Ferill 340. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.


1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 340 . mál.


612. Skýrsla



dómsmálaráðherra um orsakir, umfang og afleiðingar heimilisofbeldis og annars ofbeldis gegn konum og börnum.

(Lögð fyrir Alþingi á 121. löggjafarþingi 1996–97.)



FORMÁLI


    Á síðustu árum hefur umræða um heimilis- og fjölskylduofbeldi farið vaxandi á alþjóðavettvangi. Jafnframt hefur verið lögð áhersla á að meta umfang þess og eðli. Þörfin á úrbótum hefur verið viðurkennd og tillögur verið samþykktar sem eiga að stuðla að afnámi ofbeldis.
    Fram til þessa hefur ekki verið framkvæmd heildstæð rannsókn á umfangi og orsökum heimilisofbeldis hér á landi. Á 117. löggjafarþingi Íslendinga var lögð fram þingsályktunartillaga um rannsókn á ástæðum og afleiðingum ofbeldis gegn konum á Íslandi. Flutningsmenn tillögunnar voru Svavar Gestsson og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Með samþykkt tillögunnar var dómsmálaráðherra falið að skipa nefnd er hefði það hlutverk að undirbúa og hafa umsjón með rannsóknum á ástæðum, afleiðingum og umfangi heimilisofbeldis, svo og annars ofbeldis gagnvart konum og börnum. Með bréfi dagsettu 13. febrúar 1995, skipaði dómsmálaráðherra nefnd í samræmi við ályktun Alþingis. Í nefndina voru skipuð Símon Sigvaldason, lögfræðingur í dómsmálaráðuneytinu, sem jafnframt var skipaður formaður nefndarinnar, Áshildur Bragadóttir stjórnmálafræðingur, starfskona Stígamóta, Guðrún Ágústsdóttir, upplýsinga- og fræðslufulltrúi Kvennaathvarfsins, Helgi Gunnlaugsson, lektor í félagsfræði við Félagsvísindadeild Háskóla Íslands, Hildigunnur Ólafsdóttir, yfirfélagsfræðingur á Geðdeild Landsspítala Íslands, Ingólfur V. Gíslason, félagsfræðingur, Skrifstofu jafnréttismála, Karl Steinar Valsson, afbrotafræðingur við embætti lögreglustjórans í Reykjavík og Pálína Ásgeirsdóttir, hjúkrunardeildarstjóri á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Ritari nefndarinnar var skipuð Þórdís Sigurðardóttir félagsfræðingur, deildarstjóri á Rannsóknastofnun uppeldis- og menntamála. Þá var nefndinni til aðstoðar Marta Hreiðarsdóttir, félagsfræðingur.
    Nefnd dómsmálaráðherra kom saman til síns fyrsta fundar 23. febrúar 1995, og hélt eftir það samtals 34 nefndarfundi, auk þess sem nefndarmenn sátu fjölmarga vinnufundi við gerð skýrslunnar. Nefndin safnaði upplýsingum um heimilisofbeldi frá ýmsum aðilum og á grundvelli þessara gagna ákvað nefndin fyrirkomulag rannsóknarinnar. Auk þess skrifuðu einstakir nefndarmenn sérhæfðar greinargerðir um tiltekna þætti verkefnisins. Á grundvelli framangreindra upplýsinga og fyrri rannsókna á þessu sviði sömdu nefndarmenn spurningalista er lagður var fyrir 3000 manna úrtak landsmanna. Sú rannsóknarskýrsla er nú liggur fyrir á umfangi, afleiðingum og ástæðum ofbeldis er byggð á símakönnun er fram fór á vormánuðum 1996. Þórdís Sigurðardóttir annaðist alla tölfræðilega úrvinnslu gagnanna eins og þau komu frá Hagvangi. Nefndarmenn komu með tillögur um úrvinnslu og ábendingar um túlkun á öllum stigum í vinnslu skýrslunnar. Þegar kom að lokastigi verksins fól nefndin Þórdísi Sigurðardóttur og Hildigunni Ólafsdóttur að skrifa um rannsóknina og niðurstöður hennar og eru þær því aðalhöfundar þess hluta skýrslunnar. Annað efni hennar hafa nefndarmenn skrifað í sameiningu.
1. INNGANGUR
1.1. Alþjóðlegt samstarf.
    Kvennahreyfingar nútímans eiga ríkan þátt í því að umræða um ofbeldi gegn konum hefur aukist á alþjóðavettvangi og innan þjóðríkja. Fjórar alþjóðlegar ráðstefnur um málefni kvenna hafa verið haldnar á vegum Sameinuðu þjóðanna. Sú fyrsta var haldin í Mexíkóborg árið 1975 og markaði hún upphaf kvennaáratugar Sameinuðu þjóðanna. Önnur árið 1980 í Kaupmannahöfn og sú þriðja í Nairobi árið 1985, en þar voru ríki m.a. hvött til að auka vernd kvenna sem verða fyrir ofbeldi og til að grípa til aðgerða til að auka meðvitund almennings um að ofbeldi gegn konum sé alvarlegt samfélagslegt vandamál. Loks ber að nefna ráðstefnuna í Beijing haustið 1995 en í lokayfirlýsingu þeirrar ráðstefnu var fjallað um ofbeldi gegn konum í 38 af 362 greinum.
    Á níunda áratugnum skilgreindu alþjóðasamtök fyrst ofbeldi gegn konum sem mannréttindamál. Ísland er aðili að alþjóðasamningum og yfirlýsingum um mannréttindamál en með þeim hafa stjórnvöld skuldbundið sig til að vinna að verndun og styrkingu mannréttinda. Þar að auki er Ísland aðili að samningum og yfirlýsingum sem sérstaklega varða ofbeldi gegn konum. Grundvöllur starfs Sameinuðu þjóðanna á þessu sviði er fólginn í mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna frá 1948 og tveimur alþjóðasamningum frá 1966, annars vegar um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi og hins vegar um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi. Báðir hafa þessir samningar verið fullgiltir á Íslandi. Í þessum samningum koma fram skilgreiningar á mannréttindum.
    Í alþjóðasamstarfi ber að geta samningsins um afnám allrar mismununar gagnvart konum, CEDAW, sem samþykktur var á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í desember 1979 en hann öðlaðist gildi hér á landi 18. júlí 1985 (United Nations). Samningurinn fjallar ekki berum orðum um ofbeldi gegn konum en litið hefur verið svo á að nokkur ákvæði hans taki til ofbeldis gegn konum. Ber þar sérstaklega að nefna 2., 5., 6., 11., 12. og 16. gr. Í 5. gr. segir: „Aðildarríkin skulu gera allar viðeigandi ráðstafanir: a) til að breyta félagslegum og menningarlegum hegðunarvenjum karla og kvenna með það fyrir augum að takast megi að uppræta fordóma og venjur sem byggjast á hugmyndinni um vanmátt eða ofurmátt annars hvors kynsins eða á viðteknum hlutverkum karla og kvenna“. Einnig er rétt að geta þess hér að í 16. gr. samningsins er lögð á það áhersla, að aðildarríki samningsins geri viðhlítandi ráðstafanir til að afnema mismunun gagnvart konum innan fjölskyldunnar.
    Sérstök nefnd, CEDAW-nefndin, hefur verið sett á stofn til að fylgist með því að samningnum sé framfylgt. Hún hefur sent frá sér nokkur tilmæli (recommendations) til aðildarríkja þar sem nánar er fjallað um ofbeldi gegn konum. Þar ber sérstaklega að nefna tilmæli nr. 19 frá árinu 1992. Þar er því slegið föstu að kynbundið ofbeldi falli undir ákvæði samningsins en það er þar skilgreint sem ofbeldi sem konur verða fyrir vegna kynferðis eða sem konur verða fyrir í mun ríkari mæli en karlar. Einnig hefur nefndin sett fram tillögur um aðgerðir sem aðildarríki geti beitt til að sporna við ofbeldi gegn konum. Þessi afstaða nefndarinnar var ítrekuð á árinu 1994 í almennum tilmælum þar sem aðildarríkin voru meðal annars hvött til að fylgja þeim tilmælum, er gefin voru út árið 1992. Jafnframt var til þess mælst að hvort heldur í einkalífi eða opinberlega séu konur lausar við kynbundið ofbeldi sem hafi verulega hindrað þær í að njóta einstaklingsbundinna réttinda sinna og frelsis.
    Á alþjóðavettvangi hefur komið til tals að gera samning sem stefnt væri gegn ofbeldi gegn konum. Af því hefur þó ekki orðið og hefur meðal annars verið bent á í því sambandi að mörg þeirra ríkja sem hafi staðfest CEDAW-samninginn myndu tæplega staðfesta slíkan samning. Því sé heppilegra að styðjast áfram við CEDAW-samninginn í baráttu við ofbeldi gegn konum.
    Í desember 1993 samþykkti allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna sérstaka yfirlýsingu um afnám ofbeldis gegn konum. Þar er það ítrekað sem áður hafði komið fram, að ofbeldi gegn konum sé brot á mannréttindum þeirra. Yfirlýsingin leggur þær skyldur á stjórnvöld ríkja að grípa til aðgerða gegn þessu ofbeldi. Meðal annars er hvatt til þess að ríki íhugi þann möguleika að setja fram áætlanir um aðgerðir til að stuðla að frelsi kvenna undan hvers kyns ofbeldi.
     Það hefur verið talið til marks um mikilvægi málsins að mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna hefur skipað sérfræðing á þessu sviði (rapporteur) til þriggja ára sem ætlað er að safna gögnum um ofbeldi gegn konum og leggja fram tillögur til úrbóta í þeim efnum.
    Að því er varðar Evrópuráðið er starf um afnám ofbeldis gegn konum byggt á mannréttindasamningnum frá 1950. Þar að auki samþykkti þriðji evrópski ráðherrafundurinn um jafnrétti karla og kvenna, sem haldinn var í Róm dagana 21.–22. október 1993, yfirlýsingu um leiðir til að berjast gegn ofbeldi gegn konum í Evrópu og einnig ályktun um nauðgun og kynferðislega misnotkun kvenna. Í fyrra skjalinu kemur fram að barátta gegn kynbundnu ofbeldi verði að vera stór þáttur í jafnréttisstefnu og fræðslu um mannréttindi.
    Samkvæmt því er hér hefur komið fram hefur Ísland með undirritun alþjóðasamninga og yfirlýsinga skuldbundið sig til að vinna markvisst gegn ofbeldi gagnvart konum. Til að uppfylla þær skuldbindingar er Ísland hefur tekist á hendur er þörf á að semja sérstaka áætlun um hvernig unnið verði að afnámi ofbeldis gegn konum. Nauðsynlegt er að til grundvallar slíkri áætlun liggi íslenskar rannsóknir. Sú rannsókn sem hér fer á eftir gæti verið liður í slíkri vinnu.

1.2. Hugtök og skilgreiningar.
    Ýmis atriði ber að hafa í huga þegar reynt er að meta umfang þess ofbeldis sem á sér stað á heimilum. Eitt af þeim atriðum er skilgreining á því hvað sé heimilisofbeldi. Ýmislegt bendir til að oft sé litið öðrum augum á ofbeldi sem á sér stað utan veggja heimilis en ofbeldi innan heimilis (Helgi Gunnlaugsson, 1994). Rannsóknir hafa þó sýnt að ofbeldi innan fjölskyldna er margfalt algengara en ofbeldi gegn ókunnugum og hafa tveir kunnir fræðimenn haldið því fram að í flestum samfélögum sé fjölskyldan „ofbeldisfyllsta stofnun samfélagsins fyrir utan lögregluna og herinn“ (Gelles og Straus, 1988). Ofbeldi á opinberum stað er fremur skilgreint sem líkamsárás eða líkamsmeiðing en sama athæfi innan veggja heimilisins, það sé þá fremur talið einkamál eða heimiliserjur (Goode, 1994). Eins hefur sýnt sig að ofbeldi er því fremur umborið sem tengsl gerenda og þolenda eru nánari (Rossi og fl., 1974). Einnig hefur verið bent á að ofbeldi á opinberum vettvangi hlýtur mun meiri umfjöllun í fjölmiðlum en ofbeldi á heimilum (Gelles og Straus, 1988). Fólk er líklegra til að skilgreina athæfi sem ofbeldi ef einstaklingarnir þekkjast ekki.
    Rannsóknir á ofbeldi meðal unglinga hafa sýnt hversu þröngt ofbeldi er skilgreint. Í rannsókn Þórólfs Þórlindssonar og Jóns Gunnars Bernburgs (1996) voru unglingar annars vegar spurðir um hvort þeir hefðu orðið fyrir líkamlegu ofbeldi og hins vegar spurðir hvort þeir hefðu verið kýldir, slegnir, skallaðir o.s.frv. Í ljós kom að niðurstöður voru mjög ólíkar eftir því hvorri spurningunni var svarað. Annars vegar sögðust 15% nemenda hafa verið beittir líkamlegu ofbeldi síðastliðna 12 mánuði, hins vegar sögðust um 50% nemenda hafa verið kýldir, slegnir, skallaðir o.s.frv. Þessar niðurstöður gefa til kynna að unglingar skilgreini líkamlegt ofbeldi mun þrengra en ákveðnir atburðir gefa til kynna. Þetta rennir stoðum undir að einstaklingar skilgreina ekki alla ofbeldisverknaði sem ofbeldi. Tengsl fólks ráða miklu um hvaða augum fólk lítur athæfið.
    Í þessari skýrslu er hugtakið heimilisofbeldi (domestic violence) notað til að lýsa því ofbeldi sem konur og karlar verða fyrir af hálfu núverandi eða fyrrverandi maka. Skilgreiningin takmarkast ekki við hjón og nær jafnframt til fólks í sambúð. Hins vegar tekur skilgreiningin ekki til annarra tegunda ofbeldis, svo sem ofbeldis gegn börnum, kynferðislegrar misnotkunar á börnum eða annars konar ofbeldis sem getur átt sér stað inni á heimilum eða milli fjölskyldumeðlima. Ekki eru allir á eitt sáttir um þau hugtök sem notuð hafa verið til að lýsa ofbeldi sem konur og karlar eru beitt inni á heimilum. Sumir eru t.d. andvígir því að kalla slíkt ofbeldi heimilisofbeldi þar sem það þurfi ekki endilega að eiga sér stað innan veggja heimilisins og vegna þess að það gefi ekki í skyn hverjir beiti ofbeldinu og hverjir séu þolendurnir. Í rannsókn sem gerð var hjá Lögreglunni í Reykjavík og tók til áranna 1992 og 1993 var ofbeldisverk flokkað sem heimilisofbeldi ef brotavettvangur var heimili brotaþola. Í þeirri rannsókn var litið til beggja kynja sem hugsanlega brotaþola (Guðmundur Guðjónsson og Karl Steinar Valsson, 1993). Sömu vandamál eru tengd hugtaki eins og ofbeldi í fjölskyldum. Þar er aðaláherslan lögð á tengsl aðila en hins vegar geta fjölskyldutengsl verið margvísleg og hugtakið því mjög víðfeðmt.
    Þeir sem vilja leggja áherslu á hversu kynbundið ofbeldi maka er og að karlar eru miklu oftar gerendur og konur þolendur nota hugtök eins og ill meðferð á maka (spouse abuse). Aðrir eru hins vegar andvígir slíkri hugtakanotkun því hún beinir athyglinni frá ofbeldinu og ofbeldismanninum og að þolandanum. Þá er stutt í að þolandanum sé kennt um ofbeldið og þær lausnir sem reynt er að finna á ástandinu beinist frekar að því en árásarmanninum. Ekki verður tekin afstaða til þessa ágreinings að sinni en eins og áður sagði verður við svo búið notað hugtakið heimilisofbeldi.

