Ferill 561. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 561 . mál.


919. Tillaga til þingsályktunar



um breytingar á skipulagi heilbrigðisþjónustu.

Flm.: Katrín Fjeldsted, Einar K. Guðfinnsson, Hjálmar Jónsson,
Sturla Böðvarsson, Arnbjörg Sveinsdóttir, Árni Johnsen.


    Alþingi ályktar að fela heilbrigðisráðherra að undirbúa breytingar á skipulagi heilbrigðisþjónustu þannig að núverandi fyrirkomulag hvað varðar H1-stöðvar verði afnumið og þjónusta heilsugæslustöðva hvergi mönnuð með færri en tveimur læknum.

Greinargerð.


    Nokkur upplausn hefur orðið í læknishéruðum á síðustu mánuðum í kjölfar uppsagna heilsugæslulækna á síðasta ári. Unnið er að því í heilbrigðisráðuneytinu að uppfylla faglegt samkomulag sem gert var við heimilislækna sl. sumar og launamál þeirra eru komin til kjaranefndar samkvæmt lögum frá síðustu áramótum.
    Fyrir utan faglega og kjaralega stöðu læknanna er það staðreynd að allmargir þeirra vinna á H1-stöðvum og eru á stöðugum vöktum. Slíkar starfsaðstæður eru hvorki læknum né sjúklingum þeirra bjóðandi.
    H1-stöðvar á landinu eru 18 talsins skv. 14. gr. núgildandi laga um heilbrigðisþjónustu, nr. 97/1990, á Grundarfirði, Þingeyri, Flateyri, Bolungarvík, Hólmavík, Ólafsfirði, Kópaskeri, Þórshöfn, Raufarhöfn, Seyðisfirði, Vopnafirði, Djúpavogi, í Vík í Mýrdal, á Kirkjubæjarklaustri, Hvolsvelli, Hellu, í Hveragerði og Þorlákshöfn.
    Þingsályktunartillagan gerir ráð fyrir að framangreindar heilsugæslustöðvar verði gerðar að H2-stöðvum.