Ferill 456. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 456 . mál.


770. Fyrirspurn



til landbúnaðarráðherra um hættu af dönskum landbúnaðarafurðum.

Frá Sighvati Björgvinssyni, Ágústi Einarssyni og Jóni Baldvini Hannibalssyni.



    Telur ráðherra að bann við innflutningi á tilteknum landbúnaðarafurðum frá Danmörku, sem þó er heimill frá ýmsum öðrum löndum, standist GATT-samninginn, sem bannar viðskiptahindranir og mismunun milli aðila að honum, en samkvæmt ummælum háttsettra starfsmanna í stjórnsýslunni er þessi innflutningur bannaður af heilbrigðisástæðum?
    Ef svo er ekki, hvaða tilvik benda til þess að danskar landbúnaðarafurðir séu hættulegar íslenskum landbúnaði, Íslendingum eða neytendum af öðru þjóðerni?
    Bendi svar ráðherra við framangreindum spurningum til þess að sérstakrar varúðar þurfi að gæta við neyslu á dönskum landbúnaðarafurðum, til hvaða ráðstafana hyggst hann þá grípa til að vernda íslenska ferðamenn í Danmörku og þær þúsundir íslenskra ríkisborgara sem þar eru búsettir?























Prentað upp.