Ferill 351. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 351 . mál.


868. Svar



heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Rannveigar Guðmundsdóttur um sérfræðimenntaða lækna.

    Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið óskaði eftir upplýsingum frá Ríkisspítölum vegna fyrirspurnarinnar. Rétt er að taka fram að samkvæmt úttekt Ríkisspítala teljast þeir læknar með sjálfstæðan atvinnurekstur sem fengið hafa greitt fyrir læknisverk frá Tryggingastofnun ríkisins.

    Hversu margir sérfræðimenntaðir læknar sem starfa hjá Ríkisspítölum eru jafnframt með sjálfstæðan atvinnurekstur? Svarið óskast sundurliðað eftir deildum og sérgreinasviðum.
    Alls hafa 126 sérfræðimenntaðir læknar sem starfa hjá Ríkisspítölum jafnframt með höndum sjálfstæðan atvinnurekstur. Í eftirfarandi töflu er yfirlit yfir framangreinda lækna sundurliðað eftir sérgreinum:

Læknar Ríkisspítala sem fengu greiðslur fyrir læknisverk


frá Tryggingastofnun ríkisins á árinu 1996.



Starfshlutfall


Sérgrein

Fjöldi

100%

75%

50%



Augnlæknar     
9
0 6 3
Barnalæknar     
9
2 5 2
Barnaskurðlæknar     
3
1 2 0
Bæklunarskurðlæknar     
5
3 2 0
Endurhæfingarlæknar     
2
2 0 0
Geðlæknar     
19
17 1 1
Hjartaskurðlæknar     
1
1 0 0
Húð- og kynsjúkdómalæknar     
4
1 1 2
Krabbameinslæknar     
5
4 1 0
Kvensjúkdómalæknar     
14
8 6 0
Lungnalæknar     
5
3 1 1
Lyflæknar     
23
12 5 6
Lýtalæknar     
3
1 1 1
Meinefna- og blóðmeinafræðingar     
5
4 0 1
Ónæmisfræðingar     
3
1 2 0
Röntgenlæknar     
0
0 0 0
Skurðlæknar     
4
3 1 0
Svæfingalæknar     
2
2 0 0
Sýkla- og veirufræðingar     
0
0 0 0
Taugalæknar     
4
0 3 1
Vefjameinafræðingar     
6
4 1 1
Þvagfæraskurðlæknar     
3
2 1 0
Öldrunarlæknar     
1
1 0 0
Samtals     
126
72 36 18
Hlutfall     
57 ,1% 28 ,6% 14 ,3%


    Byggist vinna sérfræðimenntaðra lækna, sem starfa hjá Ríkisspítölum og eru jafnframt með sjálfstæðan atvinnurekstur, á kjarasamningum lækna?
    Störf allra lækna sem starfa hjá Ríkisspítölum byggjast á kjarasamningi fjármálaráðherra og Læknafélags Íslands, hvort sem hlutaðeigandi læknar stunda sjálfstæðan atvinnurekstur samhliða starfi sínu hjá Ríkisspítölum eða ekki.
    Í kjarasamningnum er gert ráð fyrir að þeir læknar sem eru í fullu starfi hjá Ríkisspítölum starfi ekki utan sjúkrahúss eða stofnunar nema sérstakt leyfi vinnuveitanda komi til. Slíkt leyfi þarf þó ekki ef störf viðkomandi lækna eru níu stundir eða minna á viku. Þau störf sem hér um ræðir vinna læknar utan vinnutíma hjá Ríkisspítölum.
    Um greiðslur til þessara lækna vegna sjálfstæðrar atvinnustarfsemi fer eftir samningi Læknafélags Reykjavíkur og Tryggingastofnunar ríkisins um sérfræðilæknishjálp.

    Hvert er starfshlutfall sérfræðinga á Ríkisspítölum sem jafnframt eru með sjálfstæðan atvinnurekstur, sundurliðað eftir deildum og sérgreinum?
    Sjá töflu í svari við 1. lið.

    Eru kjör sérfræðimenntaðra lækna sem starfa eingöngu hjá Ríkisspítölum þau sömu og sérfræðinga sem jafnframt eru með sjálfstæðan atvinnurekstur?
    Kjör sérfræðimenntaðra lækna sem starfa eingöngu hjá Ríkisspítölum og sérfræðinga sem auk starfs síns hjá Ríkisspítölum reka sjálfstæðan atvinnurekstur eru þau sömu að öðru leyti en því að Ríkisspítalar greiða þeim læknum sem eingöngu starfa hjá þeim, svonefnt helgunarálag sem nánar er kveðið á um í kjarasamningi milli fjármálaráðherra og Læknafélags Íslands.

    Eru aðrir sérfræðingar í hlutastarfi hjá Ríkisspítölum sem jafnframt eru með sjálfstæðan atvinnurekstur, svo sem sálfræðingar, félagsráðgjafar, iðjuþjálfar, sjúkraþjálfar og næringarráðgjafar. Ef svo er, er það þá samkvæmt kjarasamningum? Hversu margir eru sérfræðingarnir? Hvernig skiptast þeir eftir starfsgreinum og deildum?
    Samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum frá Tryggingastofnun ríkisins fengu fimm sjúkraþjálfarar sem eru í starfi hjá Ríkisspítölum greiðslur frá stofnuninni á árinu 1996. Kjarasamningur umræddra aðila hefur ekki að geyma ákvæði um slík aukastörf.
    Aðrir hópar sérfræðinga sem nefndir eru í fyrirspurninni fengu ekki greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins árið 1996. Engar upplýsingar liggja fyrir um önnur störf eða rekstur sem umræddir aðilar kunna að hafa með höndum.