Ferill 351. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 351 . mál.


624. Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um sérfræðimenntaða lækna.

Frá Rannveigu Guðmundsdóttur.



    Hversu margir sérfræðimenntaðir læknar sem starfa hjá Ríkisspítölum eru jafnframt með sjálfstæðan atvinnurekstur? Svarið óskast sundurliðað eftir deildum og sérgreinasviðum.
    Byggist vinna sérfræðimenntaðra lækna, sem starfa hjá Ríkisspítölum og eru jafnframt með sjálfstæðan atvinnurekstur, á kjarasamningum lækna?
    Hvert er starfshlutfall sérfræðinga á Ríkisspítölum sem jafnframt eru með sjálfstæðan atvinnurekstur, sundurliðað eftir deildum og sérgreinum?
    Eru kjör sérfræðimenntaðra lækna sem starfa eingöngu hjá Ríkisspítölum þau sömu og sérfræðinga sem jafnframt eru með sjálfstæðan atvinnurekstur?
    Eru aðrir sérfræðingar í hlutastarfi hjá Ríkisspítölum sem jafnframt eru með sjálfstæðan atvinnurekstur, svo sem sálfræðingar, félagsráðgjafar, iðjuþjálfar, sjúkraþjálfar og næringarráðgjafar? Ef svo er, er það þá samkvæmt kjarasamningum? Hversu margir eru sérfræðingarnir? Hvernig skiptast þeir eftir starfsgreinum og deildum?


Skriflegt svar óskast.