Ferill 610. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 610 . mál.


1175. Frumvarp til laga



um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða, nr. 38/1990, með síðari breytingum, og breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995, með síðari breytingum.

Flm.: Kristinn H. Gunnarsson.



I. KAFLI

Lög um stjórn fiskveiða, nr. 38/1990, með síðari breytingum.

1. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 10. gr. laganna:
    7. mgr. orðast svo:
                  Þá getur ráðherra ákveðið að afli á ákveðnum fisktegundum, afli frystiskipa, svo og afli skipa sem leyfi hafa til fullvinnslu botnfiskafla um borð, sem fluttur er á erlendan markað, skuli reiknaður með álagi þegar metið er hversu miklu af aflamarki skips er náð hverju sinni. Skal álagið vera allt að 20% á þorsk en allt að 15% á aðrar tegundir.
    Við greinina bætast tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
                  Sé óunnum fiski landað innan lands hjá aðila er fellur undir skilgreiningu 1. tölul. 1. mgr. 4. gr. laga nr. 34/1991, um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri, og hefur gilt vinnsluleyfi fyrir viðkomandi starfsemi samkvæmt ákvæðum laga um meðferð sjávarafla og eftirlit með framleiðslu þeirra skulu aðeins 75% teljast til aflamarks. Ákvæði þetta á einnig við um rækju en ekki um uppsjávarfiska.
                  Sé fiskur veiddur á línu eða handfæri, veiðiferð stendur skemur en einn sólarhring og aflanum er landað til vinnslu innan lands skulu aðeins 50% teljast til aflamarks.

II. KAFLI

Lög um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995.

2. gr.

    Við lögin bætist nýtt ákvæði til bráðabirgða, svohljóðandi:
    Þrátt fyrir ákvæði laganna um fasteignaskatt skulu fasteignir, sem nýttar eru til fiskvinnslu, vera undanþegnar fasteignaskatti á árunum 1998–2002. Með fiskvinnslu er átt við vinnslu sjávarafurða sem fellur undir ákvæði 1. tölul. 1. mgr. 4. gr. laga nr. 34/1991, um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri, og hefur gilt vinnsluleyfi samkvæmt ákvæðum laga um meðferð sjávarafurða og eftirlit með framleiðslu þeirra.
    Ráðherra skal með reglugerð setja nánari reglur um hvers konar starfsemi teljist fiskvinnsla samkvæmt þessari grein og hvaða eignir fiskvinnslunnar séu undanþegnar fasteignaskatti. Sé sama eign notuð til fiskvinnslu og einhvers annars skal undanþágan eingöngu ná til þess hluta eignarinnar sem notaður er til fiskvinnslu.

III. KAFLI
Gildistaka.
3. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Greinargerð.

    Með frumvarpi þessu er leitast við að styrkja stöðu ísfiskskipa og landvinnslu gagnvart frystiskipum og öðrum skipum sem vinna afla sinn um borð og tillögur settar fram til þess að jafna samkeppnisskilyrði landvinnslu gagnvart sjóvinnslu. Núverandi löggjöf mismunar að þessu leyti og verður ekki talið eðlilegt að löggjafinn stuðli sérstaklega að því að öflugasta matvælavinnsla Íslendinga eigi undir högg að sækja vegna lagaákvæða er íþyngja henni sérstaklega en ívilna útgerð og vinnslu á sjó.

Skýrsla um stöðu og þróun bolfiskfrystingar í landi.

