Ferill 98. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 98 . mál.


1300. Breytingartillögur



við frv. til skipulags- og byggingarlaga.

Frá umhverfisnefnd.



    Við 21. gr. 2. mgr. orðist svo:
                  Nú telur sveitarstjórn að gera þurfi breytingar á staðfestu aðalskipulagi er séu það óverulegar að ekki sé talin ástæða til meðferðar skv. 17. og 18. gr. Skal þá sveitarstjórn senda rökstudda tillögu um breytinguna til Skipulagsstofnunar. Tillögunni skal fylgja yfirlýsing um að sveitarstjórn taki að sér að bæta það tjón er einstakir aðilar kunni að verða fyrir við breytinguna. Skipulagsstofnun skal senda tillöguna áfram til ráðherra ásamt umsögn sinni innan viku frá því að tillagan barst sveitarstjórn. Fallist ráðherra á tillöguna skal auglýsa hana á áberandi hátt. Komi ekki fram athugasemdir innan þriggja vikna frá auglýsingu skoðast tillagan samþykkt. Komi fram athugasemdir við auglýsta tillögu skal fara fram ein umræða um þær í sveitarstjórn. Afgreiðsla sveitarstjórnar skal send ráðherra til staðfestingar og birt í B-deild Stjórnartíðinda.
    Við 26. gr. 1. málsl. 2. mgr. orðist svo: Þó er heimilt að falla frá auglýsingu ef um óverulega breytingu er að ræða.
    Við 43. gr. Eftirfarandi breytingar verða á 6. mgr.
         
    
    Í stað orðsins „Byggingarnefnd“ í 1. málsl. komi: Sveitarstjórn.
         
    
    Orðið „nefndinni“ í 1. málsl. falli brott.
         
    
    Í stað orðsins „byggingarnefndar“ í 4. málsl. komi: sveitarstjórnar.
         
    
    Á eftir orðunum „afgreiðslu byggingarleyfis“ í 4. málsl. komi: samkvæmt þessari málsgrein.