1.3. Eldri íslenskar rannsóknir.
    Fyrsta rannsóknin sem gerð var hér á landi á heimilisofbeldi var rannsókn þeirra Hildigunnar Ólafsdóttur, Sigrúnar Júlíusdóttur og Þorgerðar Benediktsdóttur, Ofbeldi í íslenskum fjölskyldum (1982). Niðurstöður þeirrar rannsóknar sýndu, svo að ekki varð um villst, að konur væru beittar ofbeldi á heimilum sínum. Niðurstöður voru fyrst kynntar á stofnfundi Samtaka um kvennaathvarf og er óhætt að fullyrða að rannsóknin átti stóran þátt í því að ekki var unnt að draga í efa að ofbeldi á heimilum væri til í íslensku samfélagi.
    Rannsóknin, sem gerð var á sjúkraskrám á Slysavarðstofu Borgarspítalans, leiddi í ljós að árið 1979 hafði 101 einstaklingur komið á slysavarðstofuna með áverka sem einhver fjölskyldumeðlimur hafði valdið. Þetta voru tæp 9% af öllum ofbeldisáverkum sem skráðir voru á slysavarðstofunni það árið. Konur voru 79 þolendanna og höfðu 62 þeirra orðið fyrir ofbeldi af hendi maka, þar af 52 á eigin heimili. Algengustu áverkar þeirra voru mar, sár og beinbrot. Í 22 tilvikum var aðalsjúkdómsgreining kvennanna mar, í 15 tilvikum var greiningin sár og beinbrot í 15 tilvikum. Flestar konurnar áttu það sameiginlegt að áverkarnir voru fyrst og fremst á andliti og höfði og helmingur þeirra hafði hlotið mikil líkamleg meiðsl. Þegar þessar tölur eru skoðaðar ber að hafa það í huga, að hér er um að ræða frásögn kvennanna af því hvernig áverkinn kom til og hver veitti hann. Algengt er að konur sem leita sér læknishjálpar vegna heimilisofbeldis greini ekki rétt frá því hvernig þær hlutu áverkann (Hildigunnur Ólafsdóttir, Sigrún Júlíusdóttir og Þorgerður Benediktsdóttir, 1982).
    Í faraldursfræðilegri athugun á ofbeldisáverkum á Slysavarðstofu Borgarspítalans fyrir árin 1974–1991 kom í ljós að tíðni ofbeldisáverka á konum reyndist vera á bilinu 6–9 á hverjar 1000 konur á ári. Á árinu 1991 urðu 41% kvennanna fyrir ofbeldisáverkunum heima hjá sér. Hins vegar kom ekki fram í athuguninni hver væri valdur að ofbeldinu. Um helmingi fleiri karlar en konur komu vegna ofbeldisáverka en þeir höfðu í um 60% tilvika fengið áverkana úti eða á skemmtistað (Björn Zoëga, Helgi Sigvaldason og Brynjólfur Mogensen, 1994).
    Upplýsingar um heimilisofbeldi má einnig fá með því að skoða tölur um fjölda kvenna sem leita aðstoðar kvennaathvarfs. Frá stofnun Kvennaathvarfsins í Reykjavík í árslok 1982 og fram til ársloka 1993 höfðu 2174 konur leitað þangað eftir aðstoð, 1410 konur höfðu dvalið þar um lengri eða skemmri tíma og með þeim höfðu verið 1334 börn. Á hverju ári er u.þ.b. helmingur þeirra kvenna er þangað leita að koma í fyrsta skipti (Samtök um Kvennathvarf, 1995).
    Samkvæmt gögnum lögreglunnar í Reykjavík var fjöldi útkalla vegna tilvika sem lögregla skilgreinir sem heimilisofbeldi 189 árið 1992. Í 87% tilvika voru þolendur konur og í 88% tilvika voru gerendur karlar. Í 119 tilvikum voru málsaðilar hjón og sambýlisfólk eða höfðu verið það. Árið 1993 voru útköll aðeins færri eða 181, þar af voru í 113 tilvikum aðilar skráðir í hjúskap eða sambúð. Það ár voru 83% þolenda konur en 85% gerenda karlar. Óhætt er að fullyrða að fæst ofbeldismála í heimahúsum koma til kasta lögreglu. Þannig sýnir skýrsla Kvennaathvarfsins árin 1992 og 1993 að einungis um 12% kvenna sem þangað leituðu höfðu kært heimilisofbeldi til lögreglu (Samtök um Kvennaathvarf, 1995).
    Þær heimildir er gerð hefur verið grein fyrir hér að framan sýna að heimilisofbeldi er til hér á landi. Þær rannsóknir sem gerðar hafa verið sýna þó aðeins þann hluta tilvika, þar sem kemur til kasta lögreglu, heilbrigðisstétta eða Kvennaathvarfsins. Þessar heimildir gefa ekki raunsanna mynd af tíðni og útbreiðslu ofbeldisins í þjóðfélaginu almennt því hvergi er getið þeirra tilvika þar sem ekki er leitað til aðila utan heimilisins.

1.4. Aðdragandi rannsóknarinnar.
    Fram til þessa hefur lítið verið vitað um útbreiðslu heimilisofbeldis hér á landi eða einkenni þess og ekki verið framkvæmd heildstæð rannsókn á umfangi og orsökum heimilisofbeldis. Brýn þörf hefur því verið á því að framkvæma slíka rannsókn hér á landi. Þrátt fyrir að fyrir liggi fjöldi kannana erlendis um þetta efni er ekki unnt að yfirfæra þær niðurstöður yfir á íslenskt þjóðfélag þar sem aðstæður hér á landi eru að ýmsu leyti frábrugðnar því sem gerist í öðrum löndum.
    Í rannsóknum á heimilisofbeldi er einkum leitast við að svara þremur meginspurningum. Hvert er umfang ofbeldisins, hverjar eru orsakirnar og hverjar afleiðingarnar? Talið hefur verið, að viðtalsrannóknir séu best fallnar til rannsóknar á orsökum og afleiðingum heimilisofbeldis sakir þess um hve viðkvæmt mál er verið að fjalla, um leið og erfitt er að fá raunsanna mynd af þessari tegund ofbeldis. Miðað við þær aðstæður er nefndinni var ætlað að starfa við var ákveðið að gera símakönnun þar sem hringt yrði í tiltekið úrtak landsmanna og spurt spurninga er ætlað væri að varpa ljósi á umfang, orsakir og afleiðingar heimilisofbeldis. Var ekki hvað síst horft til þess að símakannanir hafa verið gerðar erlendis á sama viðfangsefni.
    Út frá rannsóknum þar sem notast hefur verið við símakannanir hefur verið ályktað, að auðveldara sé að segja til um umfang ofbeldisins heldur en orsakir þess og afleiðingar. Ástæða þess er einkum sú að heimilisofbeldi á sér enga eina skýringu og afleiðingarnar geta verið mismunandi. Þannig hafa þær fjölmörgu rannsóknir sem gerðar hafa verið í Bandaríkjunum síðustu 20 ár sýnt að heimilisofbeldi er flókið viðfangsefni. Það á sér engar einfaldar skýringar heldur verður það einungis skýrt út frá samspili mismunandi áhrifaþátta (Smearman, í prentun).
    Á árinu 1991 var gerð rannsókn í Danmörku á umfangi heimilisofbeldis (Christensen og Koch-Nielsen, 1992). Til að gefa rannsókn þeirri er framkvæmd var hér á landi aukið gildi ákvað nefndin að taka mið af þeim spurningum er lagðar voru fyrir í dönsku rannsókninni en þessi tilhögun gerði kleift að bera umfang ofbeldisins hér á landi saman við umfang ofbeldisins í Danmörku. Rétt er þó að benda á að varhugavert getur verið að bera þessar tvær rannsóknir að öllu leyti saman. Ástæða þess er einkum sú að danska rannsóknin var framkvæmd fyrir um fimm árum og lýsir því stöðu mála þar í landi á þeim tíma en eins og gefur að skilja getur ýmislegt í fari dönsku þjóðarinnar hafa tekið breytingum á þessum tíma. Annað sem gerir samanburð erfiðan er að hér á landi hefur á undanförnum árum átt sér stað aukin umræða um ofbeldi á heimilum. Verður því að telja líklegra að þeir sem spurðir eru viðurkenni að hafa orðið fyrir ofbeldi. Umræða í litlu samfélagi sem því íslenska er einnig líkleg til þess að ná til allra hópa samfélagsins. Þótt danskt þjóðfélag sé ekki stórt á heimsvísu er það samt til muna stærra og margbreytilegra en hið íslenska og því óvíst að almenn umræða um afmörkuð efni nái til allra.
    Þá má benda á að íslenska þjóðin er töluvert yngri en sú danska sem getur leitt til þess að munur á tíðni heimilisofbeldis milli þessara tveggja landa virðist meiri en ella þar sem yngra fólk er líklegra til að viðurkenna að það hafi orðið fyrir ofbeldi og hefur það jafnframt síður gleymt slíkri reynslu. Í úrvinnslu þeirra gagna er hér fara á eftir verða niðurstöður rannsóknanna bornar saman þar sem því verður við komið.
    Til að fá heildstæðari mynd af heimilisofbeldi hér á landi en fékkst í Danmörku áleit
nefndin að bæta þyrfti við tilteknum spurningum, einkum um hvort viðkomandi hefði sjálfur beitt ofbeldi og þá gegn hverjum og um hugsanlegar orsakir og afleiðingar ofbeldisins.
    Þar sem um er að ræða frumrannsókn á heimilisofbeldi hér á landi var ákveðið að hafa einnig karlmenn með í úrtakinu til að gefa rannsókninni víðari skírskotun. Gerði það samanburð á ofbeldishegðun karla og kvenna mögulegan.
    Þeirri rannsókn er hér fer á eftir var ætlað að svara eftirfarandi spurningum:
1)     Hvert er umfang ofbeldis gegn konum og körlum í samfélaginu?
2)     Hver eru tengsl aðila sem beita ofbeldinu og þeirra sem verða fyrir því?
3)     Hvert er umfang heimilisofbeldis á Íslandi?
4)     Verða konur í meira mæli fyrir ofbeldi af völdum núverandi eða fyrrverandi maka?
5)     Hverjar eru helstu orsakir ofbeldisins?
6)     Hverjar eru afleiðingarnar?
    Þrátt fyrir að fyrst og fremst hafi verið leitast við að kanna ofbeldi af völdum núverandi eða fyrrverandi maka eða sambýlisaðila, var jafnframt spurt um ofbeldi af völdum annarra. Rannsókninni var einnig ætlað að varpa ljósi almennt á útbreiðslu ofbeldis í samfélaginu. Ekki er ólíklegt að tengsl séu á milli umfangs ofbeldis í þjóðfélaginu og heimilisofbeldis. Þeir einstaklingar sem svöruðu að núverandi eða fyrrverandi makar hefðu beitt þá ofbeldi voru jafnframt spurðir um hugsanlegar orsakir þess og hvernig þeir hefðu tekið á því. Voru þeir jafnframt spurðir hvort þeir hefðu leitað sér aðstoðar og hversu ánægðir þeir hefðu verið með þá aðstoð sem þeir fengu. Ef viðkomandi hafði ekki leitað aðstoðar var sá hinn sami spurður um ástæður þess.

1.5. Framkvæmd og heimtur.
    Rannsóknin var gerð í aprílmánuði 1996 og annaðist Hagvangur hf framkvæmd hennar. Valið var 3000 manna lagskipt tilviljunarúrtak úr þjóðskrá og hringt til þeirra sem voru í úrtakinu. Ráðlegt er talið að hafa úrtök í rannsóknum sem þessari ekki minni en 1000 manns þegar athuga á hina ýmsu bakgrunnsþætti þeirra sem taka þátt í könnuninni, vegna þess að samanburðarhópar smækka þegar úrtaki er skipt eftir bakgrunnsbreytum (Þorlákur Karlsson og Þórólfur Þórlindsson, 1989). Ákveðið var að greina ofbeldið eftir kyni, aldri, búsetu og fleiri bakgrunnsþáttum og að allar breytur yrðu skoðaðar eftir kyni. Þetta var gert til að vikmörk yrðu ekki of mikil og hægt væri að alhæfa með ákveðinni vissu um þýðið. 8 manns í úrtakinu voru látnir eða fluttir til útlanda þannig að í lokaúrtakinu urðu 2992 einstaklingar. Alls voru í úrtakinu 1497 karlar á aldrinum 18 til 65 ára og 1495 konur á sama aldri. Rannsókninni svöruðu 2225 manns og var svarhlutfallið því um 74%, 1064 karlar (47,8%) og 1161 kona (52,2%). Í könnunum er miðað við að sé svarhlutfall yfir 70% sé hægt að alhæfa um þýðið (Þorlákur Karlsson og Þórólfur Þórlindsson, 1991). Styrkir það gildi rannsóknarinnar að svarhlutfall var yfir 70% og verður það að teljast mjög gott, sérstaklega í ljósi þess að spurt var um svo viðkæmt málefni.

Tafla 1.

Mannfjöldi og svarendur eftir kjördæmum, aldri og kyni.



Karlar

Karlar

Konur

Konur

Allir


sem

sem


svöruðu

svöruðu


Kjördæmi
Reykjavík          
38,6
39,3 40,3 37,3 39,5
Reykjanes          
26,6
27,4 26,5 26,2 26,4
Vesturland          
5,2
5,5 5,0 5,8 5,1
Vestfirðir          
3,5
4,0 3,1 2,8 3,3
Norðurland vestra     
3,8
4,4 3,5 4,0 3,6
Norðurland eystra     
9,8
8,4 9,7 9,9 9,7
Austurland          
4,9
3,3 4,5 5,4 4,7
Suðurland          
7,8
7,7 7,4 8,6 7,8
                             
Aldur
18–24 ára          
18,0
16,8 17,9 15,8 18,0
25–34 ára          
25,3
24,4 25,6 24,6 25,4
35–44 ára          
24,7
23,0 24,4 27,2 24,3
45–54 ára          
18,5
21,2 17,9 17,9 18,2
55 ára og eldri     
13,5
14,6 14,2 14,5 13,8

    Tafla 1 sýnir að skipting þeirra sem svöruðu eftir kjördæmum og aldri var eins og meðal þjóðarinnar og á það jafnt við um karla og konur. Það gefur rannsókninni meira vægi að hlutfall þeirra sem ekki svöruðu könnunni er jafnt milli landsvæða og aldurshópa. Meta má áhrif brottfalls á niðurstöður með því að bera dreifingu tiltekinna breytna svarenda saman við dreifingu sömu breytna í þýði þar sem því verður við komið (Þorlákur Karlsson og Þórólfur Þórlindsson, 1991). Þetta er hægt að gera með því að bera saman svarendur og mannfjölda eftir kjördæmum, aldri og kyni. Ef litið er á töflu 1 má sjá að dreifing svarenda víkur ekki í neinum meginatriðum frá dreifingu mannfjöldans eftir kyni, aldri og búsetu. Þetta gefur til kynna að brottfall rannsóknarinnar sé eðlilegt sem hefur í för með sér að betur er hægt að alhæfa um rannsóknarniðurstöðurnar. Fjöldi svarenda í Reykjavík og á Reykjanesi er hlutfallslega eins og þess fjölda sem býr á þessum stöðum (64,5%). Svarhlutfallið var lægst á Vestfjörðum en þar býr jafnframt minnstur hluti þjóðarinnar (3,5%). Aldursskipting svarenda var jafnframt í meginatriðum í samræmi við aldursskiptingu þjóðarinnar á aldursbilinu 18 til 65 ára.
    Þorlákur Karlsson og Þórólfur Þórlindsson (1991) hafa bent á að brottfall getur valdið umtalsverðari kerfisbundinni skekkju og leitt til villandi niðurstaðna. Tryggja beri því að heimtur í könnunum verði sem allra bestar. Í þessari rannsókn er svarhlutfallið eins og áður sagði vel yfir 70% og brottfallið dreifðist jafnt á milli hópa þar sem því verður við komið að bera saman svarendur og þýði.

2. TÍÐNI OG EÐLI OFBELDIS
    Í þessum kafla er umfjölluninni skipt í tvennt, annars vegar er fjallað um það ofbeldi sem konur og karlar á aldrinum 18 til 65 ára hafa verið beitt síðustu 12 mánuði áður en rannsóknin var gerð. Hins vegar verður gerð grein fyrir því ofbeldi sem konur og karlar á sama aldri hafa verið beitt eða hafa sjálf beitt aðra um ævina.
    Með líkamlegu ofbeldi er átt við fjórar tegundir af ofbeldi, allt frá „vægara” ofbeldi, þar sem spurt var hvort slegið hefði verið til viðkomandi, honum/henni hefði verið hrint, eða hann/hún hrist, yfir í „grófara“ ofbeldi. Þá var annars vegar spurt hvort viðkomandi hefði verið slegin/n með krepptum hnefa eða hlut eða hvort honum/henni hefði verið hrint á húsgögn, á veggi eða niður tröppur. Að lokum var spurt um hreinar árásir og hvort reynt hefði verið að kæfa eða kyrkja viðkomandi. Við úrvinnslu gagnanna verður fjallað um allt ofbeldi og einnig um gróft ofbeldi sérstaklega.
    Ástæða þessarar skiptingar er sú að ofbeldi sem flokkað er sem gróft ofbeldi getur leitt til alvarlegra líkamlegra meiðsla. Sjaldgæft er að það leiði til alvarlegara líkamlegra meiðsla ef slegið er til einhvers, honum/henni verið hrint, eða hann/hún hrist, það er ofbeldi en ekki gróft.

2.1. Ofbeldi sem svarendur hafa verið beittir á síðustu tólf mánuðum.
    Í töflu 1. má sjá hlutfall kvenna og karla sem hafa verið beitt líkamlegu ofbeldi síðastliðna 12 mánuði. Gerendur geta verið núverandi eða fyrrverandi maki, uppkomið barn, einhver annar innan fjölskyldunnar, ókunnugur eða annar aðili utan fjölskyldunnar.

Tafla 1.

Hlutfall kvenna og karla sem hafa verið beitt líkamlegu


ofbeldi síðastliðna 12 mánuði.



Ofbeldi

Þar af gróft ofbeldi


Konur

Karlar

Konur

Karlar


Einu sinni
1,8
2,7 0,9 2,4
Oftar
1,0
6,7 0,8 3,2
Samtals
2,8
9,4 1,7 5,6

    Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að karlar eru í meira mæli beittir ofbeldi en konur, um 9% karla voru beittir ofbeldi en um 3% kvenna. Það er athyglisvert að þeir karlar sem hafa verið beittir ofbeldi einu sinni hafa nánast í öllum tilvikum verið beittir grófu ofbeldi. Konurnar hafa í helmingi tilfella verið beittar grófu ofbeldi. Hins vegar snýst þetta við þegar skoðað er hlutfall þeirra sem verða oftar fyrir ofbeldi. Þá er það nánast alltaf gróft hjá konunum en aðeins hjá tæplega helmingi karla.
    Í töflu 2 má aftur á móti sjá hlutfall þeirra kvenna og karla sem orðið hafa fyrir ofbeldi af hendi núverandi eða fyrrverandi maka innan síðastliðinna 12 mánaða. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að 0,4% kvenna segjast hafa verið beittar ofbeldi einu sinni síðastliðna 12 mánuði. Þrjár af hverjum fjórum konum sem hafa verið beittar ofbeldi oftar en einu sinni hafa orðið fyrir grófu ofbeldi.

