Ferill 602. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 602 . mál.


1053. Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um íslenska stafsetningu.

Frá Katrínu Fjeldsted.



    Hver er stjórnskipulegur grundvöllur auglýsingar menntamálaráðuneytis um íslenska stafsetningu, nr. 132/1974, sbr. breytingu á henni nr. 261/1977?
    Telur ráðherra koma til greina að setja lög um íslenska stafsetningu?
    Er bókstafurinn z ekki lengur hluti af íslenska stafrófinu?
    Telur ráðherra koma til greina að jafnrétt verði að beita eldri reglum um z og núverandi stafsetningu?