Málefni Hanes-hjónanna

Miðvikudaginn 18. febrúar 1998, kl. 16:08:33 (4054)

1998-02-18 16:08:33# 122. lþ. 70.12 fundur 422. mál: #A málefni Hanes-hjónanna# fsp. (til munnl.) frá dómsmrh., GHelg
[prenta uppsett í dálka] 70. fundur, 122. lþ.

[16:08]

Guðrún Helgadóttir:

Hæstv. forseti. Hanes-hjónin frömdu ekki glæp, hvorki í Bandaríkjunum né hér á landi. Umhyggja fyrir litlu barni er ekki glæpur. Óvissa sú sem þau búa við og sonur þeirra er óbærileg og ómannúðleg.

Mér er ljóst að málið er ekki einfalt. Ég spyr: Gæti Alþingi hoggið á þennan hnút með því að veita þeim íslenskan ríkisborgararétt og íslenskt vegabréf sem fyrst, nú? Slíkt hefur verið gert hafi menn verið nýtilegir í boltaleiki af öllu tagi. Ég skora á hæstv. dómsmrh. að meta umhyggju fyrir litlu barni til jafns við hæfileika til að sparka eða kasta bolta.