Tafla 2.

Hlutfall kvenna og karla sem orðið hafa fyrir líkamlegu ofbeldi af völdum


núverandi eða fyrrverandi maka síðastliðna 12 mánuði.



Ofbeldi

Þar af gróft ofbeldi


Konur

Karlar

Konur

Karlar


Einu sinni
0,4
0,1 0,3 0,0
Oftar
0,9
0,7 0,4 0,3
Samtals
1,3
0,8 0,7 0,3

    Enn fremur má benda á að ef konur hafi verið beittar ofbeldi er algengara að þær hafi verið beittar því oftar en einu sinni á síðustu 12 mánuðum. Þessar niðurstöður sýna að ofbeldi er sjaldan einstakur atburður. Hið sama á við um það ofbeldi sem karlar verða fyrir af völdum maka, það er þá yfirleitt oftar en einu sinni en er á hinn bóginn í tæpum helmingi tilfella gróft ofbeldi.
    Niðurstöður úr töflu 1 sýna að 1,3 % kvenna og 0,8% karla hafa orðið fyrir ofbeldi af völdum maka á síðastliðnum 12 mánuðum. Um 54% af þeim konum sem hafa verið beittar ofbeldi hafa verið beittar grófu ofbeldi en um 38% af körlunum. Konur eru bæði fremur beittar ofbeldi og einnig oftar grófu ofbeldi.
    Þegar þessar tölur eru umreiknaður og þeim beitt á fjölda kvenna og karla á aldrinum 18 til 65 ára sést hversu umfangsmikið vandamálið er. Niðurstöðuna er því hægt að setja fram þannig að tæplega 350 konur hafi á seinasta ári verið beittar ofbeldi einu sinni af núverandi eða fyrrverandi eiginmanni eða sambýlismanni. Enn stærri hópur kvenna, um 750 konur, hafa mátt þola ofbeldi af völdum eiginmanns síns oftar en einu sinni og bendir það til þess að þær búi við ofbeldi. Könnunin svarar því ekki hversu oft var um einstakan ofbeldisverknað að ræða eða hvort ofbeldið var upphafið að lengri ofbeldisferli. Samtals hafa því á bilinu 1000 til 1100 konur mátt þola ofbeldi af hendi núverandi eða fyrrverandi eiginmanns eða sambýlismanns á síðasta ári, en um 650 karlar hafa verið beittir ofbeldi af núverandi eða fyrrverandi maka.

2.2. Ofbeldi sem konur hafa verið beittar á ævinni.
    Í þessum kafla verður athugað hve stórt hlutfall kvenna og karla hefur verið beitt ofbeldi án tillits til tengsla við ofbeldismann. Skoðuð verður dreifing svarenda sem orðið hafa fyrir ofbeldi eftir aldri, búsetu, menntun, starfi, tekjum og hjúskaparstöðu. Hlutfall giftra kvenna og karla og fráskilinna sem orðið hafa fyrir ofbeldi verður athugað í ljósi þess hver ofbeldismaðurinn var. Á mynd má sjá hlutfall svarenda í könnuninni sem hafa verið beittir líkamlegu ofbeldi og hvers konar ofbeldi viðkomandi hefur verið beitt eða beittur. Niðurstöður dönsku og íslensku rannsóknanna eru bornar saman þegar við á.







(mynd ótölusett, bls. 13)















Hlutfall íslenskra og danskra kvenna og karla sem orðið hafa fyrir ofbeldi


einu sinni eða oftar.


    
    Niðurstöður rannsóknarinnar um útbreiðslu ofbeldis sýna að hærra hlutfall kvenna hefur orðið fyrir ofbeldi hér á landi en í Danmörku . Niðurstöður dönsku rannsóknarinnar sýndu að 16% kvenna hafði verið hrint, hrist eða slegið hafði verið til þeirra einu sinni eða oftar en hér á landi sögðust um 21% kvenna hafa orðið fyrir slíku ofbeldi.
    Fleiri íslenskar konur en danskar hafa verið slegnar með krepptum hnefa eða hlut en sá munur er ekki marktækur. Um 7% íslensku kvennanna höfðu orðið fyrir því einu sinni eða oftar að vera hrint á húsgögn, á veggi eða niður tröppur en 4% danskra kvenna og er um marktækan mun að ræða. Sama hlutfall danskra og íslenskra kvenna hafði verið veitt árás með hnífi og verið reynt að kæfa þær eða kyrkja, 3% danskra og íslenskra kvenna sögðu það hafa gerst einu sinni eða oftar.
    Niðurstöðurnar fyrir karla eru sambærilegar. Þannig er hærra hlutfall íslenskra karla en danskra sem segja að slegið hafi verið til þeirra, þeim hrint, eða þeir hristir. Hærra hlutfall danskra karla hefur aftur á móti verið veitt árás með hnífi eða verið reynt að kæfa þá eða kyrkja, um 6% íslenskra karla á móti 7% danskra karla. Sá munur er hins vegar ekki marktækur.
    Það er athyglisvert að þrátt fyrir að hlutfallslega fleiri íslenskar konur og karlar hafi verið beitt ofbeldi en danskir karlar og konur á það ekki við um grófasta ofbeldið. Má því leiða líkur að því að þrátt fyrir að ofbeldi virðist algengara hér á landi en í Danmörku sé það síður eins gróft.
    Athyglisvert er að athuga hve stórt hlutfall kvenna hafi verið beittar líkamlegu ofbeldi annaðhvort af núverandi eða fyrrverandi maka, uppkomnu barni, einhverjum öðrum innan fjölskyldunnar, ókunnugum eða öðrum utan fjöskyldunnar, eftir aldri, hjúskaparstöðu, menntun, tekjum, starfi og búsetu.

Tafla 3.

Hlutfall kvenna sem hafa orðið fyrir ofbeldi einu sinni eða oftar


flokkað eftir aldri, hjúskaparstöðu, menntun, starfi, tekjum og búsetu.



Fjöldi

Hlutfall


Ofbeldi

Gróft ofbeldi

Nauðgun


Aldur, ár
18–24
183
23,0 12,6 3,3
25–34
285
24,2 14,0 3,9
35–44
316
31,6 17,5 6,7
45–54
207
24,6 14,1 3,4
55–65
170
19,4 13,5 4,7

Hjúskaparstaða
Einhleyp
222
28,4 19,4 8,1
Gift/Í sambúð
846
22,7 11,9 2,7
Fráskilin
60
53,3 33,3 18,3
Ekkja
26
19,2 7,7 0,0

Menntun
Grunnskólapróf
646
23,5 14,6 4,0
Framhaldsskólapróf
345
28,7 14,2 5,2
Háskólapróf
127
28,7 12,6 4,7

Starf
Stjórnendur/embættism.
19
21,1 5,3 0,0
Sérfræðingar
110
30,0 17,3 5,5
Tæknar/sérmennt. starfsf.
67
32,8 17,9 10,4
Skrifstofufólk
133
22,6 9,8 0,8
Þjónustu-/afgrfólk
209
24,4 13,4 4,8
Bændur/sjómenn
34
26,5 8,8 2,9
Iðnaðarmenn
29
27,6 17,2 3,4
Ósérhæft starfsf.
160
19,4 13,8 3,8
Námsmenn
138
21,7 10,1 2,2
Húsmæður
194
25,3 16,0 4,6
    

Tekjur, kr.
0–49 þús.
403
23,6 13,6 3,7
50–99 þús.
418
23,0 13,4 5,0
100–149 þús.
174
31,6 16,7 5,7
150–199 þús.
47
27,7 12,8 4,3
200–299 þús.
23
43,5 13,0 4,3
300 þús. og meira
6
16,7 16,7 0,0

Búseta
Höfuðborgarsvæði
664
26,7 15,7 4,8
Þéttbýli
99
24,2 11,8 2,0
Dreifbýli
391
23,3 16,2 4,6
     Á töflu 3 má sjá að konur á aldrinum 35–44 ára eru líklegastar til að hafa orðið fyrir ofbeldi og á það líka við um gróft ofbeldi. Ekki er marktækur munur milli hinna aldurshópanna.
    Fráskildar konur hafa marktækt oftar verið beittar ofbeldi en aðrar konur. Af þeim konum sem eru fráskildar hafa 53% verið beittar ofbeldi og um 33% grófu ofbeldi. Af þeim konum sem eru giftar eða í sambúð hafa um 23% verið beittar ofbeldi og um 12% verið beittar grófu ofbeldi. Þannig eru yfir helmingslíkur á því að kona sem er fráskilin hafi verið beitt ofbeldi einhvern tíma á ævinni.
    Þegar litið er á menntun kvenna og hvort þær hafi verið beittar ofbeldi kemur í ljós að álíka hátt hlutfall kvenna sem eru með grunnskólapróf, framhaldsskólamenntun eða háskólapróf hafa verið beittar ofbeldi. Af þeim konum sem hafa framhaldsskólamenntun eða háskólapróf hafa um 29% verið beittar ofbeldi einu sinni eða oftar en um 24% af þeim konum sem hafa grunnskólapróf. Hlutfall grófs ofbeldis var svipað í öllum þremur hópunum.
    Ekki er mikill munur á því hvort konur í mismunandi störfum hafi verið beittar ofbeldi. Rétt er að benda á að starfsgreinaflokkunin í þessari rannsókn er ekki nákvæm en niðurstöður rannsóknarinnar sýna þó að konur eru beittar ofbeldi óháð hvaða starfsstétt þær tilheyra. Í töflu 3 má þó sjá að konur sem starfa sem sérfræðingar og sem sérmenntað starfsfólk eru líklegastar til að hafa verið beittar ofbeldi. Um 30% þeirra hafa verið beittar líkamlegu ofbeldi einu sinni eða oftar.
    Þegar litið er á tekjur kvenna og reynslu þeirra af ofbeldi má sjá að tekjur veita konum ekki vernd gegn ofbeldi frekar en starfsstétt. Um 44% kvenna með tiltölulega háar tekjur höfðu verið beittar ofbeldi. Tekjulægstu konurnar, þ.e. þær sem hafa undir 99.000 kr. í mánaðarlaun, og þær sem höfðu allra hæstu tekjurnar, 300.000 kr. eða hærra, höfðu sjaldnast verið beittar ofbeldi.
    Hlutfallslega höfðu flestar þeirra kvenna sem eru sérfræðingar og sérmenntaðar, iðnaðarmenn og húsmæður verið beittar grófu ofbeldi. Gróft ofbeldi var um 16–18% í þessum hópum.
    Ofbeldið er hlutfallslega algengara á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni. Af þeim konum sem búa á höfuðborgarsvæðinu hafa um 27% orðið fyrir ofbeldi en um 23–24% þeirra kvenna sem búa í öðru þéttbýli og/eða dreifbýli. Grófara ofbeldi er þó nánast jafn algengt í dreifbýli og á höfuðborgarsvæðinu en af þeim konum sem þar búa hafa um 16% orðið fyrir grófu ofbeldi, á hinn bóginn eru aðeins um 12% af þeim konum sem búa í öðru þéttbýli.
    Niðurstöðurnar fyrir aldur, menntun, búsetu og hjúskaparstöðu víkja ekki í meginatriðum frá niðurstöðum dönsku rannsóknarinnar.
    Alls sögðu 4,5% kvennanna (52 konur) að þeim hefði verið nauðgað. Hlutfallslega greina flestar konur á aldrinum 35 til 44 ára frá nauðgun. Athygli vekur hversu hátt hlutfall þeirra kvenna sem hefur verið nauðgað eru fráskildar, en um 18% fráskilinna kvenna sögðu að þeim hefði verið nauðgað. Skýringin á þessu gæti verið sú að fráskildar konur séu á einhvern hátt varnarlausari en aðrar konur. Í íslenskri rannsókn á skráðum nauðgunum kom fram að aðdragandi að nauðgunum hefst oft á skemmtistöðum (Hildigunnur Ólafsdóttir, 1989). Væntanlega telja fráskildar konur sig hafa frelsi til þess að stofna til kynna og eiga samskipti við karlmenn á eigin forsendum. Við slíkar aðstæður er hugsanlegt að karlar líti öðrum augum á samskipti kynjanna og rangtúlki hegðun kvenna. Þegar konan hefur annan skilning á því hversu náin kynnin eiga að vera getur verið að karlmaðurinn sætti sig ekki við afstöðu hennar og komi fram vilja sínum. Langlíklegasta skýringin á hárri tíðni nauðgana meðal fráskilinna kvenna er þó að það hafi verið fyrrverandi eiginmaður eða sambýlismaður sem nauðgaði konunnni. Niðurstöðurnar sýna að yfir 80% kvennanna þekktu þann sem nauðgaði þeim. Einungis 13,5% kvenna kærðu verknaðinn til lögreglu. Algengara var að nauðgunin væri kærð ef konan þekkti ekki þann sem nauðgaði henni. Í þeim tilfellum þar sem konan þekkti manninn voru um 9% mannanna kærðir, hins vegar voru um 30% af þeim mönnum sem konurnar þekktu ekki kærðir.
    Hlutfall kvenna sem skýrðu frá því að þeim hefði verið nauðgað breytist ekki verulega eftir menntun. Hlutfall þeirra kvenna sem hafði verið nauðgað var langhæst meðal tæknimenntaðs og sérmenntaðs starfsfólks. Lægst var hlutfallið meðal stjórnenda og skrifstofufólks. Þá var hlutfall þeirra kvenna sem hafði verið nauðgað svipað í öllum tekjuhópum. Búseta virðist hafa áhrif á líkur á að konum sé nauðgað. Hlutfall kvenna sem greindu frá nauðgun var meira en helmingi hærra meðal kvenna búsettra á höfuðborgarsvæði og í öðru þéttbýli en meðal kvenna í dreifbýli.
    Athygli vekur að hlutfall þeirra kvenna sem hefur verið nauðgað og hafa verið beittar ofbeldi er hæst í nær öllum sömu lýðfræðilegu hópunum. Það er hæst meðal kvenna á aldrinum 35–44 ára, fráskilinna, sérfræðinga og sérmenntaðra kvenna.
    Það er athyglisvert að konur á aldrinum 35 til 44 ára eru líklegastar til að segja að þær hafi verið beittar ofbeldi eða grófu ofbeldi og verið nauðgað. Það gæti bent til þess að konur á þessum aldri eigi auðveldara með að viðurkenna að þær hafi verið beittar ofbeldi og verið nauðgað en konur sem eru eldri. Ástæða er til að ætla að þarna sé um kynslóðabil að ræða á milli kvenna sem eru yngri en 44 ára og þeirra sem eru eldri. Benda má á þær konur sem eru elstar hafa lengri ævi að baki en hinar yngri og því ættu að vera meiri líkur til þess að þær sem hafi lent í þeim atvikum sem spurt er um þar sem spurt er um atvik á æviskeiðinu. Jafnframt má benda á að reynsla fólks af sama atburði og skilgreining á honum er mismunandi og á það sérstaklega við þegar bornir eru saman ólíkir aldurshópar. Viðhorfsbreyting í þjóðfélaginu mótar afstöðu manna og þeir sem eru yngri eru öllu jöfnu talin vera fljótari að tileinka sér ný viðhorf. Aukin umræða um ofbeldi í fjölskyldum og nauðganir í þjóðfélaginu hefur að einhverju leyti opnað augu almennings fyrir slíkum afbrotum. Umræðan hefur orðið opnari og yngra fólk telur hugsanlega ofbeldi á heimilum og nauðganir síður sem feimnismál.
    Rétt er að velta fyrir sér hvort svör kvenna sem starfa sem sérhæft starfsfólk séu á einhvern hátt frábrugðin svörum annarra kvenna, þ.e. hvort viðhorf þessara kvenna gagnvart ofbeldi séu önnur og þær eigi því auðveldara með að viðurkenna það. Hlutfallslega hafa flestar konur sem starfa sem sérmenntaðir starfsmenn verið beittar ofbeldi, líka grófu ofbeldi og verið nauðgað. Þær sem starfa sem sérfræðingar hafa einnig oftar orðið fyrir slíkri reynslu en konur í öðrum starfsstéttum. Þessir hópar þurfa aftur á móti ekki að vera í meiri hættu á að vera beittar ofbeldi eða nauðgað, líklegra er að svör þeirra mótist af nýjum viðhorfum og menntun þessa hóps og þær eigi auðveldara með að viðurkenna það.     
    Fráskildar konur verða oftar fyrir ofbeldi en aðrar. Þegar reynt er að finna skýringar á þessu er rétt að nefna nokkur atriði. Þær konur sem hafa verið beittar ofbeldi í hjónabandi og hafa slitið hjónabandinu vegna þess eru að sjálfsögðu fráskildar. Ofbeldi kann því að vera ástæða hjónaskilnaðar og sambúðarslita oftar en hefur verið talið, einnig má benda á að í rannsókn Christensen og Koch-Nielsen (1992) kemur fram að konur segjast einmitt oft hafa verið beittar ofbeldi þegar þær hafa farið fram á skilnað.
     Fram til þessa hafa rannsóknir bent til þess að fráskildum konum reiði betur af en fráskildum körlum eftir skilnað. Sigrún Júlíusdóttir (1995) kemst að þeirri niðurstöðu í rannsókn sinni að konur fóti sig betur eftir skilnað bæði í samfélaginu og fjölskyldunni. Karlar kvarta á hinn bóginn undan versnandi fjárhag, lakari heilsu, einmanaleik og höfnun í fjölskyldu og samfélagi. Tíðni geðsjúkdóma, þar með talið drykkjusýki, er hærri meðal fráskilinna karla en giftra (Lárus Helgason,1977). Í þessari rannsókn kemur fram að fráskildar konur hafa í meira mæli en aðrar konur verið beittar ofbeldi og verið nauðgað. Ein skýring kann að vera sú að konur sæki um skilnað við eiginmenn sína og slíti sambúð vegna ofbeldis.

