Hægt er að sækja Word Perfect útgáfu af skjalinu, sjá upplýsingar um uppsetningu á Netscape fyrir Word Perfect skjöl.
1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 8 . mál.


989. Skýrsla


dómsmálaráðherra um gjaldtöku við innheimtu vanskilaskulda, samkvæmt beiðni.

(Lögð fyrir Alþingi á 121. löggjafarþingi 1996–97.)


    Með beiðni (á þskj. 8) frá Sigríði Jóhannesdóttur og fleiri alþingismönnum er þess óskað að dómsmálaráðherra flytji Alþingi skýrslu um gjaldtöku lögmanna við innheimtu vanskila skulda og tengdar aðfararaðgerðir hér á landi.

    Við samantekt á skýrslu um gjaldtöku lögmanna við innheimtu vanskilaskulda naut ráðu neytið fulltingis Lögmannafélags Íslands (LMFÍ), en á stjórnsýslusviði dómsmálaráðuneytis ins er ekki um að ræða aðra opinbera aðila sem koma beint að því málefni, sem skýrslunni er ætlað að fjalla um. Vert er að hafa í huga í því sambandi að málefni banka og annarra lána stofnana heyra undir viðskiptaráðuneytið sem og málefni varðandi verðskráningu, verðlag og samkeppni. Enn fremur heyra undir félagsmálaráðuneyti málefni margra stórra innheimtuaðila svo sem húsnæðislánasjóða og innheimtustofnunar sveitarfélaga. Lánasjóður íslenskra náms manna heyrir undir menntamálaráðuneytið.
    Þá var leitað eftir upplýsingum frá Sambandi íslenskra viðskiptabanka. Gögn sem þaðan bárust reyndust merkt sem trúnaðarmál og voru því endursend. Upplýsingum var safnað úr op inberum gögnum eftir því sem tök voru á.
    Á hinn bóginn reyndist ekki unnt að afla upplýsinga um stöðu mála í öðrum löndum, enda stendur ráðuneytið ekki í sambandi við neina þá aðila erlendis sem ætla má að veitt geti hinar umbeðnu upplýsingar. Af þeim sökum einskorðast skýrslan við almenna umfjöllun um það efni sem þriðji töluliður skýrslubeiðnarinnar lýtur að.
    Við skýrslugerðina hefur verið gengið út frá því að óskað sé eftir samantekt um innheimtu lögmanna á vanskilaskuldum, einkum þau tilvik þegar kröfuhafar eru „innheimtustofnanir eins og bankar“ eins og komist er að orði í skýrslubeiðninni. Í skýrslunni er því ekki vikið sérstak lega að innheimtu málskostnaðar í einkamálum fyrir dómi, þar sem fram fer munnlegur flutn ingur um ágreining svo sem varðandi greiðsluskyldu, fjárhæðir eða skuldajöfnuð.
    Þá er í skýrslunni ekki fjallað um þau tilvik þegar höfða þarf dómsmál til viðurkenningar á skuld sem í sjálfu sér er óumdeild en fæst ekki greidd. Í slíkum málum er innheimtuþóknun lögmanns (málskostnaður) úrskurðuð af dómara, eftir mati eða á grundvelli framlagðs máls kostnaðarreiknings. Bankar og aðrar innheimtustofnanir þurfa hins vegar sjaldnast að höfða dómsmál á hendur skuldara í hefðbundnum vanskilamálum, þar eð um þau gilda sérstakar reglur í aðfarar- og nauðungarsölulögum.

I.

    Samkvæmt íslenskum rétti á kröfuhafi rétt á því að fá greiddan úr hendi skuldara eðlilegan kostnað sem leiðir af því að innheimta verður kröfu sem komin er í vanskil. Meginreglan er sú að krafa um greiðslu kostnaðar fylgir aðalkröfunni og ber vexti með sama hætti og hún.
    Fari kröfuhafi ekki sjálfur með innheimtu kröfu sinnar getur hann falið öðrum að sjá um innheimtu hennar. Er innheimtan að meginstefnu til unnin samkvæmt umboði, annað hvort á grundvelli samnings eða varanlegs samningssambands milli kröfuhafa og innheimtuaðila.
    Feli kröfuhafi starfandi lögmanni umboð til innheimtu, felst að öllu jöfnu í því heimild til handa lögmanninum að koma fram fyrir hönd kröfuhafans og leiða innheimtumálið til lykta. Umboðsstarfið er löghelgað og telst lögmaður opinber sýslunarmaður er hann rækir það, sbr. 1. gr. laga um málflytjendur. Í þessu felst m.a. að tilteknar skyldur hvíla á lögmanni.
    Gagnvart umbjóðanda sínum er lögmanni rétt og skylt að grípa til allra lögmætra úrræða til þess að tryggja fullnustu á réttmætri kröfu hans, með því meðal annars að tryggja stöðu kröfunnar gagnvart kröfum annarra aðila.

