Ferill 590. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 590 . mál.


1029. Fyrirspurn



til landbúnaðarráðherra um framkvæmd GATT-samningsins.

Frá Lúðvík Bergvinssyni.



    Hverjar hafa verið tekjur ríkissjóðs af framkvæmd samningsins um Alþjóðaviðskiptastofnunina (GATT) vegna innflutnings á landbúnaðarvörum:
         
    
    sundurliðað eftir vöruflokki, hverju númeri fyrir sig,
         
    
    sundurliðað eftir kg í hverjum vöruflokki fyrir sig?
    Hvert hefur verið kostnaðarverð (cif-verð) hvers vöruflokks/númers fyrir sig sem fluttur hefur verið til landsins í samræmi við framkvæmd á samningnum?
    Hver hefur verið kostnaður ríkissjóðs af starfsemi ráðgjafanefndarinnar um inn- og útflutning landbúnaðarvara frá því að hún tók til starfa? Þess er farið á leit að kostnaðurinn verið sundurliðaður eftir launum nefndarmanna, ferðakostnaði og öðrum kostnaði.
    Hversu margar reglugerðir hafa verið settar um framkvæmd á samningnum frá því að nefndin hóf störf?


Skriflegt svar óskast.