2.3. Ofbeldi sem karlar hafa verið beittir á ævinni.
    Alls sögðu átta karlar að þeim hefði verið nauðgað. Þar sem fjöldi þeirra er ekki meiri verða engar ályktanir dregnar af því. Í töflu 4 má sjá hlutfall karla sem hafa verið beittir ofbeldi og grófu ofbeldi sérstaklega eftir aldri, hjúskaparstöðu, menntun, starfi, tekjum og búsetu.
    Algengast er að karlar á aldrinum 18 til 24 ára hafi verið beittir ofbeldi og fer hlutfall þeirra sem beittir hafa verið ofbeldi lækkandi með aldri. Hið sama á við um gróft ofbeldi. Í raun mætti búast við að eftir því sem karlar eltust væru meiri líkur til þess að þeir hefðu verið beittir ofbeldi. Svo er ekki í þessari rannsókn. Þessar niðurstöður gætu því bent til þess að ofbeldi fari vaxandi hér á landi. Á hinn bóginn gleyma menn ýmsu þegar þeir eldast og segja þess vegna ekki frá löngu liðnum atburðum. Þá er rétt að vekja athygli á því að hér kann að vera munur á milli kynslóða í þá átt að eldri karlmenn eigi erfiðara með að viðurkenna að þeir hafi verið beittir ofbeldi.
    Hjúskapur eða sambúð virðist minnka líkur á því að karlmenn séu beittir ofbeldi, líka grófu ofbeldi, en hjá konum eykur sambúð eða hjúskapur líkurnar á því að þær hafi verið beittar ofbeldi. Þetta skýrist af því að karlar eru oftar beittir ofbeldi af ókunnugum en konur af eiginmönnum eða mökum. Af þeim körlum sem voru í vígðri eða óvígðri sambúð höfðu um 42% verið beittir ofbeldi, 54% af þeim sem voru einhleypir og um 50% þeirra sem voru fráskildir.
    Af þeim körlum sem höfðu grunnskólapróf höfðu um 50% verið beittir ofbeldi og jafnhátt hlutfall þeirra höfðu verið beittir grófu ofbeldi. Heldur færri hafa verið beittir ofbeldi meðal þeirra sem hafa framhaldsskólapróf um 41%, og um 39% þeirra sem hafa háskólapróf.
    Ef litið er á hlutfall þeirra sem hafa verið beittir ofbeldi eftir starfi þá hafa hlutfallslega flestir í hópi véla- og vélgæslumanna og námsmanna verið beittir ofbeldi. Námsmenn tilheyra yngsta aldurshópnum í könnuninni en það var sá aldurshópur sem oftast hafði verið beittur ofbeldi. Jafnframt var hlutfallið hátt hjá tæknimenntuðum og sérmenntuðum starfsmönnum og hjá ósérhæfðu starfsfólki. Hlutfallið var lægra hjá þjónustu- og afgreiðslumönnum, bændum og sjómönnum, enn lægra hjá iðnaðarmönnum og sérfræðingum, síðan skrifstofumönnum en langlægst var hlutfallið hjá þeim sem starfa sem stjórnendur og embættismenn. Þessar niðurstöðu gefa ekki til kynna nein sérstök tengsl á milli starfsstéttar og þess að hafa verið beittur ofbeldi.
    Hlutfallslega langflesta þeirra sem hafa verið beittir ofbeldi er að finna meðal hinna allra tekjulægstu og tekjuhæstu. Hið sama á við um þá sem hafa verið beittir grófu ofbeldi. Tekjur manna virðast segja lítið til um líkurnar á því að verða fyrir ofbeldi.
    Það er athyglisvert að hlutfallslega fleiri sem búa á þéttbýli og dreifbýli hafa verið beittir ofbeldi en þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu. Það er einnig athyglisvert að munurinn er ekki eins augljós þegar kemur að grófu ofbeldi. Þetta bendir til þess að þegar ofbeldi sé beitt á höfuðborgarsvæðinu sé það oftar gróft en þegar það á sér stað út á landi, þar virðist vera meira um ryskingar en minna um gróft ofbeldi.

Tafla 4.

Hlutfall karla sem hafa orðið fyrir ofbeldi einu sinni eða oftar flokkað eftir aldri,

hjúskaparstöðu, menntun, starfi, tekjum og búsetu.



Fjöldi

Hlutfall


Ofbeldi

Gróft ofbeldi


Aldur, ár
18–24
179
59,2 41,3
25–34
262
50,8 38,9
35–44
245
42,4 27,8
45–54
225
39,6 28,6
55–65
153
30,7 21,5

Hjúskaparstaða
Einhleypur
254
54,2 38,2
Giftur/í sambúð
758
42,0 29,9
Fráskilinn
40
50,0 32,5
Ekkill
8
37,5 25,0

Menntun
Grunnskólapróf
400
51,3 50,0
Framhaldsskólapróf
493
41,4 32,1
Háskólapróf
150
39,3 29,3

Starf
Stjórnendur/embættism.
59
28,8 22,0
Sérfræðingar
111
36,0 28,8
Tæknar/sérmennt. starfsf.
68
50,0 36,8
Skrifstofufólk
37
32,4 21,6
Þjónustu-/afgreiðslufólk
137
48,2 32,8
Bændur/sjómenn
80
47,5 33,8
Iðnaðarmenn
209
38,3 25,4
Véla- og vélagæslumenn
60
58,3 45,0
Ósérhæft starfsfólk
114
50,0 32,5
Námsmenn
109
57,8 42,2

Tekjur, kr.
0–49 þús.
143
56,6 42,7
50–99 þús.
139
50,4 35,3
100–149 þús.
234
46,6 32,1
150–199 þús.
165
38,2 23,0
200–299 þús.
171
42,1 27,5
300 þús. og meira
84
51,2 42,9

Búseta
Höfuðborgarsvæði
637
41,8 29,5
Þéttbýli
70
51,4 36,3
Dreifbýli
350
50,0 32,9

2.4. Ofbeldi sem svarendur hafa verið beittir á æviskeiði og tengsl við geranda.
    Á myndinni má sjá hlutfall giftra og fráskilinna kvenna sem hafa verið beittar líkamlegu ofbeldi eftir því hver beitti því.
    Sjá má að algengast er að fyrrverandi maki hafi beitt konurnar ofbeldi. Af þeim konum sem hefur verið hrint, þær hristar eða slegið til þeirra er það í 37% tilvika fyrrverandi maki og í um 24% af tilvika núverandi maki sem var að verki. Eins er með grófara ofbeldi. Konur sem greina frá því að þær hafi verið beittar ofbeldi, hafa í um 70% tilvika þekkt ofbeldismanninn og algengast er að það hafi verið fyrrverandi maki.
    Sá hópur kvenna sem hafa verið beittar ofbeldi af hendi núverandi eða fyrrverandi maka hafði sjaldnast orðið fyrir því af völdum annarra. Þetta þýðir með öðrum orðum að það eru aðrar konur sem verða fyrir ofbeldi af hendi eiginmanna en sem verða fyrir því af völdum ókunnugra.




Súlurit





















Hlutfall giftra kvenna og fráskilinna sem hafa orðið fyrir ofbeldi,


skipt eftir tengslum

við þann sem beitti því og eftir því hvers eðlis ofbeldið var.













Súlurit












Hlutfall giftra karla og fráskilinna sem hafa orðið fyrir ofbeldi,

skipt eftir tengslum við þann sem beitti því og


eftir því hvers eðlis ofbeldið er.



    Hlutfall karla sem orðið hafa fyrir ofbeldi eins og því að slegið hafi verið til þeirra, þeim hrint eða þeir hristir af völdum ókunnugra er um 85%. Um 25% kvenna hafa orðið fyrir sambærilegu ofbeldi af völdum ókunnugra. Af þeim karlmönnum sem hafa orðið fyrir þess konar ofbeldi höfðu 4% orðið fyrir því af völdum núverandi eiginkonu og um 6% af völdum fyrrverandi eiginkonu eða sambýliskonu. Sama munstur kemur fram þegar litið er á grófara ofbeldi. Þessar niðurstöður styðja þær rannsóknir sem sýna að karlar eru frekar beittir ofbeldi af ókunnugum en konur verða hins vegar fyrir ofbeldi af völdum þeirra sem þær þekkja (Straus, Gelles og Steinmetz, 1980; Björn Zoëga, Helgi Sigvaldason og Brynjólfur Mogensen, 1994). Jafnframt verða fleiri karlar en konur fyrir ofbeldi af völdum fleiri en eins aðila. Þannig höfðu um 10% karla sem orðið fyrir ofbeldi af völdum fleiri en eins aðila.
    
Tafla 5.

Hlutfall kvenna og karla sem hafa verið beitt líkamlegu ofbeldi


af völdum núverandi eða fyrrverandi maka eða af


einhverjum öðrum einhvern tíma á ævinni.



Ofbeldi

Gróft ofbeldi


Konur

Karlar

Konur

Karlar


Núverandi eiginmaður/sambýlismaður
4,8
1,5 1,8 0,4
Fyrrverandi eiginmaður/sambýlismaður
9,0
2,4 5,3 0,8
Núv. eða fyrrv. eiginmaður/sambýlismaður
13,8
3,9 7,1 1,2
Aðrir
15,3
43,4 8,0 31,2

    Í töflu 5 má sjá að tæp 5% kvenna hafa einhvern tíma verið beittar ofbeldi af hendi núverandi maka. Í dönsku rannsókninni var það einungis 1% kvenna og er hlutfallið mun hærra hér á landi. 9% kvenna hafa orðið fyrir ofbeldi af völdum fyrrverandi maka. Í dönsku rannsókninni voru það 8%. Um 15% íslenskra kvenna hafa verið beittar ofbeldi af öðrum en 10% danskra kvenna.
    Alls hafa tæp 14% kvenna verið beittar ofbeldi af hendi núverandi eða fyrrverandi maka og um 7% verið beittar grófu ofbeldi. Hins vegar hafa tæp 4% karla verið beittir ofbeldi af hendi núverandi eða fyrrverandi maka og um 1% grófu ofbeldi. Stacey, Hazlewood og Shupe (1994) bentu á það í sinni rannsókn að karlar verði vissulega þolendur heimilisofbeldis í einhverjum mæli, en það á þá sérstaklega við um andlegt ofbeldi og minni háttar ofbeldi. Í dönsku rannsókninni er bent á að ofbeldi á körlum og konum sé á margan hátt svo ólíkt ofbeldi gegn konum að ekki sé hægt að bera það saman (Christensen og Koch-Nilsen, 1992).
    Einungis 0,7% kvenna hafa verið beittar ofbeldi af bæði núverandi og fyrrverandi maka. Þessi niðurstaða sýnir að fæstar konur sem búið hafa með mönnum sem beita þær ofbeldi fara aftur í sambúð með manni sem beitir ofbeldi.
    Af þeim konum sem hafa orðið fyrir ofbeldi af völdum núverandi eða fyrrverandi maka hafa tæp 60% þeirra verið beittar grófu ofbeldi af hans hálfu. Um 40% þeirra sem hafa verið beittar ofbeldi af núverandi maka hafa verið beittar grófu ofbeldi. Þessi niðurstaða bendir til þess að gróft ofbeldi sé í einhverjum tilfellum ástæða skilnaðar. Reynsla frá kvennaathvörfum hefur sýnt að fáar konur búa við ofbeldi alla ævi og að flestum ofbeldishjónaböndum lýkur með skilnaði.
    Mun sjaldgæfara er að karlar hafi verið beittir ofbeldi af núverandi eða fyrrverandi maka, 1,5% sögðu núverandi maka sinn hafa beitt sig ofbeldi en um 2% að fyrrverandi maki hefði beitt þá ofbeldi. Á sama tíma hafa um 43% karla verið beittir ofbeldi af öðrum.

Tafla 6.

Hlutfall kvenna og karla sem beitt hafa verið líkamlegu ofbeldi af núverandi eða

fyrrverandi maka, eftir því hversu oft það hefur átt sér stað.

Ofbeldi

Gróft ofbeldi


Konur

Karlar

Konur

Karlar


Einu sinni
6,5
1,9 2,9 0,5
Oftar
13,2
3,5 4,9 0,7

    Eins og komið hefur fram hafa um 14% kvenna orðið fyrir ofbeldi af völdum núverandi eða fyrrverandi maka, en um 4% karla. Algengast er að ofbeldi sé beitt oftar en einu sinni. Þær konur sem segjast hafa orðið fyrir ofbeldi oftar en einu sinni eru fleiri en hinar sem segja að það hafi gerst aðeins einu sinni. Hið sama á við um gróft ofbeldi. Af þessu má leiða að ef eiginmaður beitir eiginkonu eða sambýliskonu sína ofbeldi eru yfir helmingslíkur á að það gerist aftur.
    Karlar sem verða fyrir ofbeldi verða einnig fyrir því oftar en einu sinni og hið sama gildir um gróft ofbeldi sem einnig virðist endurtekið.

2.5. Ofbeldi sem svarendur hafa beitt maka sína á ævinni.
    Hlutfall þeirra sem segjast hafa beitt maka sína ofbeldi má sjá í töflu 7.
    Um það bil helmingi fleiri konur en karlar segjast hafa beitt maka sinn ofbeldi. 4% kvenna segjast hafa beitt maka sinn ofbeldi en einungis um 2% karla. Þessi niðurstaða gengur þvert á niðurstöðuna í töflu 5. Þar sögðust um 5% kvenna hafa orðið fyrir ofbeldi af völdum núverandi eiginmanns eða sambýlismanns (sjá töflu 5) en einungis 2% karla sögðust hafa beitt konu sína ofbeldi (sjá töflu 7). Ætla mætti að hlutfall karla sem beitt hafa núverandi konur sínar ofbeldi væri svipað og hlutfall þeirra kvenna sem hafa verið beittar ofbeldi af völdum maka.

Tafla 7.

Hlutfall kvenna og karla sem beitt hafa núverandi eða
fyrrverandi maka eða aðra líkamlegu ofbeldi.


Ofbeldi

Gróft ofbeldi


Konur

Karlar

Konur

Karlar


Núverandi maka/sambýling
4,0
1,9 1,0 0,1
Fyrrverandi maka/sambýling
3,9
2,2 0,4 0,6
Núverandi eða fyrrv. maka/sambýling
7,9
4,1 4,1 0,7
Aðra
5,8
24,2 1,8 14,7
Sjálfsvörn
34,5
19,5 41,2 28,6
    
    Það er jafnframt athyglisvert að um 1,5% karla segjast hafa verið beittir ofbeldi en 4% kvenna segjast hins vegar hafa beitt núverandi maka sinn ofbeldi. Á sama hátt segjast um 2% karla hafa beitt fyrrverandi maka eða sambýlismann ofbeldi en 9% kvenna orðið fyrir því. Það sama er uppi á teningnum þegar litið er á hversu margir karlar hafa orðið fyrir ofbeldi af völdum annarra. Um 43% karla sögðust hafa verið beittir því en einungis 24% sögðust hafa beitt aðra ofbeldi.
    Þessar niðurstöður eru mjög athyglisverðar og renna stoðum undir það að kynin líti ofbeldi ólíkum augum. Þannig má leiða líkur að því að karlmenn líti ekki á minni háttar líkamsárásir, sem ofbeldi, hvort heldur þeir verða fyrir þeim eða þeir beita sjálfir slíku ofbeldi. Einnig getur verið að þeir liti svo á að þeir hafi ekki orðið fyrir ofbeldi. Áverki getur líka verið mælikvarði hjá þeim fremur en hjá konum. Konur hafa því ef til vill önnur viðmið en karlar um það hvað sé ofbeldi. Félagsmótun kynjanna er ólík þar sem drengir eru aldir upp við að sýna sjálfstæði, áræði og dirfsku í meira mæli en stúlkur sem eiga að sýna mildi og hlýju og koma sér hjá líkamlegum átökum. Þetta gæti bent til þess að konur hafi víðari skilgreiningu á ofbeldi en karlar. Í samræmi við þessa skýringu er líklegra að konur greini frá atburðum sem þær skilgreina sem ofbeldi en karlar ekki.
    Annað sem vert er að velta upp og getur skýrt þennan mun á viðhorfi karla og kvenna er að oft og tíðum á fólk erfitt með að viðurkenna ofbeldisverknaðinn. Í þessu tilfelli virðast karlmenn eiga erfiðara með það en konur. Sömuleiðis er hugsanlegt að karlar réttlæti ofbeldisverk fyrir sjálfum sér með því að kalla þau eitthvað annað en ofbeldi. Slíkar réttlætingarkenningar voru fyrst settar fram til þess að skýra afbrot unglinga (Matza og Sykes, 1957).
    Eitt af því sem varpar ljósi á það hversu ólíkt ofbeldi karla og kvenna er, er að konur sem beita ofbeldi hafa hlutfallslega miklu oftar verið þolendur ofbeldis en karlar sem beita ofbeldi. Af þeim konum sem eru gerendur hafa 70% jafnframt verið beittar ofbeldi. Hjá körlum eru hins vegar 37% þolendanna einnig gerendur.
    Ofbeldi er oft beitt í sjálfsvörn og algengara er að konur en karlar geri það. Í um 35% tilvika sögðu konurnar að ofbeldi gegn eiginmönnum eða fyrrverandi maka hafi verið í sjálfsvörn eða um ein af hverjum fjórum. Um 20% karla höfðu sömu sögu að segja. Hlutfall kvenna sem beitti grófu ofbeldi í sjálfsvörn var 41% á móti tæpum 29% karla.

