Ferill 420. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 420 . mál.


722. Fyrirspurn



til viðskiptaráðherra um útilokun fyrirtækja frá markaði.

Frá Svavari Gestssyni.



    Telur ráðherra að fyrirtæki hafi heimild til þess samkvæmt samkeppnislögum að útiloka önnur fyrirtæki frá markaði með sérstökum dreifingarsamningum eða hliðstæðum samningum?
    Eru þess dæmi að slíkir samningar hafi verið gerðir og hefur farið fram sérstök rannsókn á þeim?
    Hafi slíkir samningar verið gerðir, hvaða fyrirtæki hafa gert þá og hver hafa afskipti Samkeppnisstofnunar verið af þeim?
    Hyggst Samkeppnisstofnun reyna að koma í veg fyrir að slíkir samningar verði gerðir og telur stofnunin að hún hafi lagaheimildir til að koma í veg fyrir þá?