Fjárlög 1998

Laugardaginn 13. desember 1997, kl. 15:57:52 (2187)

1997-12-13 15:57:52# 122. lþ. 42.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1998# frv. 150/1997, HG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur

[15:57]

Hjörleifur Guttormsson:

Virðlegur forseti. Hollustuvernd ríkisins er sú stofnun á Íslandi sem á að vakta og fylgjast með mengun í landinu. Þessi stofnun hefur verið um árabil í fjársvelti og tillögur frá stofnuninni námu óskum um 61 millj. kr. á sl. vori við undirbúning fjárlagagerðar. Þessari stofnun er jafnframt ætlað að fylgjast með alþjóðasamningum og skuldbindingum Íslands m.a. vegna EES-samningsins. Þar standa spjótin á íslenskum stjórnvöldum vegna vanefnda, sumpart vegna þess að stofnunin fær ekki annað sínum verkefnum. Ég tel hér um mjög brýna tillögu að ræða.