3. SKÝRINGAR Á OFBELDI
    Frá því að fyrst var vakin athygli á ofbeldi eiginmanna gegn eiginkonum sínum sem félagslegu vandamáli í byrjun áttunda áratugarins (Pizzey, 1974) hafa margar tilgátur verið settar fram um orsakir ofbeldis á heimilum. Hér verður greint stuttlega frá fjórum meginskýringum á ofbeldi gegn eiginkonum. Fyrsta skýringin er um áhrif ofbeldis í bernsku á ofbeldishneigð á fullorðinsárum. Önnur skýring leggur áherslu á samband áfengis og ofbeldis. Reynsla úr bernsku eða lyfjafræðileg áhrif áfengis eru hvorirtveggju þættir sem einstaklingurinn ræður að litlu leyti yfir. Samkvæmt þessum skýringum er sá sem beitir ofbeldinu þolandi engu síður en sá sem fyrir því verður. Streita, vanlíðan og almenn óánægja fær útrás í ofbeldi sem er ekki ætlað að hafa neinn ákveðinn tilgang. Þriðja skýringin eru kenningar sem skýra ofbeldi sem valdatogstreitu á milli fólks. Kenningarnar um valdatogstreitu eru af allt öðrum meiði en kenningar um áhrif ofbeldis í bernsku og áfengi sem orsakavalda ofbeldis. Samkvæmt togstreitukenningunum er valdbeiting liður í því að ná fram ákveðnu markmiði, þ.e. yfirráðum í sambandi karls og konu. Fjórða skýringin er að ofbeldi sé afleiðing fátæktar, atvinnuleysis og streitu.
    
3.1. Ofbeldi sem afleiðing ofbeldis í bernsku.
    Námskenningar hafa verið notaðar til þess að skýra ofbeldi í fjölskyldum. Þessar kenningar byggast á því að ofbeldi sé lærð hegðun eins og allt annað atferli. Barn sem byrjar að beita ofbeldi og prófar sig áfram til þess að sjá hvað það kemst langt venst því að fá vilja sínum framgengt og leysa ágreining með ofbeldi ef það er aldrei stöðvað. Þessi skýring gerir ráð fyrir að umhverfið styrki ofbeldishegðun barnsins án tillits til þess hvort það elst upp við ofbeldi í fjölskyldu eða ekki. Athygli kenningasmiða hefur ekki beinst svo mjög að þessum þætti í uppeldi og verður það ekki heldur gert hér. Megininntak námskenninga sem ætlað er að skýra ofbeldi er að börn líki eftir hegðun foreldra í uppvaxtarfjölskyldunni. Þau læra ákveðna hegðun, þau læra að slá. Enn fremur læra þau hvernig karlar haga samskiptum sínum við konur og þau læra viðhorf til kvenna. Þá læra þau að hægt er að ná ýmsu fram með ofbeldi (Isdal, 1990). Börn sem alast upp við ofbeldi foreldra eru því talin líklegri en önnur börn til þess að beita ofbeldi þegar þau verða fullorðin. Á þennan hátt má skýra tilfærslu á ofbeldi á milli kynslóða.
    Þetta sjónarhorn ber svip nauðhyggju þar sem gengið er að því sem vísu að sá sem hefur reynt ofbeldi í bernsku beiti því fullorðinn. Til þess að draga úr þessari nauðhyggju hefur verið bent á að líka þurfi að taka tillit til ytri þátta sem hafi áhrif á hvort ofbeldi sé beitt á fullorðinsárum eða hvort því verði afstýrt.
    Í rannsóknum hafa áhrif ofbeldis í bernsku á ofbeldi í fjölskyldum verið könnuð. Niðurstöðurnar hafa verið misvísandi. Í könnun Straus, Gelles og Steinmetz (1980) kemur fram að 2% karla sem ólust upp án ofbeldis en 20% karla sem koma úr ofbeldisfjölskyldum beita konur sínar ofbeldi. Þessar niðurstöður benda til þess að minni hluti karla flytji ofbeldismunstur á milli kynslóða en meiri hluti karla sem hafa alist upp við ofbeldi á bernskuheimilum sínum beiti ekki ofbeldi. Könnun Skjörten (1988) leiddi í ljós að af 20 norskum konum sem beittar höfðu verið ofbeldi af eiginmönnum sínum höfðu 11 þeirra orðið vitni að eða verið beittar ofbeldi á æskuheimili og sama hlutfall eiginmanna þeirra hafði orðið fyrir svipaðri reynslu. Rúmlega helmingur karla sem höfðu tekið þátt í sérstakri meðferð fyrir karla sem vilja hætta ofbeldisatferli (Alternativ til vold) í Noregi höfðu orðið fyrir ofbeldi sem börn. Jafnhátt hlutfall karla sem höfðu leitað til karlaathvarfsins í Gautaborg greindi frá ofbeldi á bernskuheimili (Skjörten, 1993). Ýmsar fleiri rannsóknir hafa komist að svipaðri niðurstöðu (Statistics Canada 1993, Stacey og Shupe, 1983, Stark og Flitcraft, 1985).
    Allar þessar rannsóknir hafa verið gagnrýndar fyrir mismunandi skilgreiningar á ofbeldi og enn fremur að úrtökin séu smá og skekkt. Í þeim er byrjað á því að skilgreina tiltekinn hóp ofbeldismanna og síðan er spurt um ofbeldi foreldra þeirra. Betri aðferð til að kanna hvort ofbeldi flyst á milli kynslóða er að afmarka tiltekinn hóp ofbeldismanna og kanna svo hvort börn þeirra beiti ofbeldi. Vegna þessara aðferðafræðilegu annmarka var ekki spurt um ofbeldi í bernsku í könnuninni sem hér var lýst.
    Miðað við þá þekkingu sem er fyrir hendi verður að álykta að reynsla af ofbeldi á bernskuheimili auki líkur á að menn beiti ofbeldi á eigin heimili á fullorðinsárum. Hins vegar er það minni hluti sem virðist á þann hátt læra ofbeldisbeitingu og slík reynsla er því hvorki nauðsynleg né fullnægjandi forsenda þess að fólk beiti maka sinn ofbeldi. Hér er aðeins um að ræða einn hugsanlegan þátt í flóknum vef.
    
3.2. Ofbeldi sem afleiðing ölvunar.
    Eðlilega hefur verið horft til ölvunar sem orsakar ofbeldis í fjölskyldum eins og annars ofbeldis. Slík skýring felur í sér þá forsendu að árásarhneigðin búi í manninum og áfengið losi um hömlurnar svo að ofbeldið brjótist út. Þrátt fyrir lyfjafræðileg áhrif áfengis verður ekki horft fram hjá þeim sálrænu og félagslegu þáttum sem hafa áhrif á áfengisneyslu. Annars vegar eru áhrif áfengis einstaklingsbundin og hins vegar er hegðun undir áhrifum lærð. Á Norðurlöndum hafa ölvun og ofbeldi lengi verið nátengt í vitund fólks. Í norrænu áfengisneyslurannsókninni sem gerð var 1979 sögðust 27% íslensku svarendanna hafa lent í rifrildi vegna áfengisneyslu sinnar og 7% höfðu lent í handalögmálum eða slagsmálum (Tómas Helgason og Hildigunnur Ólafsdóttir, 1988). Rétt er að taka fram að áfengisneysla endar sjaldnast með ofbeldi. Orsakir ofbeldis eru miklu víðtækari og flóknari en svo að þær verði skýrðar með áfengi eingöngu.
    Sýnt hefur verið fram á tengsl ölvunar og ofbeldis í mörgum rannsóknum. Ölvun eykur bæði hættuna á að fólk beiti ofbeldi og verði fyrir því. Íslenskar rannsóknir hafa leitt í ljós að 87% af sakborningum kærðum fyrir nauðgun höfðu neytt áfengis áður en brotið var framið en 78% brotaþola (Hildigunnur Ólafsdóttir, 1989).
    Niðurstöður úr bandarískum rannsóknum á ofbeldi gegn eiginkonum sýna að frá 30% til 70% kvenna sem hafa verið beittar ofbeldi greina frá áfengisvandamálum eiginmanna sinna (Leonard og Blane, 1992). Norskar rannsóknir gefa til kynna tengsl á milli ofbeldis og ölvunar í 13% til 50% tilvika (Jonassen, 1989). Þessar breytilegu tölur benda til þess að í þeim sé ekki verið að kanna nákvæmlega það sama. Þess vegna er ekki hægt að fullyrða hversu sterkt samband er á milli áfengisneyslu og ofbeldis á heimilum.
    Þrátt fyrir að rannsóknir sýni tengsl á milli áfengisneyslu og ofbeldis gagnvart konum er ekki alltaf ljóst hvers eðlis þau eru. Í rannsóknunum er yfirleitt ekki gerður greinarmunur á því hvort ofbeldið tengist langvarandi áfengismisnotkun eða hvort það er einstakt tilvik í kjölfar mikillar ölvunar. Upplýsingar fengnar með viðtölum við konur í kvennaathvörfum gefa til kynna að áfengi geti tengst ofbeldinu á marga vegu. Sumir eiginmenn berja eiginkonur sínar eingöngu drukknir, aðrir gera það bæði alls gáðir og ölvaðir og dæmi eru um enn aðra sem beita ofbeldi allsgáðir en aldrei undir áhrifum áfengis. Leonard og Blane (1992) könnuðu samband á milli áfengis, ofbeldis og nokkurra annarra þátta. Í könnuninni sem náði til 320 ungra karla kom fram að 13% karla hafði misþyrmt konum sínum. Af þeim sögðust 7% aðeins verða árásargjarnir undir áhrifum áfengis, 3% hneigðust til ofbeldis þegar þeir voru allsgáðir og 3% töldu sig geta orðið árásargjarna bæði drukknir og ódrukknir. Höfundar álykta að áfengisneysla auki líkur á ofbeldi gegn eiginkonum meðal þeirra sem séu árásargjarnir eða óánægðir í hjónabandinu.
    Rannsóknirnar sem áður hefur verið vitnað í og byggja á gögnum frá norsku karlameðferðinni (Alternativ til vold) og karlaathvarfinu í Gautaborg gefa vísbendingar um flókin tengsl áfengis og ofbeldis. Fjórðungur karlanna sem voru þátttakendur í norsku karlameðferðinni sagðist eingöngu beita ofbeldi eftir áfengisneyslu. Þriðjungur karlanna var alltaf allsgáður þegar þeir beittu ofbeldi. Aðrir sögðu að barsmíðarnar gætu átt sér stað hvort sem þeir væru undir áhrifum áfengis eða ekki. Fjórðungur karlanna frá karlaathvarfinu í Gautaborg átti við áfengisvandamál að stríða. Af þeim höfðu 60% verið undir áhrifum áfengis síðast þegar þeir beittu konur sínar ofbeldi (Skjörten, 1993).
    Leonard og Blane (1992) hafa bent á fjóra meginvankanta á rannsóknum á sambandi áfengis og ofbeldis á heimilum. Í fyrsta lagi eru úrtökin í flestum þessara kannana lítil og ekki tekin af handahófi. Upplýsingar um áfengisneyslu og samband áfengis og ofbeldis eru fengnar frá konum sem hafa leitað aðstoðar vegna ofbeldis. Þessi hópur kvenna er trúlega ólíkur þeim konum sem ekki leita sér hjálpar.
    Í öðru lagi þykja skilgreiningar ekki skýrar og hlutlægir mælikvarðar á áfengismisnotkun óljósir. Vankantarnir eru því augljósir. Í fyrsta lagi eru rannsóknirnar byggðar á huglægu mati kvennanna á áfengisneyslu eiginmanna sinna. Í öðru lagi er áfengismisnotkunin flokkuð á mismunandi hátt. Þetta verður til þess að niðurstöðum úr hinum og þessum rannsóknum ber ekki alltaf saman þar sem þær vísa til afar ólíkra aðstæðna.
    Í þriðja lagi vantar samanburðarhópa svo að hægt sé að sjá hvernig sambandi áfengis og ofbeldis er háttað meðal alls almennings.
    Í fjórða lagi gera rannsóknirnar ekki ráð fyrir að sameiginlegur skýringarþáttur geti skýrt samband áfengis og ofbeldis t.d. að ágreiningur í hjónabandi getur bæði leitt til aukinnar áfengisneyslu og ofbeldis.
    Ekki er hægt að horfa fram hjá áfengisneyslu þegar fjallað er um ofbeldi á heimilum en tengsl áfengis og ofbeldis eru margslungin. Áfengisneysla dregur úr hömlum og getur jafnvel orðið stjórnlaus en ytri skilyrði og viðbrögð umhverfisins hafa einnig mikil áhrif á þróun ofbeldis. Að lokum má geta þess að þegar finna þarf einn orsakavald er nærtækt að grípa til áfengis. Skaðsemi áfengisneyslu er vel þekkt og misnotkun áfengis er viðurkennt vandamál í íslensku þjóðfélagi. Þeir sem beita ofbeldi og verða fyrir því hafa oft sömu viðhorf og hið umlykjandi samfélag. Bæði ofbeldismaður og brotaþoli eiga því auðvelt með að grípa til áfengis sem sökudólgs og skýra ofbeldi með því. Þess vegna er hætta á að of mikið sé gert úr sambandi áfengis og ofbeldis. Það getur hamlað því að athyglin beinist að öðrum veigamiklum orsökum ofbeldis.

3.3 Ofbeldi sem afleiðing valdatogstreitu og sem tæki til yfirráða.
    Í mannkynssögunni hafa valdabarátta og ofbeldi oft verið nátengd. Yfirráð eins yfir öðrum eða viðleitni til að ná þeim geta leitt til ofbeldis hvort sem um þjóðfélög eða einstaklinga er að ræða. Valdahugtakið er yfirleitt skilgreint sem geta einstaklings eða hóps til að ráða yfir öðrum. Völd byggjast á þeim gæðum sem eru fyrir hendi eins og til dæmis peningum, þekkingu, tengslum og virðingu. Helstu valdatækin eru þvingun, stjórnun og fortölur sem getur lyktað með valdbeitingu.
    Skjörten (1993) hefur greint frá því hvernig skáld og fræðimenn hafa fjallað um hvernig tilfinningaþátturinn í mörgum ástarsamböndum er tengdur ósk um að ráða yfir ástvininum. Ástin getur orðið eins og valdabarátta þar sem eigið gildi kemur fram í yfirráðum yfir ástvininum. Skjørten vitnar í Alberoni (1987) sem telur að yfirráð og stjórn sé þáttur í flestum ástarsamböndum. Hann lítur svo á að þegar einstaklingur verði ástfanginn megi líkja því við fæðingu eða tímamót gamals og nýs. Hið gamla hverfur og það nýja verður til. Þegar ástfangið par lagar sig hvort að öðru er þáttur í því að reyna að temja hinn aðilann til þess að tryggja eigið öryggi. Þótt óskin um að temja ástvininn sé jafn sterk hjá báðum kynjum geta möguleikarnir til þess verið ólíkir og þess vegna reyna konur fremur en karlar að laga sig að aðstæðum. Með því að temja ástvininn er verið að gera hann háðan. Þetta er lykilatriði í vináttu og tengslum við annað fólk. Annar meginþáttur vináttu er gagnkvæmni og er þá átt við gagnkvæmni í gildi vináttunnar, í völdum og viðkvæmni. Þegar gagnkvæmni skortir verða völd, viðkvæmni og gildi sambandsins einhliða. Það er í slíkum samböndum sem annar aðilinn ræður yfir hinum (Skjörten, 1993).
    Þegar leitað er skýringa á ofbeldi á heimilum verður því ekki hjá því komist að tengja það völdum og stöðu karla og kvenna í hjónabandi. Þrátt fyrir formlegt jafnrétti er staða karla og kvenna ekki jöfn hvorki í þjóðfélaginu né í hjónabandinu. Hugmyndir um yfirburði karlmannsins, völd hans og styrk og höfuð fjölskyldunnar, hafa lengi verið ráðandi. Þau viðhorf eru enn fyrir hendi í þjóðfélaginu þrátt fyrir ýmsar breytingar á verkaskiptingu kynjanna. Karlar hafa að meðaltali hærri laun en konur, sitja í fleiri valda- og virðingarstöðum og hafa meiri áhrif en konur. Fjárhagsleg staða kvæntra karla er því sterkari en giftra kvenna og sá sem aflar teknanna hefur mest um það að segja hvernig þeim er varið. Í reynd eru valdatengslin í hjónabandi oft líkari sambandi hins sterka og veika fremur en jafnrétthárra einstaklinga (Hildigunnur Ólafsdóttir, Sigrún Júlíusdóttir og Þorgerður Benediktsdóttir, 1982).
    Ofbeldi gegn eiginkonum er gamalt fyrirbrigði og í sumum löndum hafði eiginmaður lögfestan rétt til þess að berja eiginkonu sína ef hún breytti gegn vilja hans en hann mátti hvorki drepa hana né skaða (Dobash og Dobash, 1978). Hér á landi voru slík yfirráð aldrei lögfest en viðhorf um húsbóndavald hafa lengi sett svip sinn á íslenska menningu. Dobash og Dobash (1978) settu fram feðraveldiskenninguna sem skýringu á ofbeldi gegn eiginkonum. Þau styðja hana þeim rökum að eiginmenn hafi öldum saman barið konur sínar í því skyni að drottna yfir þeim, refsa og stjórna. Í þjóðfélögum þar sem fjölskyldan nýtur verndar fyrir utanaðkomandi afskiptum þrífst innan hennar atferli sem lýtur öðrum lögmálum en almennt ríkja úti í þjóðfélaginu. Þetta fyrirkomulag hentar þörfum karlmanna og ríkjandi þjóðskipulagi en beinist gegn hagsmunum kvenna. Þannig þjónar ofbeldi sem konur eru beittar af eiginmönnum sínum þeim ákveðna tilgangi að viðhalda feðraveldinu og sýna valdastöðu karlmanna.
    Kenning um þvinguð yfirráð er sprottin úr sama jarðvegi og feðraveldiskenningin. Samkvæmt henni (Meier, 1994) er ofbeldi gegn eiginkonum talið vera einn þáttur í baráttu eiginmannsins fyrir völdum og ofbeldið tæki til þess að viðhalda yfirráðum í hjónabandinu. Með valdbeitingu reynir eiginmaðurinn að stýra hugsunum, skoðunum og hegðun eiginkonunnar. Ofbeldið notar hann líka til þess að refsa henni fyrir að berjast gegn yfirráðum sínum. Til þess að ná þessum markmiðum beitir hann líkamlegu, kynferðislegu og andlegu ofbeldi. Þannig er ofbeldið ekki talið vera röð einstakra ofbeldisverka heldur ferli þar sem markmiðið er að þvinga þolandann undir yfirráð þess sem beitir ofbeldinu. Þar sem þjóðfélagið grípur ekki inn eða veitir aðstoð styður það þvinguð yfirráð og ofbeldi. Þessar kenningar gera ráð fyrir því að valdbeitingin hafi ákveðið markmið t.d. að ráða yfir konunni.

