Ferill 175. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 175 . mál.


594. Frumvarp til laga



um breytingu á lögum nr. 42/1983, um Landsvirkjun, með síðari breytingum.

(Eftir 2. umr., 11. febr.)



    Samhljóða þskj. 194 með þessari breytingu:

    1. gr. hljóðar svo:
    Við 2. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
    Landsvirkjun er heimilt að hagnýta þá þekkingu og búnað sem fyrirtækið ræður yfir á sviði orkumála til verkefna erlendis með því að taka að sér verkefni fyrir fyrirtæki eða stofna og eiga hlut í erlendum fyrirtækjum sem annast rannsóknir, ráðgjöf eða aðra þjónustu á sviði orkumála eða aðra starfsemi tengda orkumálum.