Ferill 566. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 566 . mál.


925. Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um aðgerðir gegn skattsvikum.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



    Mun fjármálaráðherra beita sér fyrir því við næstu fjárlagagerð að styrkja skatteftirlit og skattrannsóknir með því að fjölga starfsmönnum við skattrannsóknir og sérmenntuðum starfsmönnum til að fást við flókin og vandmeðfarin skattsvikamál?
    Hvaða aðgerðir eru til skoðunar sem lúta að breytingum á skipulagi skattkerfisins til að draga úr skattsvikum, sbr. svar fjármálaráðherra við fyrirspurn á þingskjali 525?
    Hefur fjármálaráðherra í hyggju aðgerðir til að draga úr kennitöluskiptingu, þ.e. að hægt sé að halda áfram sama atvinnurekstri undir nýju auðkenni, en skila ekki vörslusköttum og öðrum gjöldum til hins opinbera?
    Eru sérstaklega fyrirhugaðar aðgerðir til að draga úr vanskilum og skattundandrætti í skilum á virðisaukaskatti?