3.4. Ofbeldi sem afleiðing fátæktar, atvinnuleysis og streitu.
    Í sumum rannsóknum, ekki síst bandarískum, hefur verið sýnt fram á tengsl milli ofbeldis á heimilum og fátæktar og atvinnuleysis. Í könnun Strauss, Gelles og Steinmetz (1980) kom fram að atvinnulausir karlar voru tvöfalt líklegri til þess að beita konur sínar alvarlegu ofbeldi en karlar í fullu starfi. Önnur bandarísk könnun sýndi að ofbeldi gegn eiginkonum var algengara meðal fátækra en hinna efnameiri (Dekeseredy and Hinch, 1991, O´Brian 1975). Að búa við fátækt eða bág kjör er ófullnægjandi skýring á heimilisofbeldi ein og sér. Þótt sýnt hafi verið fram á að ofbeldi á heimilum sé algengara meðal fátækra þýðir það ekki að heimilisofbeldi sé eingöngu bundið við þessar stéttir. Á Íslandi hefur ekki verið sýnt fram á þessi tengsl. Líkur má hins vegar leiða að því að áhætta á ofbeldi aukist í kjölfar streitu og álags. Við slíkar aðstæður er hætt við að fólk hafa minna þol gagnvart mótlæti.
    Ofbeldi kann að tengjast fátækt og atvinnuleysi á mismunandi hátt eftir því hvort það er viðvarandi eða hvort um er að ræða tímabundið ástand. Langvarandi atvinnuleysi og fátækt kann að skapa ástand þar sem ofbeldi er einn þáttur í erfiðum félagslegum aðstæðum. En orsakir fyrir ofbeldi á heimilum má einnig í einhverjum tilfellum rekja til skyndilegs álags eða streitu. Slíkar aðstæður geta t.d. komið upp ef fólk sem alltaf hefur haft atvinnu missir hana og fær ekki vinnu aftur. Það getur einnig valdið álagi og streitu ef laun fólks lækka til muna. Slíkt kann að leiða til vansældar og þess að fólk hefur minna þol og bregst því ekki við aðstæðum á þann hátt sem æskilegt er. Ófullnægjandi vinna sem ekki er í samræmi við menntun og skortur á atvinnutækifærum hjá ungu fólki að loknu námi geta einnig valdið tímabundnu álagi.
    Atvinnuleysi og bág kjör geta einnig orðið til þess að jafnvægi sem var á milli hjóna eða sambýlisfólks riðlast og þau hlutverkaskipti sem fólk hefur komið sér saman um eru ekki lengur í gildi. Undir slíkum kringumstæðum geta eiginmenn gripið til ofbeldis til að bregðast við breyttum aðstæðum og reyna að ná fyrra jafnvægi. Í þessum tilvikum grípur örvænting um sig og gæti sú skýring einmitt átt við þegar karlar grípa til ofbeldis ef konur biðja um skilnað.

3.5. Skýringar þolenda á heimilisofbeldi.
    Í þessari rannsókn voru þær konur sem sögðust hafa orðið fyrir grófu ofbeldi af völdum núverandi eða fyrrverandi maka eða sambýlismanns spurðar hverjar þær teldu orsakir ofbeldisins. Hægt var að nefna fleiri en eina ástæðu fyrir ofbeldinu. Rétt er að benda á að spurt er um skýringar kvennanna á því að þær hafi verið beittar ofbeldi en ekki skýringar ofbeldismannanna. Þær kunna að vera allt aðrar. Niðurstöður úr þessum þætti rannsóknarinnar má sjá á mynd 1.



(Mynd.)




















Mynd 1.


Skýringar kvenna sem hafa verið beittar ofbeldi á orsökum þess.



    Á mynd 1 má sjá að algengast er að konur nefni áfengi sem orsök ofbeldis. Aðrar algengar ástæður fyrir ofbeldinu sem konurnar nefndu voru afbrýðisemi og skilnaður eða beiðni um skilnað. Þær töldu einnig margar ágreining um fjármál vera orsök ofbeldisins. Ágreiningur um börn, alvarleg veikindi og atvinnumissir eru einnig nefnd sem hugsanlegar orsakir fyrir ofbeldinu en þó sjaldnar en aðrar orsakir. Sjaldnast var meðganga nefnd sem orsök. Í dönsku rannsókninni voru áfengi, afbrýðisemi, deilur um peninga og réttur konunnar til sjálfstæðis oftast nefnt sem orsakir ofbeldisins (Christensen og Koch-Nielsen, 1992). Niðurstöður úr íslensku og dönsku könnuninni eru því mjög sambærilegar að þessu leyti.
    Til að meta hvort einhver af ofangreindum atriðum verkuðu saman var beitt þáttagreiningu á þær breytur sem lýsa afleiðingum ofbeldis. Þannig má greina almenna þætti sem lýst geta afleiðingum ofbeldis. Þetta merkir ekki að upplifun kvennanna á orsökum ofbeldisins sem raðast saman á tiltekin þátt séu nauðsynlega sama eðlis heldur að þær konur sem hafa upplifað tilteknar orsakir eru líklegri til að hafa upplifað aðrar orsakir innan þess þáttar. Niðurstöður þáttagreiningarinnar er að finna í töflu 1.

Tafla 1. 

Þáttagreining á orsökum ofbeldis.



Þáttur 1

Þáttur 2

Þáttur 3


Fjárhags- og félagslegt öryggisleysi

Ágreiningur um fjármál
0,64

Atvinnumissir
0,60

Skilnaður eða beiðni um skilnað
0,59

Alvarleg veikindi
0,43


Barnsburðarhlutverk
Meðganga
0,67
Ágreiningur um börnin
0,56

Yfirráð
Áfengi
                             0,39
Afbrýðisemi
                        0,40

    Niðurstöður úr þáttagreiningunni sýna að þessar ástæður falla undir þrjá þætti. Fyrsti þátturinn vísar til fjárhagslegs og félagslegs öryggisleysis, annar þátturinn til barnsburðarhlutverks konunnar og sá þriðji og síðasti til yfirráða mannsins.
    Fjárhagslegt og félagslegt öryggisleysi geta ógnað hjónabandinu með því að ógna öryggi einstaklingsins og hjónabandsins. Atvinnumissir og alvarleg veikindi geta valdið streitu og leitt til skilnaðar. Meðal afleiðinganna geta verið lakari fjárhagsleg afkoma og henni fylgir jafnan öryggisleysi og streita. Rannsóknir hafa sýnt að ofbeldi á sér stundum stað þegar eiginmanninum mistekst að einhverju leyti að lifa eftir þeirri ímynd að karlar eigi að hafa yfirburði yfir konur. Slíkar aðstæður geta komið upp ef eiginmaður eða sambýlismaður missir vinnuna og konan verður aðalframfærandi fjölskyldunnar eða ef hún hefur hærri tekjur. Ágreiningur um fjármál getur að einhverju leyti snúist um hlutverk kynjanna í hjónabandinu og rétt konunnar til sjálfstæðis.
    Þá er það barnsburðarhlutverk konunnar. Margar erlendar rannsóknir hafa staðfest að ofbeldi gegn ófrískum konum sé áberandi ofbeldi karla gegn konum (Straus, Gelles og Steinmetz, 1980). Þetta er kynbundinn þáttur, hann vísar til kvenleika og kynhlutverks konunnar en nær jafnframt yfir ágreining um börnin þar sem forræði og umönnun þeirra tengjast móðurhlutverki konunnar.
    Þriðji þátturinn er áfengisneysla og afbrýðisemi eiginmanns sem vísar til yfirráða hans yfir konunni. Eins og bent var á hér að framan eru tengsl áfengis og ofbeldis margslungin. Áfengisneysla dregur úr hömlum og getur jafnvel orðið stjórnlaus. Þegar finna þarf einn orsakavald er nærtækt að grípa til áfengis. Skaðsemi áfengisneyslu er vel þekkt og misnotkun áfengis er viðurkennt vandamál í íslensku þjóðfélagi. Þeir sem beita ofbeldi og þeir sem verða fyrir því hafa oft sömu viðhorf. Bæði ofbeldismaður og brotaþoli eiga því auðvelt með að grípa til áfengis sem sökudólgs og gefa því vægi í skýringum á ofbeldi. Þess vegna er hætta á að of mikið sé gert úr sambandi á milli áfengis og ofbeldis en ekki beint nægilegri athygli að öðrum veigamiklum orsökum ofbeldis.
    Afbrýðisemi tengist væntingum og viðhorfum til hegðunar og segir því yfirleitt meira um þann sem finnur til hennar en þann sem talinn er valda henni. Þær konur sem nefna afbrýðisemi sem orsök ofbeldisins koma þar með upp um ágreining hjónanna eða sambýlisfólksins. Konurnar hafa hagað sér á annan hátt en körlunum hefur líkað og telja þær það orsök ofbeldisins. Ofbeldi sem rekja má til afbrýðisemi stafar því af því að karlinn vill ráða yfir og stjórna hegðun eiginkonu eða sambýliskonu sinnar. Hugsanlega orsakast ofbeldið af reiði sem karlarnir hafa ekki stjórn á eða eru ómeðvitaðir um en hefur þann tilgang að sýna hver ræður og hvað hlýst af því að haga sér á annan veg en þeir telja við hæfi.
    Af þessari niðurstöðu og af eldri rannsóknum má ráða að engar einfaldar skýringar á heimilisofbeldi eru til. Áfengisneysla, réttur konunnar til sjálfstæðis og barnsburðarhlutverk eru meðal þess sem að einhverju leyti skýrir ofbeldi gagnvart konum. Ekki nægir þó að leita skýringa ofbeldisins í einstaklingsbundnum einkennum eða félagslegum aðstæðum þeirra kvenna sem hafa verið beittar ofbeldi. Skoða þarf hvernig sambandi og hlutverkum kynjanna er háttað í samfélaginu og hvernig þeim er viðhaldið.
    Ofbeldi gegn konum stafar því ekki af einhverri einni orsök heldur verður það einungis skýrt út frá mörgum mismunandi orsakaþáttum. Hafa verður í huga að engin ein skýring er algild. Jafnframt skal undirstrikað að það er alltaf minni hluti karla sem beitir slíku ofbeldi, flestir sem búa við sömu aðstæður beita því ekki.

4. AFLEIÐINGAR OFBELDISINS
4.1. Áhrif heimilisofbeldis á líkamlegt heilbrigði þolenda.
    Rannsóknir benda til þess að ofbeldi inni á heimilum taki á sig margvíslega mynd. Það getur verið líkamlegt, svo sem barsmíðir, spörk og hrindingar. Margir þolendur þess hafa verið hárreyttir, klipnir, brenndir, stungnir og reynt að kæfa þá. Líkamlegar afleiðingar ofbeldisins geta verið allt frá smávægilegu mari til lífshættulegra áverka sem leiða til dauða (Statistics Canada, 1993; Christensen og Koch-Nielsen, 1992). Í könnun Straus, Gelles og Steinmetz (1980) kom í ljós að margir svarendur höfðu beitt maka sinn ofbeldi sem hefði getað haft alvarlegar afleiðingar. Alls höfðu 28% svarenda beitt maka sinn ofbeldi og 16% höfðu gert það árið fyrir könnunina. Lítill munur var á tíðni ofbeldis á svörum karla og kvenna. Höfundar benda samt á að ekki sé hægt að leggja að jöfnu ofbeldi sem karlar beiti og árásir kvenna á eiginmenn sína. Ofbeldið sem karlar beittu var frekar félagslegt vandamál en það ofbeldi sem konur beittu maka sína. Ofbeldi karlanna var miklu hættulegra og leiddi fremur til áverka en ofbeldið sem konur beittu. Karlar eru að öllu jöfnu sterkari en konur og beita meira afli sem veldur meira líkamstjóni. Karlarnir endurtóku ofbeldið oftar en ofbeldi kvennanna var oftast einstakur atburður. Enn fremur leiða höfundar líkum að því að konurnar beiti ofbeldi í sjálfsvörn til þess að verjast líkamsárásum eiginmanna sinna. Nokkur hluti karlanna réðist á konurnar þegar þær voru ófrískar. Höfundar telja einnig að staða kvenna og karla í hjónabandi sé ójöfn og að konur séu háðari hjónabandinu eða sambúðinni en karlar og hafi færri valkosti.
    Í rannsókn Christensen og Koch-Nielsen (1992) kom í ljós að 19% danskra kvenna hafði orðið fyrir líkamlegu ofbeldi einhvern tíma á lífsleiðinni og um helmingur þeirra hafði orðið fyrir grófu ofbeldi. Í annarri rannsókn frá Danmörku er talið að um 60% kvenna sem lagðar eru inn á sjúkrahús vegna ofbeldisáverka hafi orðið fyrir ofbeldinu á heimili sínu (Justitsministeriet, 1992).
    Faraldursfræðileg athugun á ofbeldisáverkum í Reykjavík sem byggð var á komum á slysadeild Borgarspítalans (Sjúkrahúss Reykjavíkur) á árunum 1974–1991 leiddi í ljós að 41% kvenna sem leituðu til slysadeildarinnar hafði orðið fyrir ofbeldisáverkum inni á heimili (Björn Zoëga, Helgi Sigvaldason og Brynjólfur Mogensen, 1994).
    Rannsóknir sýna að því lengur sem fólk býr með maka sem beitir ofbeldi þeim mun líklegra er að það hljóti alvarlega áverka. Ofbeldið þróast yfirleitt á þann veg að það verður tíðara og alvarlegra og í sumum tilvikum lyktar því ekki nema með dauða annars aðilans. Árið 1989 létust t.d. 25 konur í Finnlandi vegna ofbeldis í fjölskyldunni (Ministry for foreign affairs, 1995). Upplýsingar frá Ástralíu og Kanada benda einnig til þess að mikill hluti manndrápa á konum sé framinn af einhverjum í fjölskyldu þeirra (United Nations, 1989). Í íslenskri rannsókn á manndrápsmálum frá 1920 til 1991 má sjá fjölda kvenna og karla sem hafa banað núverandi eða fyrrverandi maka sínum, unnusta eða unnustu. Af 49 ásetningsbrotum sem karlar höfðu framið voru 10 brotaþolar þáverandi eða fyrrverandi eiginkona eða unnusta geranda. Í þeim fimm tilvikum þar sem konur voru brotamenn voru brotaþolar eiginmaður, fyrrverandi eiginmaður, sambýlismaður, fyrrverandi sambýlismaður og unnusti (Guðjón Ólafur Jónsson, 1992).

