar á nokkurn rekspöl og er ætlunin að ljúka þeim á þingi aðildarríkjanna sem haldið verður í Kyoto í Japan í desember nk. Verulegur hljómgrunnur virðist vera fyrir því að ganga þannig frá málum að losunarmörkin verði lagalega bindandi. Enn eru skiptar skoðanir um hver losunarmörkin skuli vera og við hvaða tímasetningar eigi að miða. Ýmislegt bendir þó til þess að árið 2010 gæti orðið viðmiðunarár fyrir fyrsta áfanga af mörgum þar sem einstök ríki eða fleiri í sameiningu skuldbinda sig til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Ekki er enn ljóst við hvaða grunn verður miðað, en flest bendir til þess að erfitt verði að ná samkomulagi um annað ár en 1990.
    Ekki er ljóst hvort og þá hvaða áhrif þær aðgerðir sem verið er að útfæra í samningaviðræðunum kunna að hafa á framtíðarstefnu íslenskra stjórnvalda varðandi losun gróðurhúsalofttegunda og aðgerðir til að binda kolefni úr andrúmslofti. Þó er rétt að hafa í huga að talið er að draga þurfi úr losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum um 50% frá því sem nú er til að hægt verði að ná markmiðum samningsins. Það er því ljóst að allar framkvæmdir sem leiða til aukinnar losunar gróðurhúsalofttegunda kunna að torvelda að slíku marki verði náð og hugsanlega leiða til þess að draga þurfi úr annarri starfsemi. Þetta á ekki einungis við um Ísland heldur öll önnur ríki því að hér er verið að leita lausna á hnattrænu vandamáli sem því aðeins er hægt að leysa að um það náist mjög víðtæk samstaða. Því er hugsanlegt að þau sjónarmið sem íslensk stjórnvöld hafa haldið fram á grundvelli gildandi samnings verði ekki samþykkt í nýjum eða breyttum samningi þar sem líklega verða settar lagalega bindandi skuldbindingar fyrir einstök samningsríki.