Ferill 436. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 436 . mál.


1094. Nefndarálit


um frv. til l. um breyt. á l. nr. 63/1970, um skipan opinberra framkvæmda, og l. nr. 52/1987, um opinber innkaup, með síðari breytingum.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.


    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Skarphéðin Berg Steinarsson og Áslaugu Guðjónsdóttur frá fjármálaráðuneyti. Þá bárust umsagnir um málið frá borgarstjóranum í Reykjavík, Ríkisendurskoðun, Ríkiskaupum og Verslunarráði Íslands.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með breytingum sem gerð er grein fyrir á sérstöku þingskjali.
    Flestar breytingartillögurnar snúa eingöngu að lagfæringu á orðalagi. Breytingartillaga í d-lið 2. tölul. snýr hins vegar að því við hvaða gengi skuli miða við mat á verðmæti innkaupa. Núverandi ákvæði um þetta efni er óljóst. Því er lagt til að miða skuli við gengi sem Eftirlitsstofnun EFTA ákveður með hliðsjón af þeim reglum sem tilgreindar eru í tilskipunum um opinber innkaup. Í umfjöllun nefndarinnar kom fram að óskýrt væri að vísa í samtök í atvinnulífi í sambandi við tilnefningu í kærunefnd útboðsmála. Því er lagt til að Verslunarráð Íslands tilnefni fulltrúa, enda eiga fulltrúar atvinnulífsins sæti í stjórn þess. Þá telur nefndin eðlilegt að sveitarfélögin hafi tilnefningarrétt í kærunefndina þegar verið er að fjalla um mál er tengjast útboðum á þeirra vegum. Nefndin leggur til að fellt verði brott úr frumvarpinu ákvæði um sérstakt kærugjald sem kærandi skal greiða þegar kæra er afhent kærunefnd útboðsmála. Slík gjaldtaka er til þess fallin að draga úr því að kærur séu lagðar fram jafnvel þótt bjóðandi telji hafa verið brotið á sér. Jafnframt er lagt til að kærunefndinni verði settur átta vikna frestur til að kveða upp úrskurði.
    Kristín Ástgeirsdóttir sat fund nefndarinnar sem áheyrnarfulltrúi og er samþykk áliti þessu.

Alþingi, 6. maí 1997.


Vilhjálmur Egilsson,

Valgerður Sverrisdóttir.

Jón Baldvin Hannibalsson.

form., frsm.


Sólveig Pétursdóttir.

Steingrímur J. Sigfússon.

Pétur H. Blöndal.


Ágúst Einarsson.

Einar Oddur Kristjánsson.

Ólafur Þ. Þórðarson.