4.2. Áhrif ofbeldis á andlegt heilbrigði þolenda.
    Konur sem búið hafa við heimilisofbeldi kvarta meira yfir kvíða, þunglyndi og líkamlegri vanlíðan en konur almennt. Hættan á áfengis- og vímuefnamisnotkun er meiri hjá konum sem búa við ofbeldi og meiri líkur eru á því að þær reyni sjálfsvíg. Tölur frá Bandaríkjunum sýna að sjálfsvígstilraunir eru tólf sinnum algengari meðal kvenna sem beittar eru heimilisofbeldi en almennt gerist (Andrews, 1990; Samtök um Kvennaathvarf, 1991 og United Nations, 1989).
    Rannsóknir hafa sýnt að ofbeldi gegn konum leiðir oft og tíðum til þess að þær hætta að geta tekið sjálfstæðar og raunhæfar ákvarðanir (Christiansen, 1992). Margar konur sem beittar eru ofbeldi eru haldnar lamandi ótta sem stigmagnast vegna stöðugrar hræðslu við að ofbeldið verði endurtekið.
    Í mörgum nýlegum rannsóknum á konum sem beittar eru ofbeldi af eiginmönnum sínum hefur komið fram að margar konur fá sjúkdómsgreininguna streituröskun eftir áfall (Post-Traumatic Stress Disorder skammstafað PTSD sbr. Alþjóðlega flokkun sjúkdóma og skyldra heilbrigðisvandamála ICD 10). Þessi sjúkdómsgreining var í fyrstu notuð til þess að greina einkenni sem rekja mátti til þess álags sem þátttaka hermanna í stríðsátökum hafði á andlega heilsu þeirra. Aðrir hópar sem sýndu svipuð einkenni voru stríðsfangar og gíslar. Seinna var farið að greina streituröskun af völdum sálrænna áfalla hjá þeim sem höfðu lent í lífsháska vegna náttúruhamfara. Rannsóknir á konum sem hafa orðið fyrir ofbeldi af völdum eiginmanna sinna hafa leitt í ljós að konurnar fá oft hliðstæð einkenni og þeir sem lent hafa í lífsháska. Þess vegna var farið að nota streituröskun eftir áföll til þess að meta afleiðingar ofbeldis í fjölskyldum á andlegt heilbrigði kvenna.
    Helstu einkenni streituröskunar eftir áfall eru (Wade og Tavris, 1996):
     —    endurupplifun reynslunnar í hugsunum eða draumum,
     —    sálrænt minnisleysi/óminni eða dofi sem veldur einangrun frá öðrum eða vanhæfni til að upplifa hamingju, nálægð við annan einstakling eða kynlöngun,
     —    ýkt árvekni/viðbrigðni, einbeitingarerfiðleikar og svefntruflanir,
     —    sektarkennd.
    Öll þessi einkenni eru vel þekkt úr rannsóknum á konum sem hafa þolað ofbeldi á heimilum sínum. Walker (1984) flokkar einkenni slíkra ofbeldisþola meðal kvenna (the battered woman's syndrome) sem undirflokk streituröskunar eftir áföll. Hún lýsir þessum undirflokki sem safni hugsana, tilfinninga og aðgerða sem á rökrænan hátt koma í kjölfar mikillar hræðslu vegna atburðar sem búast má við að verði endurtekinn.

4.3. Áhrif ofbeldis á börn.
    Börn bera þess oft merki að búa í fjölskyldum þar sem ofbeldi er beitt. Oft vita þau meira um ofbeldið en foreldrarnir gera sér grein fyrir. Þessi börn eiga á hættu að verða sjálf fyrir meiðslum hvort sem ofbeldinu er beint að þeim eða tilviljun ræður því að þau verði fyrir því. Slíkt getur gerst þegar börnin reyna að koma í veg fyrir ofbeldið. Í rannsókn Christensen (1988) á 35 börnum á aldrinum 4–6 ára er dvöldu með móður sinni í Danner-kvennaathvarfinu í Kaupmannahöfn kom í ljós að níu börn höfðu orðið fyrir ofbeldi sem ætlað var móðurinni og átta börn til viðbótar verið beitt líkamlegu ofbeldi. Í tveimur tilvikum var það móðir barnanna sem beitti þau ofbeldinu. Í annarri rannsókn kom í ljós að 6% mæðra sem sjálfar voru beittar ofbeldi áttu börn sem beitt höfðu verið ofbeldi en einungis 1% þeirra mæðra sem ekki sættu ofbeldi (Stark og Flitcraft, 1985).
    Eins og rakið var hér að framan benda sumar rannsóknir til þess að börn foreldra sem beita ofbeldi séu líklegri til að lenda í ofbeldissamböndum þegar þau fullorðnast (Strauss og Gelles, 1980). Áhrif ofbeldis í uppvexti koma ekki fram fyrr en á fullorðinsárum. Þá er talið að ofbeldi innan fjölskyldunnar á æskuárum barnsins tengist að einhverju leyti ofbeldishegðun utan heimilisins síðar meir (United Nations, 1989 og Pagelow, 1984).

4.4. Áhrif heimilisofbeldis á þolendur.
    Nokkrar spurningar í rannsókninni voru um helstu afleiðingar þess ofbeldis sem maki hefur beitt. Í ljósi þess hversu víðtækar afleiðingar líkamlegs ofbeldis geta verið var gefinn kostur á að svara fleiri en einu atriði. Eitt svar útilokaði því ekki annað. Eingöngu var spurt um áhrif á andlega heilsu.
    Rétt er að vekja athygli á því að mislangur tími hefur liðið frá því að konurnar urðu fyrir ofbeldi. Svörin geta því annars vegar vísað til skammtímaáhrifa, þ.e. hvernig konunum leið fyrst á eftir ofbeldisverknaðinn, og hins vegar til langtímaáhrifa, þ.e. langvarandi áhrifa sem konurnar finna jafnvel enn til þegar þær svara spurningalistanum. Þessum hluta rannsóknarinnar svaraði 121 kona eða 13,8% allra kvenna sem tóku þátt í rannsókninni. Niðurstöður má sjá á mynd 1.





(Mynd)





















Mynd 1.


Þær konur sem hafa verið beittar ofbeldi og áhrif þess á þær.



    Á mynd 1 má sjá að langalgengustu viðbrögðin voru tortryggni í garð annarra og greindu 85% kvennanna frá því að þær væru varkárari og meðvitaðri eftir þessa reynslu. Um 40% kvennanna sögðust fá kvíðaköst og eiga erfitt með að tengjast öðrum tilfinningaböndum. Þessar niðurstöður eru í samræmi við fyrri rannsóknir sem hafa sýnt að konur sem beittar hafa verið ofbeldi eru yfirleitt kvíðnari og þeim líður almennt verr en öðrum konum (United Nations,1989). Þá sögðust um 38% kvennanna vera reiðar. Um 33% þeirra sögðu að sjálfstraustið hefði minnkað, um 28% skömmuðust sín fyrir það sem hafði gerst og um 25% sögðust hafa sektartilfinningu. Tæplega þriðjungur kvennanna skýrði frá því að þær hefðu átt í vandræðum með svefn og næstum jafnmargar sögðust hafa verið hræddar um börnin sín. Niðurstöðurnar sýna ótvírætt að afleiðingar ofbeldis eru margþættar, oftast finna konurnar fyrir margs konar andlegri vanlíðan.
    Til að meta hvort einhver af ofangreindum atriðum verkuðu saman var beitt þáttagreiningu á þær breytur sem lýsa afleiðingum ofbeldis. Þáttagreining felur ekki í sér að tilfinningar kvennanna í kjölfar ofbeldisins sem raðast saman á einn þátt séu nauðsynlega sama eðlis, heldur að þær konur sem hafa upplifað tiltekin einkenni eru líklegri til að hafa upplifað önnur einkenni innan þess þáttar. Í töflu 2 er að finna niðurstöður þáttagreiningarinnar.

Tafla 2.

Þáttagreining á áhrifum ofbeldis



Þáttur 1

Þáttur 2

Þáttur 3



Andleg langtímaáhrif
Skammast mín
0,81

Sektartilfinning
0,78

Sjálfstraustið minna
0,72

Kvíðaköst
0,60


Andleg skammtímaáhrif
Reið
0,78
Þunglynd
0,77
Óttaslegin
0,77
Hrædd um börnin
0,63
Vandræði með svefn
0,62

Öryggisleysi
Varkárari en áður
0,83
Erfitt að tengjast tilfinningaböndum
0,49

    Niðurstöður þáttagreiningarinar eru að atriðin sem spurt var um flokkuðust í þrjá þætti. Fyrsti þátturinn felur í sér andleg áhrif til lengri tíma. Þessar niðurstöður benda til að þær konur sem beittar eru ofbeldi þjáist af sektarkennd, þær skammist sín, og í kjölfar þess minnkar sjálfstraustið. Það kemur heim og saman við niðurstöður erlendra rannsókna sem greint var frá hér að framan (Walker, 1984). Erlendar rannsóknir hafa einnig sýnt að ofbeldi gegn konum leiðir oft og tíðum til þess að þær fá kvíðaköst, sjálfstraustið minnkar og þær hætta að geta tekið sjálfstæðar og raunhæfar ákvarðanir (Christiansen 1992). Margar konur sem beittar eru ofbeldi eru haldnar lamandi ótta sem stigmagnast vegna stöðugrar hræðslu við að ofbeldið verði endurtekið.
    Annar þátturinn vísar til skammvinnri andlegra áhrifa. Reiði og ótti, hvort sem konurnar eru hræddar um sig sjálfar eða börnin sín, eru dæmi um fyrstu afleiðingar ofbeldis. Svefntruflanir koma oft í kjölfar áfalla, en þær geta líka tengst þunglyndi og depurð. Þegar þessi áhrif eru langvinn má segja að þau verði sjúkleg og geti þá flokkast sem streituröskun af völdum sálrænna áfalla.
    Þriðji þátturinn er öryggisleysis þess sem hefur verið beittur ofbeldinu. Reynslan setur mark á þær konur. Þær verða varkárari og eiga í erfiðleikum með og jafnvel varast að tengjast öðrum tilfinningaböndum.
    Til að varpa ljósi á það hvernig konurnar reyna að takast á við reynslu sína af ofbeldi var spurt hvort þær hefðu notað til þess lyf, áfengi eða ólögleg fíkniefni. Sjálfshjálp er oft fólgin í því að nota áfengi til þess að deyfa einkenni. Á mynd 1 má sjá hlutfall þeirra kvenna sem hafa notað lyf, áfengi eða önnur fíkniefni til að takast á við reynslu sína.













(Mynd.)













Mynd 1.


Hlutfall kvenna sem beittar hafa verið ofbeldi og höfðu notað


lyf, áfengi eða fíkniefni til að takast á við reynslu sína.



    Alls höfðu tæp 23% kvennanna notað áfengi í því skyni að jafna sig eftir ofbeldi og tæp 20% þeirra höfðu tekið inn lyf í sama tilgangi. Athyglisvert er að algengara var að þær sem notuðu eitthvað af þessu hefðu gert það oftar en einu sinni. Um 14% kvenna skýrðu frá því að þær hefðu notað áfengi oftar en einu sinni gagngert til að hjálpa sér til að takast á við afleiðingar af ofbeldi og um 9% sögðust hafa gert það einu sinni. Álíka hátt hlutfall kvennanna sagðist hafa notað lyf til að takast á við þessa reynslu. Um 3% kvennanna sögðust hafa notað fíkniefni og þær sem höfðu notað fíkniefni höfðu nær allar gert það oftar en einu sinni. Sérstaklega athyglisvert er að jafnalgengt er að konur noti áfengi og lyf.
    Lyfin eru væntanlega notuð að læknisráði en áfengisnotkunin bendir til þess að sumar kvennanna hafi ekki fengið hjálp frá utanaðkomandi aðilum. Með því að grípa til áfengis reyna þær að kljást við vandamálin upp á eigin spýtur. Þetta bendir til einangrunar sem gæti orsakast af skömm og sektarkennd sem eins og fram hefur komið eru algengar afleiðingar ofbeldis. Áframhaldandi áfengisneysla í því skyni að lækna alvarleg sálræn einkenni er ekki líkleg til að leysa vandann heldur má búast við að hún auki á hann. Þessar konur eiga á hættu að slík áfengisneysla þróist í áfengismisnotkun.
    Mikil skörun er á milli þeirra hópa sem nota áfengi, lyf eða ólögleg fíkniefni. Um þriðjungur þeirra kvenna sem hefur notað eitthvert þessara hefur notað þau öll. Þarna er því um að ræða ákveðinn hóp kvenna sem er í áhættuhópi hvað varðar áframhaldandi blandaða misnotkun vímuefna.

4.5. Leitað aðstoðar.
    Mikilvægt er að vita hvort konur sem beittar eru ofbeldi leita eftir einhverri aðstoð, í hvaða mæli og hvert. Slíkar upplýsingar geta gefið vísbendingu um hvernig hægt er að koma þessum konum til aðstoðar. Í rannsókninni var því spurt hvort þær konur sem hafa verið beittar líkamlegu ofbeldi hefðu leitað til einhverra varðandi aðstoð. Fyrstu rannsóknir sem gerðar voru á ofbeldi eiginmanna/sambýlismanna gegn konum sínum sýndu að margar konur höfðu reynt að fela ofbeldið. Þær litu á það sem smán og leituðu þess vegna hvorki til fjölskyldu eða vina né hins opinbera hjálparkerfis en fram kom í rannsóknum að þessi bæling varð enn frekar til þess að konurnar einangruðust og gátu ekki komist burt frá ofbeldinu.
    Í rannsókninni var ekki einungis spurt hvort konurnar hefðu leitað eftir aðstoð heldur einnig hversu ánægðar þær væru með þá aðstoð sem þær fengu. Einnig var kannað hvers vegna þær sem það átti við um leituðu ekki eftir neinni aðstoð. Á mynd 2 má sjá niðurstöður rannsóknarinnar.



(Mynd 2.)

























Mynd 2.

Hlutfall kvenna sem leitað hafa aðstoðar vegna


heimilisofbeldis og ánægja þeirra með aðstoðina sem þær fengu.



    Langalgengast er að konur leiti til þeirra sem standa þeim næst, fjölskyldu og vina. Oftast leituðu konurnar til eigin fjölskyldu, um 71% kvennanna sem höfðu verið beittar ofbeldi. Aðeins færri konur leituðu til vina sinna eða 64%. Þrátt fyrir að langflestar kvennanna séu ánægðar með aðstoð fjölskyldu og sérstaklega hjálp vinanna er tæpur þriðjungur kvennanna ekki ánægður með stuðninginn. Miklu færri konur leituðu aðstoðar hjá fjölskyldu ofbeldismannsins en eigin fjölskyldu eða tæpur þriðjungur. Færri konur voru ánægðar með aðstoð tengdafjölskyldu en stuðning eigin fjölskyldu. Í rannsókninni var einnig spurt um hvort viðkomandi þekkti einhvern persónulega sem hefur orðið fyrir ofbeldi af völdum sambýlis eða eiginmanns, 40% svarenda sögðust þekkja einn eða fleiri. Skýring á því hversu hátt hlutfall þetta er miðað við þá sem segjast hafa sjálfir verið beittir ofbeldi gæti verið að þær konur sem hafa verið beittar ofbeldi leita til fjölskyldu og fjölskyldan og vinir vita hvað hefur gerst.
    Tæp 29% leituðu til lögreglu og rétt rúmur helmingur þeirra var ánægður með þá aðstoð. Þessa niðurstöðu er hægt að túlka á þann veg að ekki minna en 29% af því ofbeldi sem konur eru beittar á heimilum sínum komi til kasta lögreglunnar. Til viðbótar koma afskipti lögreglu sem eru fyrir tilstilli nágranna eða annarra utanaðkomandi aðila.
    Rúmlega fjórðungur kvennanna leituðu til sálfræðings eða heimilislæknis. Heldur færri konur fóru til geðlæknis og álíka margar leituðu eftir stuðningi prests. Um 75% voru ánægðar með þjónustu heilbrigðisstétta og aðeins færri eða 57% ánægðar með stuðning prestsins.
    Alls höfðu 17% kvennanna leitað til slysavarðstofu vegna líkamlegra áverka. Í þessum hópi er trúlega að finna þær konur sem eru alvarlegast slasaðar og mest meiddar. Tæplega 79% þessara kvenna voru ánægðar með þjónustu slysavarðstofunnar.
    Af þeim konum sem hafa verið beittar ofbeldi hafa einungis 14% leitað til Kvennaathvarfsins. Það rennir stoðum undir þá fullyrðingu að einungis brot af þeim konum sem beittar eru ofbeldi leiti til Kvennaathvarfsins. Rétt er þó að benda á að hér er ekki tekið inn í hversu alvarlegt ofbeldið er né hversu oft því hefur verið beitt. Leiða má líkum að því að konur sem oft hafa verið beittar miklu ofbeldi leiti frekar til Kvennaathvarfsins en þær sem hafa upplifað það einu sinni.
    Athygli vekur að af þeim 14% kvenna sem leita til lögfræðings vegna ofbeldis maka er aðeins helmingur ánægður með veitta aðstoð.
    Hér kemur fram að konur leita afar sjaldan til Félagsmálastofnunar vegna ofbeldis og aðeins helmingur kvenna sem það gera er ánægður með stuðning hennar. Þetta bendir til þess að fæsta þolendur heimilisofbeldis sé að finna í skjólstæðingahópi félagsmálastofnunar. Örlítið brot kvennanna hafði leitað til Kvennaráðgjafarinnar og voru allar ánægðar með þjónustu hennar.
    Niðurstöðurnar úr rannsókninni sýna að konur sem beittar eru ofbeldi leita til margra og mismunandi aðila. Þess vegna er ekki hægt að álykta um tíðni heimilisofbeldis út frá gögnum lögreglu, sjúkrahússkýrslum eða skýrslum Kvennaathvarfs eða annarra stofnana.
    Það er athyglisvert að einungis 12 konur sögðust ekki hafa leitað aðstoðar neins. Ástæðurnar sögðu þær einkum vera að þær vildu ekki binda endi á sambandið eða að þær hafi ekki þurft á hjálp að halda. Örfáar konur sögðust ekki hafa vitað hvert þær ættu að leita eða að það hafi ekki verið nein þjónusta fyrir hendi. Þessa niðurstöðu er hægt að túlka á tvennan hátt. Annars vegar að það sé orðum aukið að konur vilji ekki tjá sig um ofbeldið þar sem þær skammist sín fyrir það. Hins vegar getur skýringin verið sú að það ofbeldi sem konur eru beittar hér á landi komi ekki allt fram í þessari rannsókn. Ef konurnar hafa aldrei talað við neinn um ofbeldið eða leitað neinnar aðstoðar er ekki víst að þær vilji viðurkenna það í rannsókn sem þessari. Telja verður líklegt að það sé ákveðinn hópur kvenna sem viðurkennir ekki ofbeldið eða vill ekki tjá sig um það og rannsóknin nái því ekki til þess hóps.
    Eins og fram hefur komið sýna niðurstöður úr rannsókninni að konur sem beittar eru ofbeldi leita aðstoðar og stuðnings bæði hjá hinu óformlega og hinu formlega hjálparkerfi samfélagsins. Þetta er eðlilegt þar sem þær þurfa ekki allar sams konar hjálp. Rúnar Vilhjálmsson, (1990, 1993) hefur greint fjóra þætti félagslegs stuðnings í andlegan stuðning, ráðgjöf, verklega hjálp og efnisaðstoð. Þótt líklegast sé að andlegur stuðningur sé sóttur til fjölskyldu og vina getur hann líka verið að finna meðal fagfólks. Fyrir þolanda ofbeldis, sérstaklega ofbeldis sem konur eru beittar af eiginmönnum eða sambýlismönnum, er viðurkenning á ofbeldinu oftast mjög mikilvæg. Fagfólk er ekki síður líklegt en vinir og ættingjar til þess að telja ofbeldi í fjölskyldum lögbrot og félagslegt vandamál. Hinu má heldur ekki gleyma að í fjölskyldum er oft að fá verklega hjálp og efnisaðstoð. Stundum kemur slíkur stuðningur til viðbótar stuðningi hins opinbera hjálparkerfis en líklegt er að slík aðstoð sé oftast nægileg og þá sé ekki leitað til hins opinbera velferðarkerfis nema í undantekningartilvikum.
    Rannsóknin staðfestir að margir aðilar og stofnanir fást við ofbeldi í fjölskyldum. Almennt séð eru konurnar nokkuð ánægðar með þá hjálp sem þær fá. Mest er ánægjan með aðstoð Kvennaráðgjafar, Kvennaathvarfs og slysavarðstofu og stuðning vinanna. Bæði óformleg og formleg aðstoð sem nú er veitt virðist því nýtast vel mörgum konum sem beittar eru ofbeldi af mökum sínum. Konurnar voru síst ánægðar með aðstoð lögreglu, lögfræðinga og félagsmálastofnunar.
    Vegna þess hve hið óformlega stuðningskerfi fjölskyldna og vina á mikinn þátt í að styðja við bakið á konum sem beittar hafa verið ofbeldi er mikilvægt að fræðsla um ofbeldi gegn konum nái til almennings. Fyrstu viðbrögð fjölskyldu og vina geta haft mikil áhrif á hvernig mál þróast. Félagslegt aðhald getur stöðvað ofbeldi og skilningur almennings á heimilisofbeldi sem sérstöku vandamáli getur því skipt höfuðmáli um áframhaldandi þróun þess.

