Ferill 498. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 498 . mál.


956. Svar



heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Sivjar Friðleifsdóttur um heilbrigðisþjónustu við áfengis-, vímuefna- og reykingasjúklinga.

    Hversu mörg meðferðarrými á stofnunum voru ætluð áfengis- og vímuefnaneytendum annars vegar og þeim sem þjáðust af sjúkdómum af völdum reykinga hins vegar árin 1995–96?
    Samkvæmt upplýsingum frá landlæknisembættinu og einstökum stofnunum var fjöldi meðferðarrýma og vistrýma fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga á árunum 1995–96 sem hér segir:

1995

1996



Landspítali     
61*
53
Stofnanir SÁÁ     
120
120
Vistheimilið Víðines     
67
67
Vistheimilið Hlaðgerðarkot     
25
25
Krýsuvík     
10
12
Áfangaheimili:
— Skjöldur     
24
24
— Risið     
25
25
— Þrepið     
12
12
— Takmarkið     
18
18
— Krossgötur     
6
6
— SÁÁ     
16
16
— Vernd     
18
18
— Dyngjan     
20
20
— Hafnarfjörður     
9
9
— Fjóla     
9
9
Samtals     
440
434     

* 1. september 1995 var Vífilsstaðadeildinni breytt í dagdeild og hún flutt á Flókagötu 29 og 31.

    
    Erfitt er að draga skörp skil á milli meðferðarrýma og vistrýma fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga. Ljóst er að hin eiginlegu meðferðarrými er aðallega að finna á Vogi, sjúkrastöð SÁÁ og innan vébanda Landspítalans. Vistheimilið Víðines og Vistheimilið Hlaðgerðarkot eru hins vegar, eins og nöfnin segja til um, fyrst og fremst vistunarstofnanir.
    Í Krýsuvík eru vistaðir að jafnaði 10–15 sjúklingar sem flestir eru í langtímameðferð.
    Áfangaheimilin taka oftast við sjúklingum eftir eiginlega meðferð og eru um leið áfangi og eftirmeðferðarstaður fyrir þá sem eru á leið út í þjóðfélagið á ný.
    Hlutur göngudeilda fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga hefur farið vaxandi á undanförnum árum. Samt sem áður er langt í land með að þessum sjúklingahópum sé sinnt í jafnmiklum mæli á göngudeildum og gert er í nágrannalöndum okkar. Samanburðartölur

Prentað upp.

sýna jafnframt að hlutfall meðferðarrýma fyrir áfengissjúklinga er mun hærra á Íslandi en annars staðar á Norðurlöndum. Hins vegar er allur samanburður mjög erfiður því að til dæmis í Danmörku er algengara en hér að áfengissjúklingar fái líka meðferð á almennum sjúkrahúsum.
    Samkvæmt upplýsingum frá SÁÁ eru um 80% áfengis- og vímuefnasjúklinga sem eru til meðferðar á stofnunum samtakanna haldnir tóbaksfíkn.
    Að frumkvæði heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins tók Heilsustofnun NLFÍ á árinu 1996 upp vikunámskeið fyrir þá sem vilja hætta að reykja. Þetta eru í raun og veru fyrstu meðferðarrýmin fyrir reykingasjúklinga hér á landi. Námskeiðin hófust vorið 1996 og hafa þegar verið haldin tíu námskeið. Þátttakendur í hverju námskeiði eru á bilinu 12–15. Að mati forsvarsmanna stofnunarinnar virðist sem árangurinn hafi farið fram úr björtustu vonum. Ljóst er hins vegar að ekki er unnt að leggja mat á raunverulegan árangur fyrr en að 1–2 árum liðnum.
    Á öðrum stofnunum eru hins vegar ákveðin rými fyrir sjúklinga sem þjást af sjúkdómum af völdum reykinga. Ef þau eru öll talin saman og þeim bætt við rýmin í Hveragerði má gera ráð fyrir að meðferðarrými fyrir þá sem þjáðust af sjúkdómum af völdum reykinga eða vildu hætta að reykja hafi verið sem hér segir á árinu 1996:

Meðferðarrými



Heilsustofnun NLFÍ     
12

Vífilsstaðir     
15
    
Reykjalundur     
24

Landspítali     
5
              
Sjúkrahús Reykjavíkur     
5

Samtals     
61


    Um lágmarkstölur er að ræða eins og fram kemur hér á eftir.
    Á lungnadeild Vífilsstaða eru 30 meðferðarrými og er enginn ákveðinn fjöldi rúma ætlaður sjúklingum sem þjást af sjúkdómum vegna reykinga. Lauslega áætlað mun um helmingur þeirra sjúklinga sem lagðir eru inn á deildina þjást af sjúkdómum vegna reykinga.
    Á Reykjalundi eru 25 rými á lungnadeild. Þar eru árlega meðhöndlaðir um 200 sjúklingar og er talið að um 95% þeirra þjáist af sjúkdómum vegna reykinga. Athuganir sýna að 60–70% þeirra sem koma til meðferðar á lungnadeild stofnunarinnar hætta að reykja.
    Á Landspítalanum eru að jafnaði tíu rými á lyflækningadeild fyrir lungnasjúkdóma. Um helmingur þeirra er notaður fyrir sjúklinga sem þjást af sjúkdómum sem rekja má til reykinga. Á Sjúkrahúsi Reykjavíkur eru sömuleiðis tíu rými fyrir lungnasjúkdóma og þar af fimm rými fyrir reykingasjúklinga.
    Bent skal á að á flestum sjúkrastofnunum landsins vistast sjúklingar með lungnasjúkdóma, hjartasjúkdóma og aðra sjúkdóma sem eiga oft rót sína að rekja til reykinga. Nákvæmt yfirlit skortir hins vegar og er í skoðun hvernig hægt sé að fá ítarlegri upplýsingar með tilkomu samræmdrar skráningar á vistunarupplýsingum.
    Jafnframt hefur með gildistöku 10. útgáfu alþjóðlegu sjúkdóma- og dánarmeinaskrárinnar (ICD-10) 1. janúar 1997 verið lagður grunnur að því að afla nákvæmari upplýsinga um einstaka sjúkdóma og sjúklingahópa. Innan 1–2 ára ættu því að liggja fyrir betri upplýsingar um þá sjúklingahópa sem fyrirspurnin tekur til.
    Ráðuneytið vill enn fremur vekja athygli á þeirri staðreynd að reykingar hafa algera sérstöðu meðal dánarorsaka Íslendinga. Þær eru taldar vera meginástæða 18–19% allra dauðsfalla í landinu sem á undanförnum árum hafa verið um 1.750 á ári. Þetta þýðir að ef aðeins reykingamenn eru taldir valda reykingar um 50% dauðsfalla þeirra og í langflestum tilvikum er um ótímabæran dauða að ræða.

    Hversu margir einstaklingar komu til meðferðar á þessum stofnunum árin 1995–96?
    Áætlaður fjöldi þeirra sjúklinga sem komu til meðferðar á stofnunum fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga var sem hér segir árin 1995–96:

1995

1996



    Landspítali:
    Sólarhrings- eða dagssjúklingar      539 625
    Göngudeild:
    – afgreiðslur hjá hjúkrunarfræðingum      3540 4402
    – viðtöl við lækna og sálfræðinga      3283 3719
    Stofnanir SÁÁ:
    Fjöldi einstaklinga sem voru innritaðir í áfengis- og vímuefnameðferð      1651
    Vistheimilið Víðines:
    Áætlaður fjöldi vistmanna (miðað við árið 1993)      142 142
    Vistheimilið Hlaðgerðarkot:
    Áætlaður fjöldi vistmanna (miðað við árið 1993)      344 344
    Krýsuvík:
    Áætlaður fjöldi þeirra er fengu meðferð (miðað við árið 1993)      37 37
    Áfangaheimilin:
    Áætlaður fjöldi vistmanna (miðað við 180 daga vistunartíma)      314 314

    Árin 1995 og 1996 voru innlagnir á lungnadeild Vífilsstaðaspítalans alls 1.129 og um var að ræða alls 1.172 sjúklinga. Gera má ráð fyrir að um 15 rými séu að jafnaði notuð fyrir reykingasjúklinga.
    Árlega eru meðhöndlaðir um 200 sjúklingar á lungnadeild Reykjalundar.
    Miðað við meðallegutíma á lyflækningadeildum Landspítala og Sjúkrahúss Reykjavíkur má gera ráð fyrir að a.m.k. 1.400 sjúklingar hafi árlega verið meðhöndlaðir á lyflæknisdeildum þessara sjúkrahúsa við sjúkdómum af völdum reykinga á árunum 1995–96. Eru þá ótaldir þeir sjúklingar sem hafa verið til meðferðar á öðrum deildum, eins og skurðdeildum, vegna sjúkdóma sem örugglega má að miklu leyti rekja til reykinga.
    Í heild má gera ráð fyrir að ekki færri en 4–5 þúsund einstaklingar hafi á hvoru ári um sig, 1995 og 1996, komið til meðferðar á þeim stofnunum sem ætlaðar eru áfengis- og vímuefnasjúklingum og þeim sem þjást af sjúkdómum af völdum reykinga. Nokkur óvissa er samt sem áður um fjölda þeirra sjúklinga er komu á göngudeildir. Fjöldi þeirra er líklega einhvers staðar á bilinu 1.000–1.500.

    Hvað má ætla að mörg ársverk innan heilbrigðisþjónustunnar hafi tengst þessum sjúklingum árin 1995–96?
    Ekki liggja fyrir sundurliðaðar upplýsingar um þann fjölda ársverka sem tengist meðhöndlun þessa sjúklingahóps.
    Tölur um fjölda ársverka á Landspítala og hjá SÁÁ gefa ákveðnar vísbendingar:

1995

1996



Landspítali      66
,1
68 ,2
SÁÁ     
88 ,98

    Hér er um að ræða tæplega eitt stöðugildi á hvert vistunar- og meðferðarrými. Ef gengið er út frá því að fjöldi stöðugilda sem með einum eða öðrum hætti kemur að meðferð áfengis-, vímuefna- og reykingasjúklinga í Víðinesi, Hlaðgerðarkoti, Krýsuvík, áfangaheimilunum, á Vífilsstöðum, Reykjalundi, lyflæknisdeildum Landspítala og Sjúkrahúss Reykjavíkur og Heilsustofnun NLFÍ sé sambærilegur má fastlega gera ráð fyrir að um 450–500 ársverk tengist meðferð þessara sjúklingahópa á ári. Er þá ekki tekið tillit til þeirra verka sem unnin eru á öðrum deildum sjúkrahúsanna fyrir þessa sjúklinga, eða af heimilislæknum, heilsugæslulæknum eða öðrum sérfræðingum, auk annarra fagstétta, utan sjúkrastofnana.