Ferill 239. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 239 . mál.


597. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. um lax- og silungsveiði, nr. 76 25. júní 1970, með síðari breytingum.

Frá landbúnaðarnefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Jón Erling Jónasson, aðstoðarmann landbúnaðarráðherra, Ingimar Jóhannesson, deildarstjóra í landbúnaðarráðuneyti, Árna Ísaksson veiðimálastjóra og Vífil Oddsson, stjórnarformann Veiðimálastofnunar. Þá var skriflegt erindi frá veiðimálastjóra rætt.
    Frumvarpið er lagt fram þar sem nauðsynlegt er talið að skilja stjórnsýslu samkvæmt lax- og silungsveiðilögum frá framkvæmdar- og rannsóknarverkefnum sem Veiðimálastofnun hefur á hendi. Í seinni tíð hafa komið upp atvik þar sem bornar hafa verið brigður á hæfi veiðimálastjóra til meðferðar máls vegna afskipta hans sem stjórnvalds á fyrri stigum þess.
    Nefndin mælir með að frumvarpið verði samþykkt með svofelldri

BREYTINGU:



    2. gr. orðist svo:
    Lög þessi öðlast þegar gildi.

    Egill Jónsson og Hjálmar Jónsson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Alþingi, 11. febr. 1997.



Guðni Ágústsson,

Magnús Stefánsson.

Ágúst Einarsson,


form., frsm.

með fyrirvara.



Sigríður Jóhannesdóttir.

Lúðvík Bergvinsson,

Árni M. Mathiesen.


með fyrirvara.



Guðjón Guðmundsson.










Prentað upp.