Ferill 357. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 357 . mál.


631. Fyrirspurn



til samgönguráðherra um laun og starfskjör starfsmanna Pósts og síma.

Frá Ástu R. Jóhannesdóttur.



    Hver eru heildarlaunakjör og starfskjör æðstu yfirmanna Pósts og síma hf., þ.e. forstjóra, framkvæmdastjóra og forstöðumanna sviða, stöðvarstjóra, deildarstjóra og annarra stjórnenda, svo og heildarlaun og starfskjör sömu eða sambærilegra yfirmanna á ári sl. þrjú ár, 1994–96, áður en Pósti og síma var breytt í hlutafélag?
                  Svar óskast sundurliðað eftir föstum grunnlaunum, öðrum greiðslum, þóknunum og fríðindum, svo sem ferðakostnaði, risnu og bifreiðahlunnindum.
    Hvaða reglur gilda um risnu, ferða- og dvalarkostnað og bílafríðindi fyrrgreindra starfsmanna fyrir og eftir breytinguna og hverjar eru áætlaðar fjárhæðir í því sambandi?
    Sitja eða sátu fyrrgreindir starfsmenn í stjórnum fyrirtækja eða stofnana sem tengjast starfsemi Pósts og síma eða Pósts og síma hf. og hvaða greiðslur hafa þeir þegið fyrir slík störf?
    Hver eru heildarlaun og starfskjör stjórnarmanna hjá Pósti og síma hf. og hver tók ákvörðun um þau?
                  Svar óskast sundurliðað eftir launum formanns og annarra stjórnarmanna.


Skriflegt svar óskast.