Ferill 434. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 434 . mál.


740. Fyrirspurn



til samgönguráðherra um endurskoðun slysabóta sjómanna.

Frá Kristni H. Gunnarssyni.



    Hvenær var skipuð nefnd samkvæmt ályktun Alþingis frá 7. maí 1994 til þess að endurskoða ákvæði siglingalaga, nr. 34/1985, um bótarétt sjómanna á íslenskum skipum vegna líf- eða líkamstjóns og hverjir eru í nefndinni?
    Hvert er verkefni nefndarinnar samkvæmt erindisbréfi?
    Hvað líður störfum nefndarinnar og hvenær er áætlað að hún skili af sér?
    Liggur fyrir á þessari stundu hvert verði meginefni tillagna nefndarinnar og ef svo er, hvert er það?