Ferill 171. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 171 . mál.


654. Breytingartillögur



við frv. til l. um atvinnuleysistryggingar.

Frá meiri hluta félagsmálanefndar (SF, EKG, MS, PHB, ArnbS, KPál).



    Við 2. gr.
         
    
    Í stað orðanna „18 ára“ í 1. tölul. 1. mgr. komi: 16 ára.
         
    
    Lokamálsliður 4. tölul. 1. mgr. falli brott.
         
    
    Í stað orðanna „tvær vikur“ í 5. tölul. 1. mgr. komi: þrjá daga.
         
    
    6. tölul. 1. mgr. orðist svo: Eru reiðubúnir að ráða sig til allra almennra starfa.
         
    
    3. mgr. falli brott.
    Við 3. gr.
         
    
    Orðin „svo sem vegna veikinda barna eða maka eða vegna umönnunar aldraðs foreldris“ í 1. mgr. falli brott.
         
    
    Í stað orðanna „í allt að sex mánuði“ í 2. mgr. komi: meðan á töku fæðingarorlofs stendur.
    Við 4. gr. Á eftir orðinu „trúnaðarlæknis“ í 4. mgr. komi: Atvinnuleysistryggingasjóðs.
    Við 5. gr.
         
    
    Í stað orðanna „55 bótadaga“ í 2. málsl. 4. tölul. komi: 40 bótadaga.
         
    
    Í stað síðari málsliðar 5. tölul. komi tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Stjórn Atvinnuleysistryggingasjóðs er heimilt að setja reglur um að þeir sem hætta námi fyrir lok námsannar skuli undir sérstökum kringumstæðum eiga bótarétt. Reglur þessar skulu hljóta staðfestingu ráðherra.
    Við 6. gr.
         
    
    Orðin „enda hafi tekjur hans síðustu tólf mánuði fyrir skráningu eigi verið hærri að meðaltali en sem nemur tvöföldum atvinnuleysisbótum á mánuði“ í 1. mgr. falli brott.
         
    
    2. mgr. falli brott.
    Við 7. gr. Í stað 1. og 2. mgr. komi ný málsgrein, svohljóðandi:
                  Hámarksbætur atvinnuleysistrygginga skulu nema 2.433 kr. á dag. Lágmarksbætur eru 1 / 4 hluti sömu fjárhæðar. Fjárhæð hámarksbóta kemur til endurskoðunar við afgreiðslu fjárlaga ár hvert með tilliti til þróunar launa, verðlags og efnahagsmála. Þó er félagsmálaráðherra heimilt, að fengnu samþykki ríkisstjórnar, að breyta bótafjárhæð ef verulegar breytingar verða á launaþróun og þjóðhagsforsendum frá afgreiðslu fjárlaga.
    Við 9. gr. 2. mgr. falli brott.
    Við 13. gr. 4. mgr. orðist svo:
                  Bjóðist hinum atvinnulausa starf sem að starfshlutfalli er minna en bótaréttur hans segir til um skal úthlutunarnefnd meta með hliðsjón af möguleikum hans á fullu starfi, sbr. og 6. tölul. 1. mgr. 2. gr. laga þessara, hvort honum sé eftir atvikum rétt eða skylt að taka því hlutastarfi sem í boði er.
    Við 15. gr. Orðið „vísvitandi“ í 1. mgr. falli brott.
    Við 16. gr.
         
    
    Í stað orðanna „tveggja vikna“ í 2. málsl. 3. mgr. komi: þriggja mánaða.
         
    
    4. mgr. falli brott.
         
    
    Við 5. mgr. bætist: svo og kostnaður sem af starfi nefndanna leiðir.
         
    
    Við greinina bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                            Úthlutunarnefnd ákveður fyrirkomulag á afgreiðslu bóta.
    Við 19. gr. Orðin „þar með talda útborgun bóta“ í fyrri málslið 1. mgr. falli brott.
    Á eftir 22. gr. komi ný grein er orðist svo:
                  Árlega skal verja ákveðinni fjárhæð úr Atvinnuleysistryggingasjóði til að styrkja starfsmenntun í atvinnulífinu, sbr. lög þar að lútandi, og til sérstakra þróunarverkefna til að fjölga atvinnutækifærum fyrir konur samkvæmt reglum sem ráðherra setur. Fjárhæð þessara framlaga ákvarðast við afgreiðslu fjárlaga ár hvert.
    Við 25. gr. Í stað orðanna „og Innheimtustofnun sveitarfélaga“ í 1. mgr. komi: Innheimtustofnun sveitarfélaga og hlutaðeigandi lífeyrissjóðum.
    Við 26. gr. Í stað orðanna „sviksamlegu athæfi“ í 2. mgr. komi: því að gefa rangar eða villandi upplýsingar eða leyna upplýsingum um hagi sína.
    Ákvæði til bráðabirgða I orðist svo:
                  Á meðan kjararannsóknarnefnd starfar skal kostnaður við störf nefndarinnar greiddur úr Atvinnuleysistryggingasjóði. Reikningar yfir slíkan kostnað skulu samþykktir af forsætisráðherra.
                  Verði breyting á starfsemi kjararannsóknarnefndar er forsætisráðherra heimilt að samþykkja greiðslu kostnaðar af hliðstæðri starfsemi þeirri sem kjararannsóknarnefnd hefur annast þótt ákveðið verði að hún skuli unnin af öðrum aðilum.
    Við bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, er orðist svo:
                  Stjórn Atvinnuleysistryggingasjóðs skal heimilt á árinu 1997 að gera tillögu til að styrkja sérstök verkefni á vegum sveitarfélaga til eflingar atvinnulífi, enda verði dregið samsvarandi úr greiðslum atvinnuleysisbóta á viðkomandi stað. Úthlutun styrkja skal vera í samræmi við reglur sem ráðherra setur að fenginni umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga. Tillögur sjóðstjórnar um styrkveitingu skulu staðfestar af ráðherra.