Ferill 510. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 510 . mál.


857. Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um heimild til lækkunar á tekjuskattsstofni vegna menntunar barna.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



    Hversu margir nýttu sér heimild til lækkunar á tekjuskattsstofni vegna verulegra útgjalda við menntun barna sinna, 16 ára og eldri, árin 1994, 1995 og 1996, sundurliðað eftir árum?
    Hver var heildarfjárhæð þessarar skattaívilnunar á hverju ári fyrir sig og hvað lækkaði skattbyrði þeirra að meðaltali sem fengu slíkan frádrátt?
    Hversu margir áttu rétt á slíkri skattaívilnun vegna menntunar barna á þessum árum?
    Hversu margir á aldrinum 16–20 ára voru með tekjur undir viðmiðunarmörkum svo heimilt var að veita lækkun á tekjuskattsstofni skv. 4. tölul. 66. gr. laga um tekjuskatt og eignarskatt, og hver var ónýttur persónuafsláttur þeirra árin 1994–96?


Skriflegt svar óskast.