II.

    Samkvæmt 2. mgr. 2. gr. laga nr. 61/1942, um málflytjendur, er lögmönnum heimilt að áskilja sér hæfilegt endurgjald fyrir störf sín, þar á meðal hluta af fjárhæð máls. Undir þetta ákvæði fellur m.a. þóknun í innheimtumálum, sem lögmaður krefur skuldara um, en í grófum dráttum má segja að sú þóknun skiptist í þrennt:
0.      Innheimtuþóknun, þ.e. endurgjald fyrir það framlag sem lögmaður leggur af mörkum í þágu kröfuhafa til þess að krafa fáist greidd. Innheimtuþóknun getur verið tímagjald eða fast gjald fyrir einstök viðvik en algengt virðist til að mynda að ritun staðlaðra bréfa fari eftir föstu gjaldi. Þá tíðkast einnig að innheimtuþóknun sé reiknuð sem hlutfall af þeirri kröfu sem er til innheimtu.
1.      Ritun aðfarar- og nauðungarsölubeiðna, þ.e. endurgjald fyrir að útbúa þau skjöl sem að lögum þarf að leggja fyrir stjórnvöld til að tryggja réttindi kröfuhafa eftir atvikum með fullnustu af eigum skuldarans.
2.      Kostnaður við mætingar, þ.e. vinna og kostnaður sem fellur á lögmann þegar aðfarar- og nauðungarsölugerðir fara fram.
    Innifalið í þóknun lögmanns er allur kostnaður sem hann ber af skrifstofuhaldi.
    Kröfu sinni um þóknun beinir lögmaður jafnan að skuldara samhliða aðalkröfu kröfu hafans. Auk þess umboðs sem hann hefur til innheimtu aðalkröfunnar hefur lögmaðurinn for ræði yfir eigin kröfu. Hann getur því ákveðið að innheimta aðeins hluta þóknunar sinnar hjá skuldara þegar til uppgjörs kemur. Þannig mun algengt, og víða tíðkast við venjubundin inn heimtustörf á lögmannsskrifstofum, að veittur sé afsláttur sé krafan gerð upp eða um hana samið innan tiltekins frests, sem oft er 10 til 15 dagar frá dagsetningu þess bréfs þegar kröfu er beint til skuldara.

III.

    Lögmannafélag Íslands er lögbundinn félagsskapur héraðsdóms- og hæstaréttarlögmanna, en í 1. mgr. 7. gr. laga nr. 61 4. júlí 1942 um málflytjendur, sbr. 2. gr. laga nr. 24 3. mars 1995, er kveðið á um að lögmenn skuli hafa með sér slíkt félag.
    Samkvæmt 8. gr. fyrrgreindra laga ber stjórn félagsins að hafa eftirlit með að lögmenn fari að lögum í starfa sínum og að þeir ræki skyldur sínar af trúmennsku og samviskusemi. Hefur eftirlitshlutverk félagsins tvíþættan tilgang, annars vegar að tryggja viðskiptamönnum lög manna nægjanlega vernd, en hins vegar að veita félagsmönnum aðhald í því skyni að þeir fari að lögum og samþykktum félagsins í samskiptum við aðra aðila, þar með talda gagnaðila við skiptamanna. Þannig hefur það áratugum saman talist vera á vald- og verksviði stjórnarinnar að tjá sig um ágreining um þóknun lögmanna, hafi slík ágreiningsefni verið borin fram á þeim vettvangi.
    Aðhalds- og eftirlitshlutverki sínu sinnti félagið m.a. með því að gefa út og styðjast við leiðbeinandi gjaldskrár, en sú fyrsta var gefin út árið 1911. Var sá háttur hafður á að sérstakar stofngjaldskrár voru gefnar út á grundvelli samþykkta á aðalfundum félagsins með tilteknum grunntölum, sem sættu reglubundnum leiðréttingum í takti við verðlag. Var verðlagsviðmið unin á seinni árum reist á svonefndri vísitölu lögmannsskrifstofa, sem í nóvember 1993 sam anstóð af launavísitölu að tveimur þriðju, verðbreytingum á bensíni 12,5% og breytingum á húsaleigu 12,5%. Stofngjaldskrár LMFÍ voru síðast gefnar út 12. maí 1984 og 25. maí 1992.
    Í síðustu gjaldskrá LMFÍ, sem gilti frá 1. júlí 1992, kom m.a. fram, að gjaldskráin ætti að leiða til sanngjarnrar gjaldtöku fyrir vinnu lögmanns að dæmigerðu máli á viðkomandi sviði. Einnig kom fram, að við ákvörðun gjaldtöku gæti lögmaður vikið frá gjaldskránni til hækkun ar eða lækkunar. Þó var litið á innheimtuákvæði gjaldskrárinnar sem hámarksákvæði.

