Fjárlög 1998

Laugardaginn 20. desember 1997, kl. 18:08:54 (2982)

1997-12-20 18:08:54# 122. lþ. 51.13 fundur 1. mál: #A fjárlög 1998# frv. 150/1997, KH (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 51. fundur

[18:08]

Kristín Halldórsdóttir:

Herra forseti. Viðhald og viðgerðir á húsakosti Sjúkrahúss Reykjavíkur hefur verið vanrækt svo til háska horfir. Til viðbótar framlagi ríkisins leggur Reykjavíkurborg sitt af mörkum svo að til ráðstöfunar til viðhalds á Sjúkrahúsi Reykjavíkur verða á næsta ári samkvæmt þessu um 172,5 millj. kr. Samkvæmt faglegri úttekt munu viðgerðirnar í heild kosta á annan milljarð kr. þannig að ljóst er að hér er aðeins um að ræða upphafsskref á langri leið. En þá leið þarf að fara og því styður minni hluti fjárln. þessa tillögu. Hún er viðleitni og hún er að sínu leyti svar við einörðum málflutningi stjórnarandstöðunnar um þetta efni. En á það skal minnt og gagnrýnt harðlega einu sinni enn að meiri hlutinn skuli skirrast við að taka á hrikalegum rekstrarvanda Sjúkrahúss Reykjavíkur sem allir viðurkenna að er fyrir hendi.