Ferill 419. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 419 . mál.


721. Fyrirspurn



til iðnaðarráðherra um hættumat vegna virkjanaframkvæmda.

Frá Margréti Frímannsdóttur.



    Hefur ráðuneytið, Landsvirkjun eða aðrir aðilar látið meta hugsanlegar afleiðingar þess að stíflumannvirki við uppistöðulón bresta? Ef svo er, hverjar eru niðurstöðurnar? Ef svo er ekki, mun ráðherra beita sér fyrir því að slíkt mat verði framkvæmt? Hefur ráðuneytið upplýsingar um afleiðingar slíkra atburða í öðrum löndum?
    Er hættumat framkvæmt sem hluti af undirbúningsrannsóknum vegna virkjanaframkvæmda? Ef svo er, hver er niðurstaða þess mats sem framkvæmt hefur verið vegna væntanlegra virkjanaframkvæmda? Ef svo er ekki, mun ráðherra beita sér fyrir því að slíkt mat verði framkvæmt?