    Að beiðni þingflokks Alþýðubandalagsins lagði sjávarútvegsráðherra fyrir Alþingi á yfirstandandi þingi skýrslu um stöðu og þróun bolfiskfrystingar í landi, 13. mál, þskj. 451. Þar kemur fram að botnfiskvinnsla er rekin með 8,5% tapi miðað við rekstrarskilyrði í ágúst 1996 og afkoman í frystingunni er enn verri eða 12,5% tap. Meginskýringin á versnandi afkomu landvinnslunnar, sem gefin er í skýrslunni, er hækkun á kostnaði innan lands á sama tíma og afurðaverð erlendis hefur farið lækkandi. Þar ber hæst kostnað vegna kaupa á hráefni sem hefur hækkað úr 57% af tekjum botnfiskvinnslunnar í 63% frá 1994 til ágúst 1996. Samkvæmt því sem fram kemur í áðurnefndri skýrslu stafar stór hluti vanda botnfiskvinnslunnar af því hvernig tekjuskiptingin er innan sjávarútvegsins milli útgerðar og vinnslu. Útgerðinni, sem er seljandi aflans, hefur tekist að fá fram hærra söluverð en vinnslan getur greitt án hallareksturs. Afkoman í veiðunum er verulega betri og í heild er hagnaður um 3,5% af tekjum, þar af er útgerð frystiskipa með 6,5% hagnað. Hins vegar er athyglisvert að afkoma ísfisktogara er í járnum.
    Gríðarlegur munur er á afkomu landvinnslu og sjóvinnslu samkvæmt þessum tölum, annars vegar er 12,5% tap og hins vegar 6,5% hagnaður, og af þeim sökum er óhjákvæmilegt að stöðugt dragi úr landvinnslu þrátt fyrir viðamiklar hagræðingaraðgerðir um þessar mundir.
    Efalaust ræður það miklu um versnandi gengi landvinnslunnar undanfarin ár hversu mikill samdráttur hefur verið í bolfiskvinnslunni. Á árunum 1986–89 voru árlega unnin 400–460 þús. tonn í frystingu og söltun, næstu tvö ár um 380 þús. tonn árlega, en síðan 1991 hefur verið mikill samdráttur og árið 1995 fóru aðeins um 260 þús. tonn til vinnslu í frystingu og söltun. Á sama árabili hefur hlutur sjóvinnslunnar fjórfaldast, úr 24 þús. tonnum í um 100 þús. tonn.

Efni frumvarpsins.

    Í löggjöf eru nokkur atriði sem hafa haft áhrif á þann veg að ívilna sjóvinnslu og er lagt til í þessu frumvarpi að sá mismunur verði afnuminn. Í fyrsta lagi er ísfiskskipum nú reiknað álag á útfluttan, óunninn fisk þegar metið er hversu miklu af aflamarki skipsins er náð, en frystiskip sleppa við álag, jafnvel þótt frá þeim sé fluttur út heilfrystur fiskur, sem hlýtur að teljast algerlega óunninn. Lagt er til að allur útflutningur skipa falli undir ákvæði um álag og ráðherra verði falið að ákveða hvert álagið skuli vera hverju sinni.
    Þá er í öðru lagi bent á að notað aflamark frystiskipa og vinnsluskipa er ekki reiknað út frá veiddum afla heldur lönduðum afurðum og notaðir ákveðnir reiknistuðlar til þess að reikna magn af fiski upp úr sjó út frá lönduðum afurðum. Ítrekað hafa komið fram ábendingar um að þessi aðferð ívilni umræddum skipum og færi þeim í raun umframaflamark. Má þar benda á umfjöllun í Morgunblaðinu, t.d. frá 6. september 1992 þar sem fram kemur að frystitogarar sem gera út á karfa og grálúðu fái 20–30% meiri aflaheimildir í reynd en ísfisktogarar vegna þess að þeir hendi um 20% af karfa- og grálúðuafla sínum. Með öðrum orðum, frystiskipin geta valið sér hráefni. Til þess að jafna þennan mun er lagt til að ískfiskskip, sem landa óunnum fiski til vinnslu innan lands, fái ívilnum þannig að einungis 75% af aflanum teljist til notaðs aflamarks.
    Með þessum tveimur aðgerðum er samkeppnisstaða ísfiskskipa jöfnuð frá því sem nú er gagnvart vinnsluskipum og frystiskipum og því ætti útgerð þeirra að styrkjast og landvinnslan fengi væntanlega í kjölfarið meira magn til vinnslu. Þá er rétt að vekja athygli á því að þessi ívilnun á aflamarki þegar landvinnsla á í hlut felur í sér ákveðna byggðatengingu á kvóta.
     Í þriðja lagi er lagt til að landvinnslan verði undanþegin fasteignaskatti næstu fimm árin og er það til samræmis við stöðu sjóvinnslunnar sem greiðir engan fasteignaskatt. Það atriði ásamt því að landvinnslan fær óbeina hlutdeild í úthlutuðu aflamarki með ívilnunarreglunni dregur úr aðstöðumun milli landvinnslunnar og sjóvinnslunnar.
    Þá er að lokum stuðlað sérstaklega að veiðum með línu og handfærum þar sem aflanum er landað sem ferskustum til vinnslu innan lands. Er það gert með því að telja aðeins helming aflans til aflamarks. Eru fyrir því þau rök að um sé að ræða besta hráefnið sem völ er á og eðlilegt sé að stuðla að því að úr aflanum verði unnin sem mest verðmæti.
    Samanlögð áhrif frumvarpsins eru þau að stuðlað er að því að stærri hluti en nú af afla veiddum á Íslandsmiðum verði unninn innan lands fyrst og fremst með því að jafna samkeppnisstöðu ísfisk- og ferskfiskskipa gagnvart frysti- og vinnsluskipum, svo og að draga úr aðstöðumun milli landvinnslu og sjóvinnslu.