IV.

    Með lögfestingu samkeppnislaga nr. 8 25. febrúar 1993 varð ljóst að gjaldskrá LMFÍ, eins og hún hafði verið gefin út, stangaðist á við ákvæði laganna. Af þeirri ástæðu óskaði Lög mannafélagið eftir því með bréfi 9. júlí 1993 að Samkeppnisráð veitti félaginu undanþágu til útgáfu gjaldskrár.
    Sú gjaldskrá sem óskað var eftir undanþágu fyrir var samþykkt á fundi LMFÍ 29. júní 1993. Tók hún til mun færri málaflokka en hinar fyrri og átti að meginstefnu að takmarkast við þau tilvik, annars vegar þegar dómstólar eða embættismenn ákveða þóknun til handa lögmönnum en hins vegar þá þóknun sem þriðja aðila er ætlað að greiða lögmanni, þ.e. einkum í inn heimtumálum.
    Beiðni félagsins var studd eftirfarandi rökum:
1.     Vísað var til 2. og 8. gr. laga nr. 61/1942 um málflytjendur og talið að sú gjaldskrá sem í gildi hefði verið væri nauðsynlegt tæki fyrir stjórn félagsins til þess að geta sinnt lög skipuðu hlutverki sínu með eðlilegum hætti.
2.     Þá var bent á að í innheimtumálum þar sem þriðja aðila væri gert að greiða þóknun, réði greiðandi þóknunar (skuldarinn) engu um það hverjum henn greiddi. Ekki yrði því séð að samkeppnissjónarmið ættu við um þann þátt gjaldskrárinnar.
3.     Yrði hins vegar fallist á undanþágu vegna hinnar nýju gjaldskrár kæmi það skuldara til góða, með því að auðveldara yrði fyrir hann að átta sig á því hvern kostnað eðlilegt sé að hann greiddi innheimtumanni kröfunnar. Réttmætt sé því og eðlilegt að um greiðslu skyldu skuldara gildi ákveðnar reglur.
    Erindi Lögmannafélagsins var sent til umsagnar hjá dómsmálaráðuneytinu og Neytenda samtökunum.
    Í umsögn ráðuneytisins, sem dagsett er 13. september 1993, kom fram að ráðuneytið teldi nokkur rök mæla með því að veitt yrði undanþága fyrir leiðbeinandi gjaldskrá, einkum þau að sá sem greiða á lögmanni þóknun eigi í mörgum tilvikum þess ekki kost að hafa afskipti af því hvernig sú upphæð verður til sem honum er gert að greiða lögmanninum. Það sé gagn aðili, kröfuhafinn, sem velji lögmann til verksins og þurfi engra hagsmuna að gæta um það með hvaða hætti skuldarinn sé krafinn um greiðslu fyrir verkið. Ráðuneytið taldi því rétt að heimila mætti viðmiðunargjaldskrá fyrir lögmenn til tryggingar hagsmunum þriðja manns.
    Í umsögn Neytendasamtakanna kom fram að samtökin eruandvíg því að veita lögmönnum undanþágu fyrir leiðbeinandi gjaldskrá, einkum með vísan til þess að slík gjaldskrá muni hindra eðlilega samkeppni innan lögmannastéttarinnar. Samkeppni á því sviði sé hins vegar til þess fallin að lækka verð á þjónustu lögmanna. Þó var minnt á að í innheimtustarfsemi réði skuldarinn engu um það hver sækti málið á hendur honum. Hann væri því í raun varnarlaus væri tilefni á annað borð fyrir innheimtumálinu.
    Þá lögðu samtökin áherslu á að sett yrðu lög um innheimtustarfsemi lögmanna þar sem m.a. yrði kveðið á um hámarksþóknun fyrir innheimtu. Var bent á að slík löggjöf væri m.a. fyrir hendi í Noregi.
    Niðurstaða Samkeppnisstofnunar var sú að ekki hefðu komið fram nægjanlegar röksemdir fyrir því að veita bæri undanþágu og heimila lögmannafélaginu að gefa út þá gjaldskrá sem óskað hafði verið eftir.
    Að lokinni umfjöllun embættismanna í stofnuninni kom málið til kasta Samkeppnisráðs. Ákvað meiri hluti ráðsins að hafna beiðni LMFÍ á þeirri forsendu að beiðnin uppfyllti ekki skilyrði samkeppnislaga fyrir undanþágum. Fyrirtæki eða samtök sem óski eftir slíkri undan þágu þurfi með óyggjandi hætti að sýna fram á að undanþága sé í samræmi við greind skilyrði. Takist það ekki, leiði af meginreglum og -markmiðum samkeppnislaga að synja beri um und anþágu.
    Einn fulltrúi í ráðinu greiddi sératkvæði og taldi að ráðinu bæri að fallast á undanþágu. Við þær aðstæður sem uppi væru við lögmannsinnheimtu myndi leiðbeinandi gjaldskrá stuðla að samræmi í ákvörðunum dómara og embættismanna um þóknun til gagnaðila. Jafnframt myndi hún gera skuldara kleift að meta hvort innheimtuþóknun sem hann er krafinn um sé innan eðli legra marka. Um leið skapi hún skuldara vernd fyrir óeðlilegri kröfu um innheimtuþóknun af hálfu lögmanns sem hann hefur ekki sjálfur valið til starfa heldur kröfuhafi. Þessi jákvæðu áhrif leiðbeinandi gjaldskrár gerðu það að verkum að skilyrði fyrir undanþágu ættu að teljast vera fyrir hendi. Sérstaklega var vikið að því að dómsmálaráðuneytið hefði tekið undir þessar röksemdir.
    Með ákvörðun áfrýjunarnefndar samkeppnismála í júní/júlí 1994 var útgáfa leiðbeinandi gjaldskrár Lögmannafélags Íslands bönnuð.

