Ferill 427. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 427 . mál.


731. Fyrirspurn



til utanríkisráðherra um kjarnavopn á Íslandi.

Frá Hjörleifi Guttormssyni.



    Hvað er hæft í því sem haft er eftir fyrrverandi starfsmanni sænsku utanríkisþjónustunnar, Leif Leifland, í sænskum fjölmiðlum nýverið (Dagens Nyheter 1. mars 1997) að kjarnavopn hafi verið geymd í herstöðinni á Keflavíkurflugvelli?
    Hefur utanríkisráðherra látið kanna heimildir er varða samskipti Íslands og Bandaríkjanna fyrr á árum með tilliti til flutnings eða geymslu kjarnavopna hérlendis, m.a. í ljósi þess sem fram hefur komið að undanförnu um kjarnavopn á Grænlandi?
    Hafa íslensk stjórnvöld krafið bandarísk stjórnvöld eða hermálayfirvöld NATÓ svara við því hvort einhvern tíma hafi verið flutt kjarnavopn á vegum bandaríkjahers og/eða NATÓ til Íslands eða um íslenskt yfirráðasvæði? — Hafi slíkar spurningar verið bornar fram, hver voru þá svörin?