Fylgiskjal I.


ÚR SKÝRSLU SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA UM STÖÐU OG ÞRÓUN
BOLFISKFRYSTINGAR Í LANDI, SAMKVÆMT BEIÐNI

(Á þskj. 451 á 121. löggjafarþingi.)

Efnahagsleg afkoma bolfiskfrystingar í landi og aðgerðir
ríkisstjórnarinnar til að treysta rekstrarstöðu hennar.

    Samkvæmt uppgjöri Þjóðhagsstofnunar sem birtist í Þjóðhagsáætlun ársins 1997 hefur stofnunin að mestu lokið uppgjöri á ársreikningum sjávarútvegsfyrirtækja fyrir árið 1995. Niðurstöður þeirra sýna að afkoma sjávarútvegs í heild var góð á árinu 1995 og hafði batnað frá árinu 1994. Á árinu 1994 var hagnaður sjávarútvegsins í heild 3% af tekjum ef miðað er við árgreiðsluaðferð Þjóðhagsstofnunar og hækkaði í 4,5% árið 1995. Afkoma í útgerð, loðnu- og rækjuvinnslu var tiltölulega góð bæði árin, en halli var af botnfiskvinnslunni árið 1995. Afkoma einstakra greina sjávarútvegsins var mjög mismunandi eins og sjá má í eftirfarandi töflu:

Tafla 1. Afkoma sjávarútvegs. Hreinn hagnaður í hlutfalli af tekjum.

Rekstrarskilyrði


1994

1995

í ágúst 1996



Sjávarútvegur í heild 1) 2)
     3
,0 4 ,5
-0 ,5
    Veiðar og vinnsla botnfisks      1 ,0 1 ,5 -2 ,5
         Veiðar      -1 ,0 4 ,0 3 ,5
         Bátar      -2 ,0 4 ,5 3 ,0
         Togarar      -2 ,5 3 ,0 0 ,0
         Frystiskip      2 ,0 3 ,5 6 ,5
    Botnfiskvinnsla      3 ,0 -2 ,5 -8 ,5
         Frysting      4 ,5 -4 ,5 -12 ,5
         Söltun      0 ,0 1 ,0 -1 ,5
Veiðar og vinnsla rækju      13
,0 13 ,0
-3 ,0
Loðnuveiðar og -bræðsla      8
,0 9 ,5
15 ,0

1)     Hér eru taldar með botnfiskveiðar og -vinnsla, rækjuveiðar og -vinnsla og loðnuveiðar og -bræðsla. Þessar greinar ná til tæplega 90% af allri sjávarafurðaframleiðslunni.
2)     Miðað er við tekjur greinanna alls að frádregnum milliviðskiptum með hráefni.

