Menningar- og tómstundastarf fatlaðra

Mánudaginn 11. maí 1998, kl. 15:24:48 (6432)

1998-05-11 15:24:48# 122. lþ. 124.1 fundur 370#B menningar- og tómstundastarf fatlaðra# (óundirbúin fsp.), félmrh.
[prenta uppsett í dálka] 124. fundur, 122. lþ.

[15:24]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson):

Herra forseti. Eins og fram kom hjá fyrirspyrjanda stendur enn yfir endurskoðun laganna um málefni fatlaðra. Unnið er að því að fella þau inn í félagsþjónustulögin. Ég reiknaði með því að það mál yrði afgreitt á þessum vetri, þ.e. að frv. yrði fullbúið og hægt að leggja fyrir þing, a.m.k. sýna það fyrir þinglok og það rak á eftir sú ákvörðun Alþingis að færa málefni fatlaðra til sveitarfélaganna 1. janúar nk. Nú hefur þeirri ákvörðun verið breytt og við verðum að doka við með það að færa málefni fatlaðra. Það var m.a. gert vegna þess að Reykjavíkurborg óskaði eftir því að málinu yrði frestað og orðið var við þeirri ósk að höfðu samráði við Samband ísl. sveitarfélaga. Þetta mál er því ekki frágengið enn þá sem er miður en það var út af fyrir sig eðlilegt að tengja þetta tvennt saman.