Ferill 531. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1996–97. – 1066 ár frá stofnun Alþingis.
121. löggjafarþing. – 531 . mál.


1313. Breytingartillögur



um frv. til l. um breyt. á lögum nr. 21/1992, um Lánasjóð íslenskra námsmanna.

Frá minni hluta menntamálanefndar (SvanJ, GGuðbj, SJóh).



    Á undan 1. gr. komi ný grein er orðist svo:
                  Á eftir 1. mgr. 3. gr. laganna koma þrjár nýjar málsgreinar sem orðast svo:
                  Alþingi ákvarðar upphæð framfærslukostnaðar á grundvelli skilgreiningar á framfærsluþörf. Til námskostnaðar skal meðal annars telja kostnað vegna bóka-, tækja- og efniskaupa og ferða til og frá námsstað.
                  Lán skal veita fyrir innritunargjöldum og skólagjöldum í viðurkenndu háskólanámi.
                  Námsmaður á rétt á námslánum til allt að sjö ára grunnnáms eða tíu ára í heild.
    Við 3. gr. Greinin orðist svo:
                  6. gr. laganna orðast svo:
                  Námslán skal greiða út mánaðarlega meðan námsmaður stundar nám.
                  Námslán skal þó ekki greitt út fyrr en námsmaður hefur lokið einu missiri af námi sínu með tilskildum árangri. Þegar námsmaður hefur lokið einu missiri með tilskildum árangri fær hann lán fyrir það missiri og svo áfram mánaðarlega meðan hann stundar nám.
                  Námsmenn sem fá lán úr sjóðnum skulu undirrita skuldabréf við lántöku þar sem fram komi kjör lánsins.
    Við 4. gr. Við bætist nýr liður er orðist svo: Í stað orðanna „3%“ í 5. mgr. 7. gr. laganna kemur: 1%.
    Við 5. gr. Greinin orðist svo:
                  2. og 3. mgr. 8. gr. laganna orðast svo:
                  Fastagreiðslan er 34.000 kr. miðað við vísitölu neysluverðs 177,8 nema eftirstöðvar láns ásamt verðbótum og vöxtum séu lægri. Þessi upphæð breytist á hverju ári í hlutfalli við vísitölu neysluverðs 1. janúar hvers árs.
                  Viðbótargreiðslan miðast við ákveðinn hundraðshluta af útsvarsstofni ársins á undan endurgreiðsluári. Hundraðshluti þessi er 4,5%. Frá viðbótargreiðslunni samkvæmt þessari málsgrein dregst fasta greiðslan skv. 2. mgr.
    Við 7. gr. Efnismálsgreinin orðist svo:
                  Þá er stjórn sjóðsins heimilt að veita lán með sömu kjörum og almenn námslán vegna annarra áfalla en greinir í 1. mgr., svo sem ef námsmanni stendur tímabundið ekki til boða fullt nám samkvæmt skipulagi skóla eða ef veikindi námsmanns eða barns hans, fráfall nákomins ættingja eða þungun námsmanns valda því að honum tekst ekki að standast námskröfur.