Ferill 513. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 513 . mál.


860. Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um læknis- og lyfjakostnað.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



    Hver var hlutdeild Tryggingastofnunar ríkisins árin 1993–96 í:
         
    
    kostnaði við heimilislækningar,
         
    
    kostnaði við sérfræðiþjónustu lækna,
         
    
    lyfjakostnaði,
         
    
    tannlæknakostnaði?
        Svar óskast sundurgreint eftir fjölda lækna og greiðslum Tryggingastofnunar til þeirra á núgildandi verðlagi.
                  Hverjar eru helstu skýringar ef um er að ræða útgjaldabreytingar milli ára umfram verðlagsþróun? Hver var þátttaka sjúklinga í heildarlæknis- og lyfjakostnaði árin 1993–96 skv. a–c-lið og sem hlutfall af heildarlæknis- og lyfjakostnaði? – Upphæðir óskast tilgreindar á núgildandi verðlagi, sundurliðaðar eftir árum.
    Hver hefur orðið hlutfallsleg hækkun lyfja- og lækniskostnaðar sjúklinga á framangreindu tímabili miðað við grunnhækkun elli- og örorkulífeyris og tekjutryggingar?


Skriflegt svar óskast.