Ferill 582. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 582 . mál.


974. Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um skuldbindingu Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, lífeyrisdeildar alþingismanna, lífeyrisdeildar ráðherra og Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga.

Frá Pétri H. Blöndal.



    Hversu háar eru væntanlegar árlegar greiðslur (lífeyrir + kostnaður - iðgjöld (í b-lið)) Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, lífeyrisdeildar alþingismanna, lífeyrisdeildar ráðherra og Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga vegna:
         
    
    réttinda sem sjóðfélagar hafa þegar öðlast,
         
    
    réttinda sem sjóðfélagar munu öðlast og hafa öðlast með greiðslu iðgjalda?
        Svarið óskast sundurliðað eftir árum, 1997–2070. Enn fremur komi fram hvað sjóðirnir geti greitt með eignum sínum, væntanlegum iðgjöldum í b-lið og vöxtum umfram hækkun launa og hvað mun falla á launagreiðendur (ríkissjóð). Reiknað sé með þeim sjóðfélögum sem áttu réttindi hjá sjóðunum í árslok 1996. Svar við b-lið miðist við að þeir sjóðfélagar flytji sig yfir í A-deild sem eru meira en 10% betur settir með því að flytja sig í þá deild sjóðsins.
    Hvert er nauðsynlegt iðgjald til að ná jafnvægi milli eignaliða og skuldbindinga:
         
    
    B-deildar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins af þeim launum sem þar eru tryggð, þ.e. dagvinnulaunum,
         
    
    A-deildar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins af þeim launum sem þar eru tryggð, þ.e. heildarlaunum,
         
    
    lífeyrisdeildar alþingismanna af þeim launum sem þar eru tryggð, þ.e. þingfararkaupi,
         
    
    lífeyrisdeildar ráðherra af þeim launum sem þar eru tryggð, þ.e. ráðherralaunum,
         
    
    Lífeyrissjóðs hjúkrunarfræðinga af þeim launum sem þar eru tryggð, þ.e. dagvinnulaunum?
    Hver er heildarskuldbinding þessara lífeyrissjóða og hversu langt dugir eign þeirra til greiðslu hennar? Hversu margir sjóðfélagar eiga „eign“ allt að 1 millj. kr., hversu margir eiga „eign“ þar yfir, allt að 2 millj. kr., hversu margir eiga „eign“ þar yfir, allt að 3 millj. kr., o.s.frv. ef gengið er út frá því að „eign“ hvers sjóðfélaga sé fundin með því að skipta áunninni heildarskuldbindingu sjóðanna á sjóðfélaga þeirra samkvæmt réttindum hvers og eins?


Skriflegt svar óskast.