Ferill 286. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 286 . mál.


628. Svar



dómsmálaráðherra við fyrirspurn Guðjóns Guðmundssonar um tekjur af happdrættum.

    Fyrirspyrnin hljóðar svo:
    Hver var
    heildarsala,
    vinningar,
    rekstrargjöld og
    hagnaður
þeirra happdrætta, söfnunarkassa og getrauna sem störfuðu samkvæmt lögum árin 1995 og 1996? — Svar óskast sundurliðað eftir aðilum.
    Hvernig er háttað eftirliti ríkisins með þessum happdrættum?


    Eftirfarandi tafla, sem skipt er eftir happdrættum, sýnir heildarsölu, vinninga, rekstrargjöld og hagnað þeirra aðila sem störfuðu árin 1995–96:

1. Happdrætti Háskóla Íslands.
    Reikningsárið 1995.


Flokka-

Happa-

Gull-

Samtals


happdrætti

þrenna

náman

í millj. kr.


Heildarsala 995
,6 195 ,1 619 ,4
1.810 ,1
Vinningar 709
,8 95 ,8 *137 ,7
943 ,3
Bein rekstrargjöld 102
,9 74 ,3 264 ,0
441 ,2
Sameiginlegur kostnaður
105 ,3

*    Gull- og silfurpottar; aðrir vinningar, sem nema um 86% af veltu, eru hvorki tekju- né gjaldfærðir.

     Hagnaður af rekstri
320
,3 millj. kr.
    þar af einkaleyfisgjald
54
,2 millj. kr.

2. Vöruhappdrætti SÍBS.
    Reikningsárið 1995.

    
Heildarsala
224
,5 millj. kr.
Vinningar
137
,2 millj. kr.
Rekstrargjöld
55
,3 millj. kr.
Hagnaður
32
,0 millj. kr.


3. Happdrætti Dvalarheimilis aldraðra sjómanna — DAS.
    Reikningsárið maí 1995 til apríl 1996.


Flokka-

Bingó-

Samtals


happdrætti

lottó

í millj. kr.


Heildarsala 164
,7 45 ,5
    210,2
Vinningar 73
,8 20 ,3
    94,1
Rekstrargjöld 47
,7 44 ,7
    92,4
Hagnaður/tap 43
,2 (19 ,5)
    23,7


4. Íslenskar getraunir.
    Reikningsárið júlí 1995 til júní 1996.


Samtals


1x2

Lengjan

í millj. kr.


Sala 204
,0 213 ,0
417 ,0
Vinningar 92
,0 138 ,0
230 ,0
Rekstrargjöld, óskipt
131 ,0
Greiðslur til íþróttahreyfingarinnar í rekstri
47 ,0
Hagnaður til ráðstöfunar
6 ,0

    Hagnaður til ráðstöfunar
6
,0 millj. kr.
     Skipting:

    ÍSÍ
4
,2 millj. kr.
    UMFÍ
1
,2 millj. kr.
    Íþróttanefnd ríkisins
0
,6 millj. kr.


5. Íslensk getspá.
    Reikningsárið júlí 1995 til júní 1996.


Víkinga-

Samtals


Lottó

lottó

Kínó

í millj. kr.


Sala 912
,0 222 ,5 27 ,3
1.161 ,8
Vinningar 340
,2 86 ,0 9 ,4
435 ,6
Rekstrargjöld 258
,8 74 ,3 35 ,8
368 ,9
Rekstrarafgangur/tap 313
,0 62 ,2 (17 ,9)
357 ,3


    Ráðstafað til eignaraðila
365
,1 millj. kr.
    Skipting:
    ÍSÍ
170
,4 millj. kr.
    Öryrkjabandalag Íslands
146
,0 millj. kr.
    UMFÍ
48
,7 millj. kr.


6. Íslenskir söfnunarkassar.
    Reikningsárið júlí 1995 til júní 1996.

     Innkomið úr kössum
992 ,8 millj. kr.
    Söfnunarkassar
56 ,0 millj. kr.
    Lukkuskjáir
756 ,3 millj. kr.
    Pókerkassar
180 ,5 millj. kr.

    Vinningar, sem nema um 90% af veltu, eru hvorki tekju- né gjaldfærðir.

    Rekstrargjöld
294 ,7 millj. kr.
        
Gjaldfært vegna framlags til HHÍ
57
,4 millj. kr.
    Rekstrarafgangur
640 ,7 millj. kr.

    Ráðstafað til eignaraðila
630 ,1 millj. kr.
    Landsbjörg
66 ,0 millj. kr.
    Slysavarnafélag Íslands
83 ,0 millj. kr.
    SÁÁ
55 ,4 millj. kr.
    Rauði kross Íslands
425 ,7 millj. kr.

    Eftirlit með flokkahappdrættum, þ.e. Happdrætti HÍ, Vöruhappdrætti SÍBS og Happdrætti DAS, annast happdrættisráð sem skipuð eru af dómsmálaráðherra til þriggja ára í senn fyrir hvert happdrætti. Happdrættisráðin hafa eftirlit með útdrætti, fylgjast með rekstri og skulu samþykkja vinningaskrá. Happdrættisráði ber að tilkynna dómsmálaráðuneytinu tafarlaust ef það telur að ákvæði laga þeirra eða reglugerða, sem happdrætti starfar eftir, séu brotin.
    Eftirlit með starfsemi Íslenskra getrauna hefur dómsmálaráðherra skv. 5. gr. laga um getraunir nr. 59/1972 og skv. 43. gr. reglugerðar fyrir Íslenskar getraunir, nr. 543/1995, skipar ráðherra eftirlitsmann til þriggja ára í senn, svo og varaeftirlitsmann.
    Eftirlit með starfsemi Íslenskrar getspár hefur dómsmálaráðherra skv. 6. gr. laga um talnagetraunir og samkvæmt reglugerð fyrir talnagetraunir Íslenskrar getspár nr. 86/1993, 5. gr. 5.1, hefur fulltrúi ráðuneytisins eftirlit með útdrætti vinninga. Til að úrskurða kærur skipar ráðuneytið mann til þriggja ára og annan til vara, 10. gr. 10.2, og eftirlit með tölvukerfi er í höndum endurskoðunarskrifstofu sem ráðuneytið samþykkir.
    Eftirlit með söfnunarkössum Íslenskra söfnunarkassa sf. er þannig háttað að skv. 2. mgr. 2. gr. laga um söfnunarkassa skulu reikningar fyrir innkomið söfnunarfé og rekstur kassanna endurskoðaðir af tveimur endurskoðendum, einum tilnefndum af þeim samtökum sem standa að rekstrinum og einum tilnefndum af dómsmálaráðherra.