V.

    Ekki hefur farið fram nein almenn könnun á því hvort lögmenn hafi almennt sett sér eigin gjaldskrár eftir að útgáfa leiðbeinandi gjaldskrár Lögmannafélagsins var bönnuð. Ætla verður þó, út frá þeim upplýsingum sem fyrirliggjandi eru, að margir, ef til vill flestir, lögmenn hafi sett sér slíkar gjaldskrár. Að meginstefnu til eru gjaldskrárnar aðgengilegar en ekki hvílir nein skylda á lögmönnum að gefa efni þeirra upp við opinbera aðila með reglubundnum hætti.
    Lausleg könnun sem gerð var í tilefni af skýrslubeiðninni gefur þó eftirfarandi vísbending ar um þróun á helstu þáttum lögmannsþóknunar:
1.      Innheimtuþóknun lögmanna og ritun beiðna.
                Samkvæmt upplýsingum sem aflað var frá nokkrum lögmannsstofum virðast ekki hafa orðið almennar hækkanir á þessum liðum umfram hækkun lánskjaravísitölu. Sömu álykt un má draga af tölum sem starfsmenn nokkurra sýslumannsembætta létu í té varðandi al gengar upphæðir á aðfararbeiðnum, en hafa verður í huga að þær tölur eru óáreiðanlegar. Til eru dæmi um hækkanir umfram lánskjaravísitölu, en sömuleiðis dæmi um að þessi gjaldtaka hafi ekki hækkað í takt við vísitölu. Þessi dæmi eru þó það fá að þau virðast ekki skekkja heildarmyndina.
2.      Mótakostnaður.
                Samkvæmt upplýsingum frá sömu aðilum og fyrr greinir hefur að meginstefnu orðið sams konar þróun varðandi mótakostnað og annan innheimtukostnað lögmanna. Til und antekninga hér heyrir þó að nokkrar lögmannsstofur hafa beitt gjaldtöku samkvæmt svokölluðu hagsmunatengdu móti. Hefur kostnaður í þeim tilvikum þótt hár.