5. LOKAORÐ
    Rannsóknir á tíðni heimilisofbeldis hafa verið gerðar í ýmsum löndum en vegna mismunandi rannsóknaraðferða er erfitt að bera saman ólíkar rannsóknir milli landa. Þrátt fyrir það sýna niðurstöður þessarar rannsóknar að heimilisofbeldi er sjaldgæfara en í ýmsum öðrum löndum, t.a.m í Bandaríkjunum. Umfang þess virðist vera svipað og í Danmörku en rannsóknir á tíðni heimilisofbeldis hafa ekki verið framkvæmdar annars staðar á Norðurlöndunum. Rannsóknin sem framkvæmd var hér á landi hefur ákveðna sérstöðu þar sem hún náði til allrar þjóðarinnar en flestar erlendar rannsóknir og sérstaklegar bandarískar eru oft gerðar meðal tiltekinna þjóðfélagshópa (Wilt og Olsen, 1996). Út frá slíkum rannsóknum er ekki hægt að alhæfa um niðurstöður og enn síður hægt að heimfæra þær á milli landa.
    Niðurstöður rannsóknarinnar staðfesta eldri rannsóknir sem hafa sýnt að ofbeldi gegn konum er á margan hátt ólíkt ofbeldi gegn körlum. Ofbeldi gegn körlum er oftast framið af ókunnugum en ofbeldi gegn konum af einhverjum sem þær þekkja. Niðurstöðurnar sýna að þegar um er að ræða ofbeldi milli hjóna eða sambýlisfólks er ofbeldið oft endurtekið.
    Þegar spurt var um það ofbeldi sem viðkomandi hafi verið beittur síðastliðna 12 mánuði má sjá hversu umfangsmikið vandamálið er á hverjum tíma. Ef tölurnar eru umreiknaðar og þeim beitt á fjölda kvenna á aldrinum 18 til 65 ára hafa tæplega 350 konur verið beittar ofbeldi einu sinni á síðasta ári af völdum núverandi eða fyrrverandi eiginmanns eða sambýlismanns. Enn stærri hópur kvenna, um 750 konur, hafa mátt þola ofbeldi af völdum eiginmanns oftar en einu sinni og bendir það til þess að þær búi við ofbeldi. Könnunin svarar því ekki hversu oft var um einstakan ofbeldisverknað að ræða eða hvort ofbeldið var upphafið að lengra ofbeldisferli. Samtals hafa á bilinu 1000 til 1100 konur mátt þola ofbeldi af hendi núverandi eða fyrrverandi eiginmanns eða sambýlismanns á síðasta ári. Hins vegar hafa um 650 karlar verið beittir ofbeldi af núverandi eða fyrrverandi maka. Af þessu má sjá að heimilisofbeldi er til staðar á heimilum hér á landi og í sumum tilfellum á það sér stað með reglulegu millibili.
    Sýnt hefur verið fram á það í rannsóknum að þegar spurt er um hvort menn hafi verið beittir ofbeldi yfir æviskeiðið verða niðurstöður mun óáreiðanlegri en þegar spurt er um síðustu 12 mánuði. Samanburður á rannsóknum sem gerðar hafa verið á heimilisofbeldi í Bandaríkjunum sýndi að allt frá 9% til 30% kvenna sögðust hafa verið beittar ofbeldi. Höfundar þeirra rannsókna benda á að munur milli mismunandi rannsókna sé miklu minni þegar spurt er um síðustu 12 mánuði en um æviskeiðið. Í ljósi þess að þær niðurstöður eru ábyggilegri hefur verið lögð á það áhersla í þessari rannsókn að skoða það ofbeldi sem konur hafa verið beittar síðustu 12 mánuði (Wilt og Olsen, 1996).
    Eins og eldri rannsóknir sýna niðurstöður þessarar rannsóknar að engar einfaldar skýringar eru á heimilisofbeldi. Fjárhags- og félagslegt öryggisleysi, barnsburðarhlutverkið og yfirráð eru þættir sem skýra að einhverju leyti ofbeldi gagnvart konum. Sýnt er þó að skýringar ofbeldis er ekki að finna í einstaklingsbundnum einkennum eða félagslegum aðstæðum þeirra kvenna sem hafa verið beittar ofbeldi. Ofbeldi gegn konum stafar ekki af einhverri einni orsök heldur verður það einungis skýrt út frá mörgum mismunandi orsakaþáttum. Hafa verður í huga að engin ein skýring er algild. Niðurstöðurnar sýna ekki að einstakir hópar í þjóðfélaginu verði frekar fyrir ofbeldi en aðrir. Niðurstöðurnar sýna ótvírætt að afleiðingar ofbeldis eru margþættar og oftast finna þær konur er fyrir ofbeldinu verða fyrir margs konar andlegri vanlíðan. Í rannsókninni eru greindar þrenns konar meginafleiðingar en það eru skammtímaafleiðingar, langtímaafleiðingar og öryggisleysi. Það kom á óvart að flestar konurnar höfðu leitað sér einhverrar aðstoðar. Stuðningskerfið sem konur njóta er einkum frá eigin fjölskyldu sem gæti skýrt hversu margir segjast þekkja konur sem hafa verið beittar ofbeldi.
    Ofbeldi er alvarlegt vandamál eins og niðurstöður rannsóknarinnar staðfesta. Leggja verður áherslu á að forvarnir og fræðsla nái til allra þar sem ein meginniðurstaða rannsóknarinnar er sú að ofbeldi fyrirfinnst í öllum hópum. Enn fremur vegna þess að þær konur sem hafa verið beittar ofbeldi leita til fjölskyldu sinnar og sinna nánustu um ráð og stuðning. Forvarnir og fræðsla verða ekki markviss nema byggt sé á þekkingu og því var talið nauðsynlegt að gera rannsókn á heimilisofbeldi á Íslandi. Með því að afla aukinnar þekkingar á ofbeldi á heimilum með íslenskum rannsóknum eins og þeirri sem hér hefur verið greint frá er þess vænst að hægt sé að bæta forsendur fyrir aðgerðum, hafa áhrif á viðhorf og umræðu í þjóðfélaginu.

6.     HEIMILDIR
Alberoni, Francesco (1987). Forelsking og kjærleik. Oslo: Det Norske samlaget.
     Andrews, Arlene. (1990). Crisis and Recovery Services for Family Violence Survivors. Í Roberts R., Albert (ritstj). Helping Crime Victims: Research, Policy and Practice.Newbury Park: Sage Publications.
     Björn Zoëga, Helgi Sigvaldason og Brynjólfur Mogensen (1994). Ofbeldisáverkar: Faraldsfræðileg athugun í Reykjavík 1974–1991. Læknablaðið, 80, 531–535.Christensen, Else (1988). Opvækst eller overlevelse: Psykisk forsvar mod vold og strategier for overlevelse hos 4–6 årige børn i familier med hustrumishandling. Kaupmannahöfn: Socialstyrelsens Informations- og Konsulentvirksomhed.
     Christensen, Else og Koch-Nielsen, Inger (1992). Vold ude og hjemme: En undersøgelse af fysisk vold mod kvinder og mænd. København: Social Forsknings Instituttet.
     Dekeseredy, Walter S. og Hinch, Ronald (1991). Woman abuse: Sociological perspectives. New York: Thompson Educational Publishers.
     Dobash, R. Emerson og Russell, Dobash (1979). Violence against wives. A case against patriarchy. New York: The Free Press.
Gelles, Richard J. (1972). The violent home. Beverly Hills: Sage.
—    (1979). Family violence. Beverly Hills: Sage.
     Gelles, Richard J. og Srauss, Maurray A. (1988). Intimate violence: The causes and consequences of abuse in the American family. New York: Simon og Shuster.
Goode, Erich. (1994). Diviant Behavior. 4. útg. New York: Prentice Hall Inc.
Guðjón Ólafur Jónsson, (1992). Manndráp: Verknaður, brotamenn og brotaþolar. Óútgefin B.A. ritgerð: Háskóli Íslands, Lagadeild.
Helgi Gunnlaugsson (1994). Ofbeldi á íslandi: Eðli, orsakir og úrbætur. Barnaheill, 5, 20–22.
Hildigunnur Ólafsdóttir, Sigrún Júlíusdóttir og Þorgerður Benediktsdóttir (1982).
Ofbeldi í íslenskum fjölskyldum. Geðvernd, 17, 7–31.
Hildigunnur Ólafsdóttir (1989). Nauðgunarmál. Um afbrotið nauðgun, kærða, konur og málsmeðferð. Í Skýrslu nauðgunarmálarefndar. Reykjavík: Dómsmálaráðuneytið.
     Isdal, Per (1990). Vold og kjærlighet — menn som mishandler kvinner. Í T. Anstorp og E. Axelsen (ritstj.), Menn i forandring. En tydeliggjøring av problemer og utviklingsmuligheter. Tano.
Jonassen, Wenche (1989). Kvinner hjelper kvinner. En evaluering av krisesentrene. (NIBR-rapport). Oslo.
Justitsministeriet (1992). Rapport om vold mod kvinder i Danmark: Kaupmannahöfn: Justitsministeriet.
     Lárus Helgason (1977). Psychiatric services and mental illness in Iceland:
    Incidence study (1966–1967) with 6–7 years follow-up. Acta Psychiatrica
    Scandinavica Supplementum 268. Copenhagen: Munksgaard.
     Leonard, Kenneth E. og Blane, Howard T. (1992). Alcohol and marital aggression in a national sample of young men. Journal of Interpersonal Violence, 7, (1)
     Matza, David og Sykes, Gresham (1957). Techniques of neutralization. American Sociological Review, 22, 664–670.
     Meier, Joan S. (1994). Notes from the underground: Integrating psychological and legal perspectives on domestic violence in theory and practice. Hofstra L. Rev., 21, 1295–1298.
     Ministry for foreign affairs (1995). Implementation of the Nairobi strategies. The national report by Finland. Helsinki: Publication of ministry for foreign affairs.
     O'Brien, John E. (1975). Violence in divorce-prone families. Í Steinmetz, Suzanne K. og Straus, Murray A. (ritstj). Violence in the Family. New York: Dodd, Mead.
Pagelow, Mildred D. (1984). Family violence. New York: Praeger.
     Pizzey, Erin (1974). Scream quietly or the neighbors will hear. London: Penguin book limited.
     Rossi, P., Waite, E., Bose, C. E., Berk, R. E. og Johns, H. (1974). The seriousness of crimes: Normative struture and individual differences. American Journal of Sociology, 39, 224–237.
Rúnar Vilhjámsson (1993). Eðli samhjálpar. Tímarit Háskóla Íslands 6, 5–12.
—    (1989). Um rannsóknir á eðli og þýðingu samhjálpar. Íslensk félagsrit, 1, 7–32.
     Samtök um kvennaathvarf (1991). Ofbeldi gegn eiginkonum: hvað — hvernig — hvers vegna? Reykjavík: Samtök um kvennaathvarf.
—    (1995). Samtök um kvennaathvarf: Ársskýrslur 1992 og 1993. Reykjavík: Samtök um kvennaathvarf.
     Sigrún Júlíusdóttir (ritstj.), Friðrik H. Jónsson, Nanna K. Sigurðardóttir og Sigurður Grétarsson (1995). Barnafjölskyldur: samfélag — lífsgildi — mótun. Reykjavík: Félagsmálaráðuneytið.
     Skjørten, Kristin (1988). Når makt blir vold: En analyse av seksualisert vold i parforhold. Oslo: Institutt for kriminologi og strafferett.
—    (1993) Voldbilder i hverdagen — om menns forståelser av kvinnemishandling. Oslo: Institutt for kriminologi.
     Smearman, Claire A. (í prentun). At the crossroads: Domestic violence and legal reform in Iceland. Úlfljótur.
     Stacey, William A. og Shupe, Anson (1983). The Family secret: domestic violence in America. Boston: Beacon Press.
     Stacey, William A., Lonnie R. Hazlewood og Shupe, Anson (1994). The violent couple. Westport: Preager.
     Stark, E., Flitcraft, A. og Frazier, W. (1979). Medicine and patriarchal wisdom: The social construction of a private event. International Journal of Health Services, 9, 461–493.
     Stark, E. og Flitcraft, A (1985). Woman-battering, child abuse and social heredity: What is the relationship. Í N. Johnson (ritstj.), Marital Violence. London: Routledge and Kegan Paul.
Statistics Canada (1993). Violence Against Women Survey. Ottawa: Statistics Canada.
     Steinmetz, Susan K. (1977). Wife beating, husband beating a comparison of the use of physical violence between spouses to resolve marital fights. Í M. Roy (ritstj.), Battered Women. (útgáfustað vantar): Von Nostrand Reinhold.
     Straus, Murray A., Gelles, R. J. og Steinmetz, S. K. (1980). Behind closed doors. Violence in the American family. New York: Anchor Books.
     Straus, Murray A. og Gelles, R. J. (1986). Societal change and change in family violence from 1975 to 1985 as revealed by two national surveys. Journal of Marriage and the Family, 48, 465–479.
     Tómas Helgason og Hildigunnur Ólafsdóttir (1988). Norræn áfengisneyslurannsókn 1979. Læknablaðið, 4, 145–153.
     United Nations Office at Vienna, Centre for Social Development and Humanitarian Affairs (1989). Violence Against Women in the Family (skýrsla). New York: United Nations.
     United Nations (1996). Samningur um afnám allrar mismunar gegn konum. Reykjavík: Félagsmálaráðuneytið.
     Þorlákur Karlsson og Þórólfur Þórlindsson (1989). Á vit óvissunnar. Samfélagstíðindi, 9, 95–112.
Þorlákur Karlsson og Þórólfur Þórlindsson (1991). Hinn þögli minni hluti. Samfélagstíðindi, 11, 68–80.
     Þórólfur Þórlindsson og Jón Gunnar Bernburg (1996). Ofbeldi meðal unglinga. Reykjavík: Rannsóknastofnun uppeldis- og menntamála.
     Wade, Carol og Tavris, Carol (1996). Psychology. New York: Harper and Row.
     Walker, Leonore (1984). The battered woman syndrom. New York: Springer.
     Wilt, Susan og Olson, Sarah (1996). Prevalence of domestic violence in the United States. Journal of the American Medical Womens Association, 51, 77–82.
Neðanmálsgrein: 1
Um marktækan mun er að ræða nema að annað sé tekið fram.