Ferill 579. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 579 . mál.


958. Fyrirspurn



til landbúnaðarráðherra um starfshætti og styrkveitingar Áforms.

Frá Kristínu Halldórsdóttur.



    Hvaða reglur gilda um styrkveitingar úr sjóði Áforms, átaksverkefnis samkvæmt lögum nr. 27/1995?
    Hvaða verkefni voru unnin og/eða stofnað til af Áformi árin 1995 og 1996?
    Hver þessara verkefna teljast til vistrænna og hver til lífrænna verkefna?
    Hver var kostnaður Áforms við hvert verkefni og hvert var mótframlag Framleiðnisjóðs?
    Hvaða skilgreiningu á orðinu „vistrænn“ er stuðst við í störfum Áforms?
    Hefur Áform mótað sérstaka stefnu í markaðsmálum, t.d. um kynningu á íslenskum landbúnaðarafurðum erlendis? Ef svo er, hver er sú stefna og hefur hún hlotið samþykki landbúnaðarráðuneytisins?
    Hve miklum fjármunum hefur verið varið til kynningar og markaðssetningar á íslensku lambakjöti í Bandaríkjunum? Hvert var framlag Áforms og hvert var mótframlag Framleiðnisjóðs?
    Hve miklum fjármunum var varið til reksturs Áforms árin 1995 og 1996, sundurliðað í laun stjórnar, laun starfsmanns og framkvæmdastjóra, verktakagreiðslur, ferðakostnað og kostnað vegna ráðstefna og funda?


Skriflegt svar óskast.