VI.

    Nokkrum sinnum á undanförnum árum hafa fjölmiðlar tekið sérstaklega til umfjöllunar gjaldtöku lögmanna í innheimtumálum. Hafa verið nefnd sláandi dæmi um þann kostnað sem til hefur orðið í innheimtuferlinu. Í því sambandi verður þó að hafa í huga, að þar er um að ræða margháttaðan annan kostnað auk lögmannsþóknunar. Á öllum þrepum innheimtu, þar sem atbeina opinberra aðila er leitað leggst við kröfuna lögákveðinn kostnaður, svo sem þing lýsingar-, stimpil- og sölugjöld, auk sérstakra aðfarar- og nauðungarsölugjalda. Þar við kann að bætast kostnaður vegna vörslusviptinga og fleiri atriða. Þá leggst virðisaukaskattur ofan á marga kostnaðarliði. Allir kostnaðarliðir bera síðan vexti sem safnast hratt upp ef málið dregst á langinn.
    Á það hefur ítrekað verið bent þegar málefni þessi hafa borið á góma að bann við samræm andi gjaldskrá lögmanna kunni að hafa leitt til hækkunar á gjaldtöku frá því sem áður var. Svo sem áður greinir er ekkert sem bendir til að draga megi svo almenna ályktun varðandi stöðu mála. Hitt má þó vera ljóst að í einangruðum tilvikum kann lögmaður að gera skuldara að greiða sér óhóflega háa þóknun. Í því sambandi verður að leggja ríka áherslu á að þótt Sam keppnisráð (og úrskurðarnefnd samkeppnismála) hafi bannað Lögmannafélaginu að gefa út gjaldskrá hefur lögbundið hlutverk stjórnar félagsins ekkert breyst. Það er eftir sem áður hlut verk stjórnarinnar að skera úr ágreiningsmálum sem varða þóknun lögmanna. Sú leið stendur öllum viðskiptavinum lögmanna opin.
    Að lokum verður að ítreka að framgangur innheimtumáls ræðst jafnan af viðleitni þess sem innheimtuna hefur með höndum til þess að tryggja hagsmuni umbjóðanda síns — þá að réttmæt krafa verði greidd eða greiðsla hennar tryggð að svo miklu leyti sem unnt er. Eðli málsins samkvæmt fara þessir hagsmunir kröfuhafans ekki endilega saman við hagsmuni skuldarans sem fyrst og fremst leitast við að koma málum sínum í lag. Þó hefur greinilega mátt merkja á síðustu missierum að stærri innlánsstofnanir, svo sem bankar, hafi tekið upp nýjungar til þess að efla skilvísi og réttar ákvarðanir í fjármálum heimila. Jafnframt því hafa möguleikar á skuldbreytingum aukist. Þá hafa margir bankar og sparisjóðir tekið upp það kerfi að krafa fari í svokallaða milliinnheimtu eftir að vanskil hafa staðið um nokkurn tíma, jafnvel 2–3 mánuði. Þegar skuld er kominn í milliinnheimtu er fylgst sérstaklega með málinu af hálfu starfsfólks viðkomandi innlánsstofnunar og við skuldina bætist vanskilakostnaður, sem þó virðist ekki vera tiltakanlega hár. Ef ekki er greitt þrátt fyrir þetta er skuld sett í lögfræðilega innheimtu.
    Í heild virðist þetta kerfi gefa skuldurum þriggja til sex mánaða tímabil til þess að koma skuld úr vanskilum, áður en til lögfræðiinnheimtu kemur. Ekki verður séð að mikill auka kostnaður safnist á kröfuna fyrir utan vexti á þessu tímabili.