    Frá árinu 1995 hefur afkoma sjávarútvegs versnað mikið og er talið miðað við rekstrarskilyrði í ágúst sl. að tap hafi orðið af rekstri sjávarútvegsins í heild sem nemur 0,5% af tekjum. Afkoma eftir greinum er áfram mjög misjöfn.
    ...

Þróun frystingar bolfisks um borð í frystiskipum sl. tíu ár og breyting á


starfsskilyrðum frystingar í landi samanborið við frystingu um borð í skipum.


    Í töflum 4 og 5 má sjá að á árinu 1986 bárust um 584 þús. tonn af bolfiski á land. Var aflanum ráðstafað þannig það árið að um 78% voru unnin í landi, tæp 17% voru flutt út óunnin og 4,2% voru unnin um borð í vinnsluskipum. Frysting um borð í vinnsluskipum jókst hratt á árunum 1986–94, bæði í magni og sem hlutfall af heildarbolfiskafla á

Tafla 4. Ráðstöfun bolfiskafla á heimamiðum – afli í tonnum.

Ár

Landvinnsla

Útfl. ísaður, heill

Sjóvinnsla

Annað

Alls



Frysting

Söltun

Hersla

Ísaður


flattur

hausaður

skip

gámar


fiskur

eða flök


m/skipum

m/flugv.



1986

298.932

150.133

4.728

1.590

0

35.195

61.979

24.574

6.893

584.025


1987

281.354

180.883

8.362

2.891

0

39.479

61.833

37.295

7.195

619.291


1988

256.269

171.488

8.642

4.930

0

44.482

65.778

65.613

7.041

624.243


1989

242.148

151.051

13.593

13.445

0

44.867

70.897

72.618

5.774

614.393


1990

258.145

129.476

2.899

12.025

6.389

36.005

77.350

89.656

6.494

618.439


1991

270.258

126.691

1.265

6.724

8.361

29.452

53.290

96.502

6.032

598.575


1992

233.771

102.875

998

7.967

8.781

22.272

47.897

100.537

6.380

531.478


1993

235.259

98.102

1.316

320

11.844

18.248

41.275

103.750

6.233

516.346


1994

181.597

104.108271

118

15.002

14.103

30.755

115.165

6.581

467.700


1995

157.485

108.507

1.258

0

16.204

11.523

22.825

95.081

7.792

420.674


1996*

108.914

87.437

657

0

14.655

3.555

20.672

69.991

4.876

310.759



* janúar–september

heimamiðum. Á árinu 1995 og það sem af er ársins 1996 hefur heldur minni afli hlutfallslega verið unninn um borð í vinnsluskipum en var árið 1994. Athyglisvert er að hlutur landvinnslunnar hefur frá árinu 1988 verið á bilinu 64–70% af heildarbolfiskafla og að aukinn hlut sjóvinnslu eftir 1990 virðist að mestu mega rekja til minnkandi útflutnings á óunnum ísuðum afla. Á árinu 1995 voru um 67% heildarbolfiskafla á heimamiðum unnin í landi, um 8% flutt út óunnin og um 27% unnin um borð í vinnsluskipum. Tafla 4 sýnir einnig hinn mikla samdrátt í bolfiskveiðunum. Á árinu 1986 nam aflinn eins og fyrr segir um 584 þús. tonnum, hann jókst í um 624 þús. tonn á árinu 1988 en var kominn niður í um 420 þús. tonn árið 1995.

Tafla 5. Hlutfallsleg skipting bolfiskafla á heimamiðum eftir ráðstöfun.

