Ferill 499. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 499 . mál.


838. Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um launakjör karla og kvenna.

Frá Siv Friðleifsdóttur.



    Hvaða áhrif telur ráðherra að nýlegur dómur Hæstaréttar um jafnan rétt karla og kvenna til launa hafi á kjör og launaþróun almennt á vinnumarkaðinum?
    Telur ráðherra að niðurstaða dómsins kalli á að ríkisvaldið noti starfsmat til að meta og sanna hvaða störf eru jafnverðmæt og sambærileg samkvæmt jafnréttislögum?