Ferill 458. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 458 . mál.


772. Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um tekjuskatt og bótagreiðslur.

Frá Árna M. Mathiesen.



    Hve margir framteljendur greiða skatt umfram mótteknar bætur (barnabætur, barnabótaauka, vaxtabætur)?
    Hve margir fá meira út úr skattkerfinu í formi bóta en þeir greiða í tekjuskatt?
    Hve margir greiða engan tekjuskatt og fá engar bætur?
    Hver eru skattleysismörkin hér á landi miðað við skattleysismörk hjá öðrum þjóðum?
    Hve miklar tekjur af staðgreiðslunni (nettó) ganga til ríkis og hve miklar til sveitarfélaganna og hvernig hefur þetta hlutfall breyst frá upphafi staðgreiðslunnar?
    Hvert er hlutfall tekjuskatta af heildartekjum ríkis og sveitarfélaga hér á landi í samanburði við aðrar þjóðir?
    Hvert er hlutfall tekjuskatts (að teknu tilliti til barnabóta) af heildartekjum hjá einstaklingum, einstæðum foreldrum og hjónum fyrir og eftir fyrirhugaðar skattalagabreytingar ríkisstjórnarinnar? Hvernig hafa jaðaráhrifin breyst hjá þessum hópum?
    Hver eru hlutföll tekjuskatts hér á landi miðað við það sem gengur og gerist í öðrum löndum?
    Hvað kostar 1% í tekjuskattslækkun miðað við óbreytt skattleysismörk og hvað kostar hækkun skattleysismarka um 1.000 kr. á mánuði?
    Hvernig hafa heildarskatttekjur ríkisins sem hlutfall af landsframleiðslu þróast á árunum 1988–96?


Skriflegt svar óskast.