Útfl. ísaður,

Sjóvinnsla,


Ár

Landvinnsla

ferskur

frysting

Annað



1986           78
,0% 16 ,6% 4 ,2%
1 ,2%
1987           76
,5% 16 ,4% 6 ,0%
1 ,2%
1988           70
,7% 17 ,7% 10 ,5%
1 ,1%
1989           68
,4% 18 ,8% 11 ,8%
0 ,9%
1990           66
,1% 18 ,3% 14 ,5%
1 ,1%
1991           69
,0% 13 ,8% 16 ,1%
1 ,0%
1992           66
,7% 13 ,2% 18 ,9%
1 ,2%
1993           67
,2% 11 ,5% 20 ,1%
1 ,2%
1994           64
,4% 9 ,6% 24 ,6%
1 ,4%
1995           67
,4% 8 ,2% 22 ,6%
1 ,9%
1996*      68
,1% 7 ,8% 22 ,5%
1 ,6%

* janúar–september



Fylgiskjal II.


Stjórnvöld hafa afhent frystitogurum veiðiréttinn.


(Úr Morgunblaðinu, sunnudaginn 11. maí 1997.)



    „BYGGÐARLÖG á landsbyggðinni, sem eiga mest undir línuveiðum og landvinnslu, hafa minni fisk með tilheyrandi atvinnuleysi og fólksflótta. Á sama tíma er stanslaus aukning í kvótaeign frystitogara, sem hafa verið að kaupa upp þær veiðiheimildir, sem línubátar fengu í skiptum fyrir afnám línutvöföldunar.“
    Þetta er m.a. niðurstaða útflutningshóps Félags íslenskra stórkaupmanna sem kynnti á blaðamannafundi í gær þær afleiðingar, sem afnám línutvöföldunar á síðasta ári hefur haft í för með sér. Þar kom fram að línuafli á tímabilinu frá nóvember til febrúar hafi aðeins verið innan við helmingur þess sem hann var á sama tímabili í fyrra. Innan vébanda útflutningshóps FÍS eru öll sjávarútflutningsfyrirtæki landsins að undanskildum sölusamtökunum SH, ÍS og SÍF.

Sveltir saltfiskmarkaðir.
    Í áliti hópsins segir að verðmætustu saltfiskmarkaðir Íslendinga á Spáni, Ítalíu og Grikklandi, sem vilja eingöngu „krókaveiddan fisk“ vegna hvítleika og gæða fisksins, séu nú sveltir af íslenskum fiski og hafi orðið að leita sér að krókafiski frá Færeyjum og Noregi, þar sem engar hömlur séu á veiðum smábáta á króka. Íslendingar séu þar af leiðandi að missa þessa markaði vegna pólitískrar veiðistjórnunar.
    Enn fremur segir: „Landvinnslan sem og fiskvinnslufólk virðist engan rétt hafa. Núverandi sjávarútvegsnefnd Alþingis undir stjórn Þorsteins Pálssonar, sjávarútvegsráðherra, hefur fært frystitogurum og kvótaeigendum réttinn til
veiða. Þessi þróun hefur verið á kostnað bátaflotans sem árum saman hefur þjónað landvinnslunni. Þetta hefur verið gert með aukinni virkni kvótakerfisins á kostnað landvinnslunnar svo sem með afnámi frjálsra veiða smábáta með krókum, úreldingu smábátaflotans og afnámi línutvöföldunar.
    Við nýjar kvótaúthlutanir, svo sem á síld og úthafskarfa, hafa frystitogarar og nótaskip alfarið fengið þann kvóta, en smærri bolfiskskip ekkert. Og til viðbótar úthlutun á þorskkvóta hafa sömu skip fengið fullan hlut. Eðlilegra væri að smærri bolfiskskip, sem veiða fyrir landvinnsluna, fengju alla viðbótarúthlutunina á bolfiski. Það myndi tryggja best uppbyggingu atvinnulífs á landsbyggðinni.“